Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 25
Ijúfar minninar, sem eru bundn- ar við hann, frá ótal mörgum sam- fundum okkar. Ég minmist hlýju vináttunnar, er ég naut alla tið frá hans hendi og heimili hans, og þótt nú á seinni árum fundum okkar hafi fækkað vegna atvinnu og fjarlægðar, þá var þó ávallt vináttan söm og við- mótið ljúfmannlegt, er fundum bar saman. „Með efa og grun er stofnað vort stríð. í stundlegri trú er þess sigur og friður. Sjálfdæmi á engin ævi né tíð. í eilífð sín leikslok á maður og siður“. E. Ben. Þessar ljóðiínur má ef til vill hafa sem yfirskrift yfir lífssögu margs alþýðumannsins, sem í fá- tækt hefur hafið sitt lífsstarf. Sem með hógværð, trúmennsku og þrautseigju hefur axlað þær byrð- ar, sem lífið og kringumstæður bundu. Jón á Torfustöðum var einn af þeim. Hann var trúr þeirri köllun, sem hann hafði hlotið i vöggugjöf. llann batt tryggð við sveit sína og æskuhaga. þar sem hann var vax- inn úr grasi. Ljóð síns lífs söng hann við ang- an gróðurs og moldar og við önn dags og dyn hófataks. Ur þeirri glóð spann raunveruleikinn örlaga þráð ævidagsins, engum til fjöturs, en samstarís- og samferðamönnum til góðs. Kristján JQiíus Kristjánsson Efri-Tungu Hann andaðist að morgni '9. þ. m. 74 ára að aldri og fór útför hansfram að Sauðlauksdalskirkju 16. þm. Hann hafði verið sjúkl- ingur um nakkurra ára bil, aðra stundina sæmilega hress, en þess á milli alvarlega veikur. Fyrir skömmu var hann kominn í sjúkra hús í Reykjavík til tvísýnnar lækn- isaðgerðar, en lézt skyndilega fá- um stundum áður en hún skvldi hefjast. Júlíus í Tungu, eins og hann v ar venjulega nefndur, var fæddur og uppalinn á Grundum í Kollsvík í Rauðasandshreppi, sonur hjón- anna Guðbjargar Halldórsdóttur og Kristjáns Ásbjörnssonar. Grund ir voru lítið en fallegt býli og höfðu foreldrar Júliusar bæði fé og kýr, þótt ekki væri sá bústofn stór, og fjarri því að vera nægjan- legur til að frannfleyta stórri fjöl- skyldu, en börnin voru alls ellefu. Aðalbjargræðið var sjósókn á ára- báfcum úr- Kollsvíkurveri, frá sum- Siíkum manni var gott að kynn- ast. Því geymist minnig hans með virðingu og þökk. Arinbjörn Ámason. armálum til veturnótta. Kristján faðir Júlíusar var mikill athafna- maður. Mannaði hann bát sinn með sonum sínum eingöngu. eftir að þeir höfðu til þess þroska. Júlíus, sem var næstelztur bræðranna, vancjist sjónum snemma og var ekki gamall, er hann varð sjálfur bátsformaður. Varð hann enginn eftirbátur föður síns að dugnaði og forsjálni við sjóróðra. Þá var hann einnig fimur og traustur við eggja- og fuglatekju í björgum. Var hann sigmaður ágætur og eftirsóttur. Myndi mörgum manni þykja nú geigvænlegt að fara í fótspor hans um hengiflug Látrabjargs. Á unglingsárum sínum stundaði Júlíus nám í Hvítárbakkaskóla Sig urðar Þórólfssonar. Síðan stundáði hann nokkuð. barnakennslu i sveit sinni. Hann var söngmaður og áhugamaður í félagsstörfum ung- mennafélagsins í byggðarlagi sínu. Árið 1924 kvæntist Júlíus eft r- lifandi konu sinni, Dagbjö u Torfadóttur í Kollsvík. Þau hf u búökap á Grundum, en þá v r Kollavík á niðurleið, sem verst 5, ÍSLENDINGAÞÆTTIR 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.