Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 30

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 30
TRYGGVI - Framhald af bls, 15 stöð Njarðvíkur og fyrrum bóndi á Austurhlíð, nýbýli frá Varðgjá, Jón, yfirþjónn í Reykjavík, Þór, bifreiðastjóri í Reykjavík, Hörður, bóndi á Ytri-Varðgjá, Magnús, bif- reiðastjóri á Akureyri, Bjarni bif- reiðastjóri í Reykjaví'k og Margrét búsett í Reykjavík, móðir njj.n. Elzti sonur þeirra, Hermann lé#,t 27. ágúst síðastliðinn. Þau hjónin urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að vita öll börn sín nýt, dugandi og gæfusöjtn. Fljótlega eftir lát Svövu, eigin- konu Tryggva, hætti hann búskap og tók Hörður sonur han.s við jörð- inni. Áhugi hans og vilji var þó samur og áður, og kom vel í ljós, þar sem hann í ellinni rak hænsna- bú og seldi egg til Akureyrar. Einnig fylgdist hann vel með öllu sem gerðist, bæði í landsmálum og búnaðarmálum, og undraðist ég hversu greinagóður og glöggur hann var, þótt lasburða væri, þeg- ar ég hitti hann síðast fyrir tveim mánuðum. Nú er æviskeiði hans lokið. Hann hefur fyrirfundið konu sína aftur, eftir nokkurn aðskilnað og fengið þá hvíld, sem hann þráði, eftir 85 ströng ár. Dó hann í fullri höllu lágu þræðir úr Aðaldal, Reykjahverfi og Húsavík. Varal kom ég þar svo að ekki væru þar fyrir fleiri eða færri gestkomandi. Vík á milli vina mjókkaði á þennan hátt og elskulegar móttök ur húsráðenda mættu gestum í bæjardyrum. Er aldur færðist yfir þau áttu þau bæði athvarl og heim ili hjá dóttur sinni, Steinunni að Hamarsstíg 33. Konráð andaðist á Akureyri 1962. Þegar fótur þyngdist með aldri, vildi Þórhalla sem minnst fara frá heimili Steinunnar. Hún mun hafa talið sér lítinn fagnað að bera sig á torg eða minni en meðan fífili hennar var fegri í túni. Samt hélt hún reisn og virðuleik og skar sízt minna utan a£ orðum sinum í við- ræðum, og var nokkuð sama hvort þar voru viðmælendur börn henn- ar eða annað venzlafólk, ellegar óviðkomandi menn. Jafnan hélt hún fast á sínu máli hver sem í hlut átti. Gat því oft dregið til ágreinings bæði um menn og mál- efni. Hún leit smátt á vinstri stefn sátt við guð og menn og ánægður með ævistarfið. Ég vil í lok þessa stutta þáttar, tjá þakkarhug minn til afa míns, Tryggva Jóhannssonar, fyrir þá miklu umhyggju og hlýhug, sem hann ávallt sýndi mér. Blessuð sé minning hans. Tryggvl P. Friðriksson. JÓHANNES - Framhald af bls. 15 landsins. Dæmdi hart alla óreiðu á fjármálasviðinu. Hjá honum var sparsemi og nýtni höfuð dyggð og umfram allt að skulda ekki nein- um. Um tvitugsaldur fluttist Jóhann- es ásamt foreldrum sínum í Reykj- arfjörð í Grunnavíkurhreppi. Þar dvaldist hann um árabil og stund- aði jöfnum höndum sjó- mennsku og bústörf. Margar vertíðir reri hann á árabát- um ^ frá ýmsum verstöðvum við ísafjarðardjúp, bjó þá oft við rýran kost og mikið erfiði og komst oft í hann krappann. Á þessum ár- um varð hann stundum áhorfandi að hörmulegum sjóslysum sem hann gleymdi aldrei. Árið 1908 kvæntist Jóhannes Sig- ur í þjóðmálum og var þar á önd- verðum meiði við suma af sínum viðræðumælendum. E'kki leiddi það þó til nenna úfa eða ýfinga, né að sambúiðin yrði saltari fyrri það. Þvert á móti, aðeins meiri lit- ur á umræðunum. Og upp held ég hún hafi skorið virðingu fyrir fast lyndi sitt 1 því sem öðru. Yfir leiðindi, sem of oft fylgja skoðana mismun var hún þar hafin og hennar nánustu. Sem fyrr segir var hús hennar á seinni árum að Hamarsstíg 33 hjá dóttur hennar. Börn hennar gerðu ævikvöld móð- ur sinnar þar eins bjart og orðið gat. Þrjú börn þeirra Þórhöllu og Konráðs, sem á lífi eru, búa á Ak- ureyri: Kristín kona Aðalsteins Tryggvasonar fyrrv. verkstjóra hjá Gefjun. Hann er nú dáinn. Stein- unn, gift Friðþjófi Gunnlaugssyni skipstjóra. Gísli framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyrar, sem kvæntur er Sólveigu Axels- dóttur kaupmanns Kristjánssonar. Bjartmar Guðmundsson. ríði Jákobsdóttur frá Nesi í Grunna vík og sama ár fluttust þau til Drangavíkur og hófu þar búsfcap. Þar bjuggu þau til ársins 1924 og eignuðust 6 börn, en 3 af þeim dóu í æsku og einkadóttur sína misstu þau nýgifta af barnsburði. Eins og að lífcum lætur varð það þeim mik- il raun. Eftir lifa tveir synir, þeir Guðmundur Hólm og Jóhannes Vagn, báðir búsettir í Reykjavík. Drangavík var erfið jörð og af- skekkt, en fylgdu þó hlunnindi t.d. viðarreki og selveiði. Bústofn var alltaf lítill söfcum þess hve erfitt var að afla heyja. Þess vegna varð jafnframt að stunda sjó til að sjá heimilinu farborða. Á vetrum var Jóhannes einn af skipverjum á hinu kunna hákarlaskipi Ófeigi frá Ófeigsfirði. Þar blés kalt um rekkj- urnar úti á hákarlamiðum um há- vetur í hríðarveðri og sjógangi. Vegna ýmissa erfiðleika og veik- inda í fjölskyldunmi varð Jóhannes að hætta búskap í Drangavík. Flutt ist hann þá í Árnes og dvaldist þar í nokkur ár hjá prest- hjónunum séra Sveini Guðmunds- syni og Ingibjörgu Jónasdóttur. Þar hófust okkar kynni og eftir að ég hóf búskap í Árnesi og síðar á Melum, vann Jóhannes hjá mér af sinni alfeunnu trúmennsku og ósér hlífni. Jóhannes kunni vel við sig í margmenni, var ræðinn og hisp- urslaus og fyndinn í tilsvörum. Hann var vinsæll meðal sveitunga sinna og allsstaðar aufúsugestur. Jóhannes var vel hagmæltur og orti mikið um hina ólíkustu at- burði og við margs konar tækifæri. Hann var mikill trúmaður, las í Vídalínspostil'lu hvern helgidag og Hallgrímur Pétursson var hans uppáhalds skáld. Ég hef oft haft orð á því við vini mína, að það hafi verið mikið lán fyrir mig og fjölskyldu mína, að Jóhannes skyldi ílengjast á heimili mínu, svo annt var honum um um velferð fjölskyldu minnar á allan hátt. Umhyggja hans og góðvild í garð barna okkar var sér- stök. Hann kenndi þeim einlæga og flefcklausa guðstrú og ómetanlegt var fyrir þau að njóta hjartahlýju hans og fyrirbæna og fá að halda í styrka hönd hans á æskuárum sínum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir ógleyman legar samverustundir. Sigmundur Guðmuudsson, frá Melum. 30 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.