Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Side 31

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Side 31
80 ÁRA: Bjðrg Þdrðardóttir í HEYDAL í grænum og grösugum dal er verður inn úr Mjóafirði við Djúp, Heydal, er til húsa á samnefndum bæ Björg Þórðardóttir, er áttræðis afmæli átti þann 28. júní síðastlið- inn. Dvelst hún þar í skjóli barna sinna þriggja er þar búa Sú kynslóð, er lifað hefur með öldinni eða rúmlega það, má muna tíma tvenna í ýmsum skilningi, ekki sízt þeir, er lifðu lífi sínu og háðu baráttu sína við óblið kjör og erfið, eins og hlutskipti margra varð til sveita og sjávar. Margir sterkir og heilsteyptir einstakling- ar tókust á við kjör sín, mótuð- ust af þeim og með þeim þrosk- uðust dyggðir og viðbrögð, sem nauðsynleg voru á erfiðum tímum eða við erfiðar aðstæðuSt Einn þessara einstaklinga er Björg. Hún veit gerla hvað það er að hafa lítið handa á milli og þurfa að bregðast við því með nýtni og sparsemi til hins ýtrasta, enda fékk hún þeirrar listar, að halda svo á hlutumum að mér er til efs, að öllu lengra verði þar komizt á braut nægjusemi og þrautseigju. Eink- um munu þó árin er hún og lífs- förunautur hennar Valdimar heit- inn Steinsson bjuggu í Vatnsfjarð- arseli hafa verið erfið, en þar bjuggu þau um þriggja áratuga slkeið. Var hvort tveggja, að börn- in voru umg og svo hitt, að jörð- in var ekki til stórra hluta, en það sem lengst dró hér, sem svo oft endranær var atorka og vinnusemi húsbænda. Björg hefur víða verið hér í sveit. Hún hafði á hendi störf inn- anhúss fyrir syni sína er faðir þeirra lézt, en þá tóku þeir við búi í Vatmsfjarðarseli, Hörgshlíð ©ftir 1949 og loks í Heydal eftir 1952 um mörg ár. Vinnudagur hennar er orðinn langur og mlklu starfi hefur hún skilað sem áttræð kona. Börnum ÍSLENDINGAÞÆTTIR sínum fjórum kom hún upp með mikilli prýði og eru þau öll bú- sett hér í sveit, atorku og dugn- aðarfólk. Hún gerði og gerir enn fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín, en heimtar ekki sífelldlega af öðrum. Við heimsóttum hana nokkrir sveitungar hennar á afmælinu til að samfagna henni með liðin ár og fyrstu skrefin inn í níunda tuginm. Áreiðanlega fylgja henni árnaðar- óskir okkar allra á þeirri göngu. sr. Baltlur Vilhjálmsson Vatnsnesi. Jakob Þorsteinsson Framhald af bls. 32. ugri forustu Jakobs Þorsteins- sonar. Trúlegt þykir mér, að traust okkar á honum hafi aldrei verið meira em einmitt á þe.isum tíma- mótum í lífi hans, og fer sannar- lega vel á því. Til gamans get ég þess, að á síðasta ársfundi lána- sjóðs okkar, báru nokkrir félagar fram tillögu um skipulagsbreyt- ingu, sem okkur flestum þótti frá- leit. Okkur stuðningsmönnum Ja- kobs var ekki < grunlaust um, að nú væri kominn „köttur í ból bjarnar". Við mættum því vel á fundinum, og sigur Jakobs varð ekki neinn „Pyrusarsigur“. Eftir þennan hressilega fund, gat hann sagt með sanni: Ég kom, ég sá, ég sigraði". Eitt er einkennandi fyrir Jakob Þorsteinsson og það er. hve hátt- vís hann er í málflutningi og deil- um. Hann óvirðir aldrei andstæð- ing í ræðum sínum. Harðasti and- stæðingur hans að kveldi getur orðið bezti vinur hans að morgni. Slíkir menn, sem starfa af drengskap og ræktarsemi, voru vel til þess fallnir að leysa erfið- an vanda. Eins og_ fyrr getur er Jakob kvæntur Ástu Þórðardóttur. Vin- ur minn, Haraldur Á. Sigurðsson, sagði eitt sinn, ,er hann flutti minni kvenna: „Frá þvi að konan var sköpuð í þennan heim úr rifi mannsins, hefur hún ætið staðið í rifrildi við mann sinn“ Því verð- ur auðvitað ekki mótmælt, að frú Ásta hefur sótt kyn sitt til Evu formóður, en skaplyndi hennar hefur hún ekki erft. Að Giljalandi 20 eru þau hjón búin að reisa sér nýtt hús, sem ber samhjálp þeirra og einhug fagurt vitni. Allir þeir mörgu gest ir, sem komu í þorraboð til þeirra á síðastliðnum vetri, sannfærðust um, að þar hefur hugur og hönd hjónanna beggja verið að verki. Vart mun betra heimilslíf að finna en einmitt hjá þeim. Á afriælisdaginn var Jakob á ferðalagi erlendis ásamt konu sinni. Ég rendi þeim kveðju okk- ar hjónanna í tilefni dagsins og segi að lokum: Til hamingju með hálfa öld! Ólafur Jónsson frá Skála. ti

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.