Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Síða 10

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Síða 10
ræðum eins og endranær, þegar í hans valdi stóð að verða til aðstoð- ar. Heil mynd verður ekki dregin upp af Jóni án þess að minnast á skopskyn hans. Birtist það í mörg um myndum. Jóni var gefin sú list að geta setzt niður og ort gam- anbrag um náungann, þannig að allir stóðu jafnréttir á eftir og oft við mesta hrifningu þeirra, sem um var orl. Gróf hann þá gjarnan upp gömul og sjaidheyrð íög til að yrkja undir. Jón var einn kær- komnastur gesta á heimili mínu og sýndi þá á sér enn i'leiri hliðar, sem ógleymanlegar verða. Kona Jóns var Lára Ólafsdóttir, hin mesta afbragðskona, hún- vetnsk að ætt og eignuðust þau fjögur mannvænle^ börn, sem öll eru á lífi. Það er flókið að reKja uppruna þeirra þátta, sem móta persónu hvers manns og jafnerfitt að dæma hvað mönnum er sjálfrátt og hvað ekki. Jóni á Hrafnkelsstöðum var gefin sú náðargáfa að vai-pa gleði og birtu inn í líf þeirra, sem nutu nærveru hans og lagði alúð við það. Oldruðum föður, eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Matthías Eggertsson. t Sem öfug hilling hvelfast fljótsins álar, þar himinninn 1 vatnslitum sig málar. Hér speglasl mér í kölduni hamráhyl, sú hæð, sem geymir andrúm minnar sálar. Hér finn ég himinselda breiða yl, um öll þau djúp, sem hjarta mitt á til. Þetta erindi úr kvæð eftir Ein- ar Benediktsson, finnst mér eiga vel við þegar minnzt er Jóns á Ilrafnkelsstöðum, sem varð bráð- kvaddur kvöldið 29. sept. s.l. Mér finnst ég sjá hann fyrir mér standa á hæð í landareign únni á Hrafn- kelsstöðum í Fljótsdal og sjá him- in og fjöll speglast í iljótinu, sem lognvært liggur við túnjaðarinn. Hugur hans reikar vítt, einkum þó til söngs og hljómlistar, jafnframt þörf til þess að búa til vísur og bragi, sem hann gerði af mikilli smekkvísi. Þessa bragi flutti hann á glöðum stundum í hópi sveitunga sinna og vina. Á slíkum stundum stjórnaði hann almennum söng, svo skörulega að fáir munu geta leikið eftir. Ég minnist aðalfunda- slita hjá Kaupfélagi Héraðsbúa s.l. 4 ár. Síðasta klukkutímann var tek ið upp léttara hjal. Menn spjöll- uðu saman og sungu á milli. Jón stjórnaði þeim söng og fékk alla með, minnugur þess orðtaks, sem segir. ,,Þar sem söngur ríkir, þar er ekki óvild“. Jón M. Kjerúlf var fyrst kosinn í stjórn K.H.B. 1966, en var þá í mörg ár búinn að vera annar end- urskoðandi félagsins. Árið 1967 er hann kosinn formaður stjórnar og var það til dauðadags. Á þessum árum kynntist ég Jóni og af þeim kynnum veit ég að hann sóttist ekki eftir þessu starfi. Hann tók við því af skyldurækni og félagsþroska. Hann var alinn þannig upp af ungmennafé- lagshreyfingunni, að taka á herðar sér störf, sem félagar hans Iögðu á hann vegna verðleika. Hann var einlægur í félagsskap, ságði ekki mikið um smámuni, en stóð traust an vörð um ákvarðanir, sem búið var að taka og gat þá verið hvass og þungi í hans málflutningi, enda rómsterkur. Jón var samvinnumaður í þess orðs fyllstu merkingu. Hann vildi greiða götu allra manna og láta gott af sér leiða í störfum sínum. Hann átti enga évildarmenn. en vini marga um allt Fljótsdalshér- að. Með þessum fáu orðum, vil ég þakka honum fyrir samstarfið við stjórnun á Kaupfélagi Héraðsbúa síðastliðin fjögur ár, í von um að sá andi, sem hann var búinn að skapa innan stjórnarinnar, haldi áfram að ríkja. Eftirlifandi konu hans, Láru Ól- afsdóttui’, börnum þeirra, svo og öldruðum föður, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þorsteinn Sveinsson. t „Jón á Hrafnkelsstöðum er dá- inn“. Orð í síma töluð festust mér svo i hug, að þau óma þar enn. Skammt var frá að ég hafði hitt Jón hressan og kátan að vanda. Andlátsfregnin kom því mjög ó- óvænt. En aðalástæðan til þess hve hún er mér hugföst, er sú, hve illa mér gengur að sætta mig við, að Jón sé horfinn okkur jarðvist- armönnum af vettvangi starfs og gamans. Jón Metusalemsson Kjerúlf var sonur Metusalems Jónssonar K Lr- úlfs, sem svo lengi sem minni mitt nær, hefur gert garðinn á Hrai'n- kelsstöðum frægan. Jón ólst upp í hinum fjölmenna systkinahópi á Hrafnkelsstöðum en fór árið 1931 í héraðsskólann á Laugum og dvaldist þar einn vet- ur. Þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Láru Ólafsdóttur úr Húnavatnssýslu, _og giftust þau árið 1935. Bjuggu þau fyrstu árin í sambýli við föður hans, en reistu síðar nýbýli á hluta úr jörðinni- Þau eignuðust fjögur börn, Ólaf, Metusalem, Sigfús Hauk og Guð- rúnu Margréti, sem öll 'eru á lífi, mesta myndar- og efnisfólk. Einlægur f élagshyggj umaðu r var Jón. Ungur mun hann hafa val- izt í íorystumannasveit ungmenna- féalgs sveitar sinnar, og jafnhliða þvi að trúnaðarstörf hlóðust á hann innan sveitar, varð hann fyrir vali í trúnaðarstörf fyrir Kaupfélag Hér aðsbúa. Á þann vettvang kom hann sem fuTltrúi sveitar sinnar á aðai- fundum. Þar vakti hans réttsýni og prúðmennska athygli. Endur- skoðandi kaupfélagsins var hann i mörg ár og þar til er hann var kjörinn í stjórn þess. Eftir árssetu í stjórninni var hann valinn fox*- maður hennar, og það var hann til dauðadags. Á starfs- og gleðifundum á veg- um Kaupfélags Héraðsbúa kynntist 10 ÍSLENDINGAÞÆTHR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.