Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Síða 5
ir staríshæfni, sem leiddi til þess að honum var boðið til náms í Bandaríkjunum, þar sem liann íauk prófi í þeirri grein, ásamt loftsiglingafræði, með frábær- utn vitnisburði. Að því búnu tók hann fyrstur íslentinga við starfi yfirflugumsjónarmanns á Keflavík urflugvelli og gegndi því með stakri árvekni og óskeikulleik í sex ár. Hann var því óvenjulega vel undirbúinn, bæði að menntun og reynslu, þegar hann lauk atvinnu- flugmannsprófi og gerðist flugmað ur hjá Flugfélagi íslands árið 1955 og síðar flugstjóri árið 1957. Hann hélt órofa tryggð við fé- lag sitt til hinztu stundar, þótt hann ætti oftlega annarra kosta völ og ef til vill meiri og skjótari frama í alþjóðaflugi. En slíkt freist aði hans ekki og hann kaus held- ur að etja kappi við óblíð náttúru- öfl og erfiðar aðstæður á norður- slóðum. Hugstæðust er mér minningin um Bjarna úr glaðværum hópi fé- laga og skólabræðra. Þá undi hann jafnan vel hag sínum og lék á als oddi. Hann var þungamiðjan og tengiliðurinn í þeim félagsskap allt til hins síðasta. Við æskuheimili hans að Hólum við Kleppsveg eru tengdar ógleymanlegar minningar skólaáranna. Þar var akademískur ilmur úr jörð og andrúmsloftið mettað íslenzkri menningu eins og hún gerist bezt. fslenzk saga og ís- lenzk fræði skipuðu þar öndvegi, enda var Jens faðir hans gagn- menntaður bókamaður. Þetta um- hverfi setti svip sinn á persónu Bjarna Jenssonar. Hann vandist ungur á að umgangast gamlar bækur, enda gerðist hann snemma elskur að íslenzkum bókmenntu-m og sögufróðleik, og á gleðistund- um hafði hann jafnan slí'kt efni á hraðbergi bæði í bundnu máli og óbundnu. Bjarni var frábær íslenzkumað- ur, bjó yfir miklum orðaforða, sem hann hafði fullt vald á og var hon- um eðlilegur í munni. Tungutakið var léfct, lipurt og hnittið. Þegar hér við bættist óvenjulegt skop- skyn og meðfædd smekkvísi fór ekki hjá' því, að Bjarni væri frá- sagn-aa-maður umf-rma flesta menn. Frásög-n hans var oft á tiðum hrein li-st, ein'kum þegar hann sagði frá stórspau-gilegum atvikum. Hann stóð upp, lagðist ívið fram á við, íbyggið bros færðist yfir andlitið, augun tendr-uðust upp og leituðu birtunnar með-m hann sagði fr-á -með því orðavali. áherzlum og stíl, sem honum einum var la-ginn og aldrei brást.- Bjarni Jensson var hlédrægur maður og hégómalaus, ósérhlífin-n og óbifanlegur i skyldurækni og trúnaði við starf sitt og þá ábyrgð, sem á herðum hans hvíldi. Lífs- reglur ha-ns gerðu ekki ráð fyrir því, að tef-lt væri í tvísýnu til þess að stytta sér leið að settu marki. Hann var gjörhug-ull og rasaði aldrei um -ráð -frarn og þótt hann væri víðsýnn og enginn heimdragi, þá var ha-nn öðrum þræði íhalds- samur og vanafastur. Hann barst ekki á og lét sér fátt um finnast hvatvisa menn og framhleypna, og hreinan ímigust hafði Bjarni á hvers konar fordómum og s-krumi. Bjarni hafði frábærlega góða lund, og væri honum misboðið, kveinkaði han-n sér ekki og hafði fá orð um. Aldrei sá ég honum þrútna ofsareiði til nokkurs -manns. Hann var þó maður einarð- u-r í -skoðun-um og linkindarlaus, en leiddi hjá sér ómerkilegar ýfing ' ar og dæ-gurþras. Hann var einskis manns öfundarmaður og ágætur a-f sjálfum sér o-g guði sínum. Bjarni kvæntis-t árið 1958 hinni ágætu-stu konu, Halldóru Áskels- dóttur frá Laugum í Þingeyjar- sýslu, og lifir hún mann sinn ásamt þrem-ur elskulegum og ef-nilegum börnum, sem enn eru á unga aldri. Á heimili þeirra ríkti ástúð og gagnkvæm virðing, enda voru þau Bjarni og Halldóra hvort öðru sam boðin að gáfum og manndómi. Son inn íifir einnig ástrík móðir, Guð- rún Helgadóttir, -mikilhæf -kona og vel gerð. Hún var syni sinum allt í -senn, •móðir, vin-ur og bakhtari og var það óme-tanle-g gæfa okk- ar félaganna, að vinátta hennar og umhyggja náði einni-g til okkar á umbrotatímum æsku og þroska. Það er harmur og hugarkvöl í hu-gskoti þessara ástvina og fánýt orð fá þar engu um þokað. En það er læknisdómur fólginn í þeirri glaðbirtu, sem -umvefur og verpur ljóma á minningu hins góða dáð- milda, göfu-ga drengs. Hugur hans hefur nú á nýjan lieik hafizt til könnunar á ókunn- um óravíddum og enn er hann vel undirbúinn með það veganesti, sem dugar bezt, göfuga sál og gott hjarta. Blessuð sé minning hans. Stefán Hilmarsson. t Það eru stór skörð höggvin í raðir okkar flugliðanna þessa dag- ana. Fyrir skömmu fórst Ber-gur Eysteinn Pétursson flug- vélstjóri, og nú er Bjarni Jensson flugstjóri f-allinn i valinn. Það virðist óskiljanlegt. þegar -menn í blóma lífsins hverfa svo skyndilega af sjónarsviðinu og það er erfitl að sætta sig við, að þeir séu í einni svipan horfnir fjöl- skyld-um sínuin og vinum og, að starfskrafta þeirra njóti ekki leng- ur við, jafnvel þó að þeir hafi þegar skilað góðu lífsstarfi. Það er torskilið eins og óræður stjörnu- gei-murinn. Ég kynntist Bjarna Jenssyni fyrst árið 1954, er hann. sem yfir- máður flugumsjónardeildar FTug málastjórnarin-nar á Keflavíkur- flugvelli, hlutaðist til um, að’ég var ráðinn þar til starfa um eins árs sk-eið. Skömmu síðar réðst Bjarni sem flugmaður til Flug- félags íslands og þar lágu leiðir okkar aftur saman. Vegna vin- áttutengsla fjölskyldna okkar og starfs Bjarna fyrir Félag íslenzkra atvinnuflugmanna kynntumst við nánar. Bjarni var hógvær niaður, góðum gáfum gæddur, skemmti- lega fróður um ymsa hl-uti, bók- hneigður, söguhneigður og sérlega vel að sér um allt, er að flugi og flugmálum laut, enda var hann fenginn til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir stéttanfélag sitt, þa-r sem þek-kin-g hans kom að góðu gagni. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1945, hann hóf flugnám árið 1946, ÍSLENDINGAÞÆTTIR S

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.