Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 20
Engmn les úr barnsaugum ævi þess alla, og svo fór hér sem oft- ar, að líkn er á næsta leiti þá þraut herjar að garði, — og svo til atvikaðist, að á Nauteyri bjuggu þá hin ágætu hjón María Kristjáns- dóttir og Halldór Hermannsson, og tóku þau hvítvoðunginn viku- gamlan til fósturs, og í höfuð fóstru sinnar var henni nafn gef- ið. Fluttist hún sem barn með þess- um fósturforeldrum að Bæjum á Snæfjallaströnd, — og þar æ víð- ain samgreri hún umhverfi sínu og æskustöðvum svo, að hvergi fannst Maríu hún heima eiga annars stað- ar upp frá því. Árið 1904 giftist María Sigurði Álafssyni frá Unaðsdal, en hann hafði þá átt heima í Bæjum mörg undanfarin ár. Sigurður fæddist í Tröð í Álftafirði, en fluttist með móður sinni Jónu Jónsdóttur að Unaðsdal, en hún hafði þá misst mann sinn Ólaf Kárason. —Hann drukknaði á Teið til ísafjarðar í kaupstaðarferð. Þau María og Sigurður settu sam an bú í Bæjum og bjuggu þar til ársins 1949 að einu ári undan- teknu, sem þau bjuggu að Hjöll- um í Skötufirði. Þau eignuðust 15 börn, — 3 dætur og 12 syni. Einn dreng misstu þau á öðru ári, — en hin komust öll til fullorðinsára. Hér er í stórum dráttum og fljótt yfir sögu farið — sögu sem hefur að geyma stórbrotið og við- burðaríkt æviskeið foreldra í út- kjálka sveit — barna þeirra og annarra er af þessu heimili höfðu reynslu og kynni. Slík saga ger- ist ekki að sjálfu sér og ekki án 'vökullar árvekni og frámuna dugn aðar og samheldni beggja hjóna. Sú saga verður ekki skráð nema að litlu marki í smækkaðri ófull- kominni mynd. — Þarf engum get um að því að leiða — að uppeldi og framfærzla barnahópsins stóra — ásamt forsjá aldraðrar móður Sigurðar er til hárrar elli átti hér sitt athvarf og ummönnun alla — svo og með öðru heimilisfólki, hef- ur oftast drjúgum þurft til fram- færslunnar — og það vissi ég réttn ast — bæði af eigin raun — og staðgóðri afspurn, að hér var ekki sultur í búi. Heyrði ég oft til þess tekið, hversu almættisverk það kallast mætti — hvernig úr rætt- ist á farsælan hát er að skyggði í efnum og ástæðum. Frá fyrstu árum íslandsbyggðar, hefur svo til gengið, að þá vel hef- ur árað, og vel aflazt, hefur hver og einn vel mátt lifa. Svo er það enn þann dag í dag, sem nærtæk- ust dæmi eru um. Sigurður var öt- ull aflamaður — og stundaði sjó frá unglingsaldri, sem hann hélt áfram með búskap sínum í Bæjum — og gerði lengi út bát — með Jóni bróður sínum, er Grænn hét. Þetta var tiltekin happafleyta, og á orði haft, hvað gjöfult hafið var þeim bræðrum. En aflinn kom ekki sjálfkrafa að landi þá frekar en nú, og það þurfti harðfengi og dugnað þá, á opnurn áraskipum að sigla um úfinn sæ til fanga, ekki síður en nú, þótt stærri sé far- kosturinn. Síðar réri svo Sigurður á skektu með sonum sínum, og átti þá útgerð einn. En það kom líka, og ekki síður en nú, bæði aflaleysi og árferðisbreyting sem gerbreytti allri aðstöðu til bjargar, bæði til sjós og lands. Og við þær aðstæð- ur reyndi á þol og þrótt til að halda uppi stórum barnahópi og heimilisfólki, en þar sem trú, ást og kærleikur ríkir í heimili, er eins og hitf allt komi á eftir. Það mætti halda, að umönnun og upp- eldi þessa stóra barnahóps og öll sú margvíslega umsýsla mætti teljast ærið nóg verk, en því sam- hliða, mátti svo heita, að heimili þetta væri ekki síður iðnfyrir- tæki eða verksmiðja. Því auk þess, að spinna, prjóna og sauma hverja einustu spjör á barnahópinn allan og heimilisfólk- ið. tók María að sér prjónaskap fyrir aðra í ótöldum mæli, og marg taldi hún að fátt eða ekkert hefði sér hjálpað meira, er mest var ómegðin, en ein lítil hringsokka- prjónavél, sem hún átti fjölda ára, er hún prjónaði þar ótölu grúa allrahanda flíka, bæði fyrir sig og aðra. En síðan fékk hún sér stærri og fullkomnari prjónavél. Það var ekki í þá daga hlaupið í búðina til að kaupa fatnað, heldur varð þar að bjargast við eigin framleiðslu. Það var líka alveg einsdæmi, og tiltekin afkastageta og vinnuþrek þessarar konu. Það var þá ekki heldur einungis heimilisstörf inn- anhúss, sem María þurfti að ann- ast, heldur þurfti hún einnig alla búsýslu aðra að sjá um og annast með hjálp barnanna, er á Tegg kom ust, þar sem maður hennar var ár- um saman fjarverandi heimili sínu við sjóróðra mikinn hluta árs, nema um háveturinn og heyskap- artímann á sumrin. Það var á orði haft, að engin ætti fleiri ferðir farnar um endi- langa Snæfjallaströnd en Sigurður, í ferðum sínum utan frá Berja- dalsá — yzt á Snæfjallaströnd — að færa búi sínu og barnahópnum stóra heima í Bæjum ótalda björg. Hann var þrekmaður með af- brigðum til ferðalaga, göngumaður mikill, og virtist ekki síður stíga síðustu sporin hverrar ferðar jafn létt þeim fyrstu. Er mér í minni hve erfitt var að fylgja honum eft- ir í ferðalögum á göngu, því hann virtist aldrei þreytast. Jafnframt þvi, sem María spann vaðmálsþráð og ívaf til vaðmáls- gerðar, auk alls prjónabands í nær föt, sokka og vettlinga, á sinn stóra barnahóp, og sem hún saumaði all an fatnað, jafnt spari og til slita, og oft karlmaninafatnað fyrir aðra, þá óf Sigurður árum saman allt vaðmál fyrir sitt heimili, en einn- ig fyrir alla hér í sveit og víðar, sem var ærin pjatla árlega, enda mátti fljótt greina þá í bæinn var komið, að hér var ekki setið auð- um höndum. — Þar glumdi við rokkhljóðið, prjónavélin og vef- stóllinn og oft hvorttveggja í einu. Það var aðdáunarvert hversu verk- in léku í höndum þessara hjóna, verMagnin var þeim svo í blóð borin, að stundum var líkast því að þau gerðust af sjálfu sér. Og þessi erfisgerða verklægni dó ekki út né lagðist í gröfina með þeim hjónum. Börn þeirra erfðu hana hvert og eitt einasta í svo ríkum mæli, að frábært má telja. Man ég vel frá bernsku minni smíðisgrip- ina, bátana, og annað af leikföng- um og nytjahlutum, sem af þeirra eigin hugkvæmni urðu til og léku í höndum þeii’ra barnanna, list- hneigðin og lagið í formi og sköp- un. Og til að fullnægja þrá sinni og þörf til þeirra verka, var oft- ast byrjunin að smíða sér fyrst verkfærin til að vinna með: hefla, sporjárn, rennibekk og annað fleira er til þurfti, því engin gjaíd- eyrir var í þeirra höndum til kaupa á þeim hlutum. Og það er ekki ofsagt, að synir þeirra hjóna væru fæddir smiðir, því þóbt þeir margir legðu fyrir sig iðnnám til framtíðarstarfa, höfðu þeir ekki þar í margt að Tæra, annað en afla sér lögmætra réttinda í starfi. Einn þeirra bræðra Sigurður Guð- mundur, og sá eTzti þeirra gerði þó sjómennsku að sínu ævi- starfi. Allir byrjuðu þó bræðurnir 20 ISLENDINGAÞÆYTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.