Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 16
Þórarinn Jóhannesson bóndi í Krossdal í Kelduhverfi Fæddur 29. október 1905 Dáinn 16. júlí 1970 Þórarinn lézt á sjúkrahúsinu á Húsavík 16. júlí s.l. 64 ára að aldri. Jarðarförin fór fram frá Garðs- kirkju laugardaginn 25 júlí að af- staðinni húskveðju heima i Kross- dal. Björn II. Jónsson, sóknarprest ur á Húsavík jarðsöng. Fjölmennt var við jarðarförina, fyrst og fremst úr heimasveit, en einnig úr nærsveitum, Suður-Þingeyjar- sýslu, Húsavík og víðar að. Hann var kunnur maður um báðar Þing- eyjarsýslur, meðal annars fyrir störf sín á vegum Sandgræðslu nkisins. Þórarinn Jóhannesson fæddist 29. október 1905 í Krossdal í Kilduhverfi. Foreldrar hans voru Jóhannes bóndi í Krossdal, Sæm- undsson frá Narfastaðaseli i Rtykjadal og Sigríður Þórarins- dóttir írá Víkingavatni, Björnsson- ar. Móðir Jóhannesar var Þórný Jónsdóttir, hreppsstjóra á Fjöllum í Kelduhverfi, Gottskálkssonar (GottsKáiksætt). Systrasynir voru þeir Björn Kristjánsson, fyrrver- andi alþm. og kaupíélagsstjóri á Kópaskeri og Þórarinn í Krossdal, og jafnskyldir. eða systkinasynir hann og Þórarinn heitinn Björns- son, skólameistari á Akureyri, svo að nefndir séu tveir landskunnir menn náskyldir Þórarni Jóhannes- syni í móðurætt. Langt er nú orðið síðan ég kynnt ist fyrst frænda mínum og jafn- aldra, Þórarni í Krossdal og æsku- heimili hans. Það var vorið 1915 sem ég fékk að fara með föður mínum heiman frá Efri-Hólum of- an í Kelduhverfi. Leyfði hann mér að vera eftir í Krossdal meðan hann fór til Húsavíkur og inn í Suður^Þiingeyjarsýslu. Þarna var ég í fjóra sólskinsdaga O'g var ieik- ið við mig á allar lundir. Heirnilis- fól'kið voru foreldrar Þórarins, systur hans tvær, Guðrún og Þór- (6 hildur, á aldrinum milli fermingar og tvítugs, Þórarinn á 10. ári, auk vinnuhjúa. Á heimilinu ríkti góð- vild og glaðværð. Við frændurnir skildum varla þessa daga. Þórar- inn gerði allt til að skemmta mér, fór með mér um land jarðarinnar og sýndi mér margt merkilegt. Við fengum að fara á bæi í sveitinni til að hitta frændfólk okkar, svo sem í Austurgörðum, Garði, Vík- ingavatni og fleiri bæjum og var alls staðar jafn vel tekið. Oft síðar á ævinni fékk ég að njóta gestrisni og glaðværðar frændfólksins í Krossdal og öðr- um bæjum í Kelduhverfi, en eng- ar þær heimsóknir eru mér þó eins minnisstæðar og dvölin þarna vorið 1915. Ekki hafði Þórarinn hug á mik- illi skólagöngu í æsku, þrátt fyrir góða greind og námshæfni. Stund- aði þó um tíma nám í héraðsskóla að Breiðumýri. Áhugi hans beind- ist mjög að veiðiskap og íþróttum. Hanit var snemma harðger og kappsamur og var á unga aldri einn bezti íþróttamaður í sýslunni. Mikið fékkst hann við hvers kon- ar veiðiskap um margra ára skeið. Foreldrar hans voru vel efnum búinr og var á orði haft að einka- sonurinn í Krossdal, eftirlæti for- eldra sinna og systra, hefði rýmri fjárhag og meira frelsi en' títt var um unglinga á þeim tíma. Efast var um að slikt vegarnesti hentaði sem bezt, þegar út i lífsbaráttuna kæmi. En þetta fór á aðra leið, sem síðar verður getið. Móður sína missti Þórarinn um fermingu og föður sinn tvítugur að aldri. Kom þá í hans hlut að tafca við jörð og búi. Litlu síðar kvæntist hann Guðnýju Þórarins- dóttur, bónda og skálds í Kílakoti í Kelduhverfi, Sveinssonar, vel gef inni myndar- og dugnaðarkonu. Bú skapinn hófu þau einmitt á þeim tíma, er kreppan svokallaða var að ganga í garð á íslandi og stóð yfir nærfellt 'í áratug. Mörgum bóndanum urðu þau ár þung í skauti. En þá kom í ljós, hvað í Þórarni bjó. Hann reyndist frábær dugnaðar- og atorkumaður að hverju sem gekk og lilifði sér hvergi. Á árunurn 1928 til 1938 eignuðust þau hjón- in 5 börn. En þrátt fyr- ir kreppuástand og þungt heim- ili voru gerðar miklar framkvæmd ir á jörðinni á þessum árum: Byggt vandað ibúðarhús, fjárhús með hlöðu og stópaukið við rækt- un. Einnig stofnsetti Þórarinn refa bú og stundaði silfurrefarækt um allmörg ár. Þá lagði hann stund á silungsrækt í samvinnu við ná- granna sinn, Þórarinn Haraldsson í Laufási. Árið 1947 sagði Erlingur Jó- hannsson, bóndi í Ásbyrgi lausu starfi sinu hjá Sandgræðslu ríkis- ins. Kom þáverandi saindgræðslu- stjóri, G'unnlaugur Kristmundsson, þá að máli við mig og óskaði eft- ir, að ég visaði sér á mann til að ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.