Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Qupperneq 8
allan káta barnahópinn sinm — og einn dreng að auki. Gleðin Ijómaði og æskan söng. Pabbi þeirra var einnig kátur og ánægð- ur, því mú var hann að framkvæma eitt af uppáhaldsverkefnum sín- um — gleðja og vera með börn- unum sínum. Hann var að byrja í sumarleyfi sínu, ætlaði aðallega að nota tímanm til að ditta að húsi sínu og vera með konu sirnni og bömum, skreppa kannski með þau í stuttar ökuferðir eða veiðitúra. Nú var hann sem sé að leggja upp í fyrsta silumgatúrinn með allan bárnahópinn, en konan hans, sem er lærð hjúkrunarkona, gat ©kki komið með þeim i þetta sinn, því hún þurfti að vinna á sjúkra- húsinu. En hún mundi verða kom- in heim að taka á móti ferða- fólkinu þegar það kæmi um kvöld- ið. En örlögin höfðu þá þenn- an bjarta septemberdag — höggv- ið í líf hennar stórt og mikið skarð, sem þó hefði hæglega get- að orðið stærra og ægilegra. Það kom sem sé enginn af ást- vinum hannar heim þetta kvöld. Þess í stað stendur hún, með styr-k hins almáttuga Guðs — og hjúkrar og annast öll börnin sín, fimm að tölu, sem liggja slösuð á sjúikrahúsinu. ' Við hjónin heimsóttu þau á sjúkrahúsið einm daginn í vik- unni, — og hve undursamlegt þrek og kraft, móðirin, sem misst hafði sinn góða og elskulega eigin- mann svo sviplega, sýndi sjúk- um börnum sínum, — já, þann kraft og stillingu hannar fengum við vart skilið. Bergur Eysteinn Pétursson fæddist á Hjaltastað í Hjaltastaða- þinghá, Norður-Múlasyslu, þann 8. des. 1926. Kymni okkar Eysteins hófust er við vorum báðir við nám í Banda- ríkjunum í flugvirkjun árið 1947. Ég man ætíð hve mér fannst gott að kynnast honum og eiga rann fyrir vim, svona traustan, tryggan og sterkan, á þeim árum, sem þá voru ekki meinn dans á rósum hjá okbur strákunum, sem fóru til Bandaríkjanna til að hefja flug- virkjanám. — En það er önnur saga. — Það, sem máli skipti fyi’ir mig og fleiri var það að eiga góðan hauk í horni, og það fundum við fljót- lega, að þar sem Eysteinn var, þar var gott að vera, öryggi og styrkur. Að námi loknu komum við hing- að heim og vorum vinnufélagar um lamgt árabil. Og enn styrkist vinátta okkar og fjölskyldna, er við festum kaup á íbúðum í sama húsinu að Hrísateigi 10, og bjugg- um þar í 4 ár, og knýttust fjöl- skyldur okkar þar þeim föstu vina- böndum sem aldrei síðan brostið hafa. Frá Hrísateigi flutti Ey- steinn með fólki sínu að Hraun- braut 40 í Kópavogi. Efcki veit ég hvermig þræðir okkar hafa tvinn- azt saman — en svo mikið er víst, að eftir nokkur ár fluttum við í næsta nágrenni við þau í Kópavogi, og öll árin hefur vin- 'áttan og tryggðin haldizt. Það er einlæg ósk okkar hjónanna, að þrátt fyrir hið mikía sfcarð, sem nú hefur verið hoggið í þessa elskulegu fjölskyldu, megi vin- áttuböndin enniþá eflast og treyst- ast — um ökomin ár. Það er skoðun mín og álit að Eysteinn hafi verið í hópi okkar beztu, duglegustu og samvizku sömustu flugvirkja, enda vel met- inn og dáður af öllum félögum sínum. Hann var mjög félagslynd- ur maður í eðli sínu, og vænti ávalit mikils og góðs árangurs af starfsemi Flugvirkjafélags ís- lands, enda vann hann að hag og gengi íélaga sinna, af festu og einurð, sanngjam en ákveðinn í skoðunum. Okkur félögum hans duldist því e&ki hverai rnann hann hafði að geyma, og fólum honum mörg og flókin mál okkar, til lausnar. Eysteinn átti að vísu mörg og mikilvæg málefni lífsins óleyst er kallið kom, enda maður í blóma lífsins og á bezta aldri, En hið skyndilega fráfall hans hlýtur að vekja okfcur til umhugsunar á hinni stóru gátu Mfsins: Hver er tilgangurinn? Hvers vegna sortnar hinn mildf himinblámi svona óvænt og skilur eftir sig myrkur og sorg í hjörtum ættingja og vina? — Ó, Herra. Kveiktu aftur á Ijósinu þínu bjarta og lýstu aftur upp hjörtu ekkjuninar og barnanna hans Eysteins. Ó, Herra. Hver er við stýrið, og hvert er ferðinni heitið? Stendur þú á ströndinni fyrir handan og faðmar okkur að þér, þegar við komum yfir? Gunnar Loftsson. t Sunnudaginn 13. f.m. var gott veður. Þann dag laust eftir há- degi fór sambýlismaðuf minn Ey- steinn Pétursson í veiðiför að Meðalfellsvatni með fimm börn sín og einn heimilisvin 15 ára dreng. Föriin var aðallega farinn til að veita börnunum glaðan útivistar- dag. Enda ætlaði vinafólk í tveim bílum að vera með í förinni. För þessi varð ekki farin til hins ákveðna staðar því fingur kaldra atvika varð valdur að stóru bílslysi — slysi sem mann skaði hlauzt af —■ því Eysteinn lét þar Mf sitt, samstundis að áliti læfcnis, en börnin hans fimm og heimilis- vinurinn voru öll meira eða minna slösuð og voru flutt á sjúkrahús. Heimilisvinurinn féfck þó að fara heim þó slasaður væri að aflok- innd aðgerð. Börnin voru enn á sjúkrahúsi, en þau eru Guðlaugur 16 ára, Pétur, 15 ára, Hjálmar, 13 ára, Björg, 9 ára og Guðrún Lilja 3 ára. Þanmig voru viðhorfin þegar jarðarför hins umhyggjusama heimMisföður fór fram Eysteinn var kvæntur sóma- og dugnaðarkonu, Margréti Þorvalds- dóttur. Margrét er hjúkrunarkona að menntun. Börm þeirra eru fimm, sem fyrr segir. Harmur og hugans kvíði hefur verið sár og sporin þung þegar Margrét gekk í sjúkrahúsið til að sjá elskaðan eiginmann andaðan og bömin slösuð, en öllu þessu hefur verið tekíð með yfirburða rósemi, því henni er gefim aðdáun- arverður sálarstyrkur. svo hún heíur borið þennan þunga harm af hetjudáð í Guðstrú. Sár harm- ur er einnig kveðinn að aldur- hniginni móður Eysteins, Guð- laugu Sigmundsdóttur, sem hefur þó borið sonarmissimn ósegjan- lega vel. Hefur hún þó góðs-sonar að sakna, því Eysteinn var ást- samlega hugull um hag sinnar igóðu og tignu móður sem búið hefur í ekkjudómi í 15 ár. Eysteinn var sérstafclega hjálp- legur við aEa og vildi hverjum manni gott. Hann var duglegur og vandaði störf sín og miðaði þau við velferð annarra. Mér er því hulin ráðning þeirra rúna að láta hann henda þetta átakanlega slys, enda eru orsakir slyssins óf-undn- ar. Það er þungskilin staðreynd að forsjónin skuli láta hi-nn góða til- gang fara á einu augnabliki öðru iSLEMDlMCAbÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.