Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 13
MINNING að hann hafi staðið framarlega í sinni iðngrein. Hann þótti ágætur smiður og var mikið sótt til hans elcki aðeins úr næsta nágrenni, heldur langtum víð-ar að. Ég tel víst til dæmis, að hann hafi ekki haft neina tölu á þeim skeifugöng- um, sem hann smíðaði um ævina, en alveg er víst að þeir hafa verið óhemjumargir líklega enn fleiri en Vatnsdalshólarnir, þótt óteljandi séu sagðir. Hann var hamhleypa við þessar smíðar. Ég man ekki glöggt, hvað hann sagðist venju- lega hafa verið lengi að smíða ganginn og járna hestinn, en mér tfannst það ótrúlega stutt. Ég hygg þvi að segja megi, að eins og Kristján var hlutgengur sem bóndi eins, og ef til vill ekki síður, hafi hann verið hlutgengur sem smið- ur, þrátt fyrir þessa tvískiptingu í störfum. Tvennt var það einkum, sem mér fannst einkenna Kristján í Hólum, framkomu hans alla og samskipti við aðra menn. Annars vegar var það óvenjumikið glað- lyndi, gamansemi og æðruleysi í öllum hlutum og hins vegar frá- bær bóngæði, hjálpsemi og fús- leikur að liðsinna öðrum og það alveg eins, þótt hans eigin störf og þarfir yrðu fyrir það að sitja á hakanum. Fyrstu kynni mín af honum voru þau, að er ég fór suð- ur í skóla í fyrsta sinn, fór ég á hesti ásamt fleira fólki til Borgar- ness. Var Kristján fylgdarmaður okkar og tók hestana til baka. Mun hann 'alloft hafa farið slíkar ferðir. í þetta sinn gerðist ekkert sögulegt, en ég fann samt, að gott og tryg.gilegt var að njóta fylgdar hans. Næst minnist ég hans á hrossamarkaði að Sveinsstöðum. Hann var þar að hjálpa ýmsum við járningu söiuhrossa og annað er með þurfti. Þar heyrði ég mark aðshaldarann, sem mun hafa verið Guðmundur Böðvarsson, sem víða íór um í því skyni, lýsa því í við- tali við mann þar, að Kristján í Hólum væri sá allra liðlegasti og greiðviknasti maður, sem hann hefði nofckru sinni kynnzt. Sjálf- sagt hefur hann áður notið fyrir- greiðslu hans og hjálpsemi o.g glöggt er gestsaugað. Eftir að ég var orðinn svo að segja nágrannl hans furðaði mig ekki á þessum vitnisburði. Þá var oft leitað til hans af mér og mínu heimili og sjaldan án árangurs. Það mátti heita föst venja, ef eitt- SIGRIÐUR Á samleið vorri hljóð við hrökk’Mm við er hinzta kallið sáran boðskap flytur. í þögn og spurn oss opnast æðra svið, þó okkur finnist stundin þung og bitur. Af dýpri skilning lýkst upp fegri leið, að litast um, að finna, sjá og skilja, að okkur vantar hlýjan hjartans seið með hjálp og samúð braut hins þjáða að yija. En Sigríður hún átti þennan eld, sem ástúð vekur dýpst í hjartans ranni. hvað fór aflaga eða bilaði, að leita til Kristjáns í Hólum. Því var fast- lega treyst, að hann mundi hjálpa, ef nokkur tök væru á og einnig að hann kynni ráð við flestu, sem laga þyrfti. Það var oft minnzt á það, að ekki vissi maður hvernig fara ætti að, ef Kristján væri ekki í nágrenninu. Og enda þótt við höf um ef til vill meira leitað til hans en ýmsir aðrir, sem meira voru sjálfbjarga, þá hygg ég, að margir hafi svipaða sögu að segja um hjálpsemi hans og greiðvikni. Hitt sem einkenndi Kristján svo mjög, var að sjaldan hitti maður svo á hann, að efcki væri hann í góðu skapi, tilbúinn að gera að gamni sínu og sjá alltaf einhverjar bjartar hliðar á hverju einu. Hann var þess vegna góður félagi, gest- risinn og skemmtilegur í allri u:m- gengni. Ekkert var fjær honum en að æðrast, þótt á móti blési og erf- itt væri fyrir fæti, enda úrræðagóð ur í hverjum vanda. Hann var mjög vinsæll af öllum sem kynnt- ust honum og munu margir minn- ast hans með hugheilu þakklæti fyrir störf hans í þeirra þágu fyrir greiðasemi hans og hjálpfýsi. Fyr- ir allmörgum árum hafði Kristján gefið Húnvetningafélaginu í Reykjavík einn hektara lands úr jörð sinni sunnan í hólunum, þar SÆLAND Heit og sterk þó komið væri kveld með kærleiksyl að hjálpa þjáðum manni. Að kveikja ljós og lýsa þeirra braut, sem líða mest við sorgir, slys og dauða. Hennar stefna í stormum iífs og þraut að standa alltaf með þeim , sjúka og snauða. Jf Hún skildi samfélagsins miklu mein, hve margir villast, hreppa slys og myrkur. Hve höndin lítið megnar ein og ein, sem nú er Þórdísarlundur með trjáreit og minnismerki. Sem vott þakfclætis, sendi félagið fagran blómvönd á kist.u hans við útför- ina. Kristján í Hólum eignaðist tvær dætur. Er önnur þeirra Kristín Sig urrós búsett í Hveragerði og á hún tvo syni. Hin er Margrét húsfreyja í Vatnsdaishólum, sem býr þar með tveim börnum sínum. Hafði hún lengi verið þar með föður sín- um, staðið fyrir búi hans og stutt hann í störfum er aldur færðist yfir hann og verið hans önnur hönd. Er hann hætti búskap tók hún við og mundi honum það kært, að afkomendur hans og ætt- ingjar fengju að njóta þess fagra staðar, sem hann hafði bundið bernskutryggð við og þar sem hann hafði átt heima alla ævina. Kristján hafði verið heilsuhraust ur um ævina. Aðeins síðasta tuginn tók hann að kenna þ'ess sjúfcleika, sem smá ágerðist og hél tók hann loks allan. Hafði haniv nú verið 5 ár á sjúkrahúsinu æ Blönduósi þrotinn að kröftum. Andaðist hann þar 3. þ.m. fullt nk, ræður að aldri og var jarðsettuí að Þingeyrum 10. sama mánaðar. Reykjavík 18. okt. 1970 Þorsteinn B. Gíslason frá Steinnesi. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.