Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 26
MINNINC Valdimar Sigurðsson eins og fleiri víkurnar þar vestra, þegar vélbátar'og frystihús kaup- staðanna náðu algerum yfirburð- um í aflabrögðum og fiskvinnslu. Július skyldi vel þessa þróun og sá að ekki var lífvænlegt á Grund- um, þegar svo var komið. Hann tók til ábúðar Efri-Tungu í sömu sveit og keypti þá jörð skömmu síðar. Þau hjón urðu að yfirgefa æskustöðvarnar, Kollsvíkina, en sveit sína yfirgáfu þau ekki. í Efri-Tungu bjó Júlíus svo til dauðadags og rak þar myndarleg- an búskap. Túnið stækkaði hann mikið, jók við byggingar, sem voru þó sæmilegar fyrir en merkasta framkvæmdin hefur þó sennilega verið, er þeir bændur í Efri- og Neðri-Tungu sameinuðust um að virkja Tunguá til rafmagnsfram- leiðslu fyrir bæði heimilin. Sú framkvæmd hefur aukið mjög gildi beggja þessara jarða og veitt fóikinu þau bægindi og fjárhags- legan hagnað, sem margir hafa lengi beðið eftir í sveitum þessa lands. Þau Dagbjört og Júlíus eignuð- ust fimm börn, 4 syni og eina dóttur. Eru þau öll löngu uppkom- in. Tveir synir þeirra eru enn í föðurgarði. þótt annar þeirra hafi stanfsvið sitt að miklu leyti utan heimilis. Þeir hafa því orðið heilsu veilum föður sínum mikils virði, og líkt má segja um einkadóttur- ina. þótt hún hafi nú um skeið stundað hjúkrunar- og ljósmóður- störf í næsta byggðarlagi. Júlíus í Tungu bar flest beztu einkenni aldamótamannanna. Auk áhuga hans á ungmennafélags- hreyfingunni á fyrstu áratúgum þessara aldar, var hann einlægur samvinnumaður og vann samvinnu hrevfingunni það gagn er hann mátti. Hann naut mikils trausts sveitunga sinna og gegndi vmsum trúnaðarstörfum í byggðarlagi sínu. örlygshöfn. þessi litla en blóm- lega bvggð, hefur misst mikið við fráfall Júlíusar í Tungu. En að sjálf sögðu er missirinn sárastur konu hans og börnum, sem nú eiga óskipta samúð okkar sveitnnganna allra. Sigurvin Einarsson. t Þeim fækkar nú óðum ofan moldar bændunum sem byggðu Breiðafjarðareyjar. Síðastur gekk til feðra sinna, Valdimar Sigurðsson síðasti bóndinn í Rúfeyjum. Hann andaðist hér í Reykjavík 26. sept- ember s.l. nokkuð við aldur og þrotinn að heilsu. Valdimar bjó í Rúfeyjum frá 1928—1944, ef ég man rétt. Það var löng Io-ta á þeim harðbýlu hólmum, og verður lí'klega síðasta búskaparskeiðið sem þar verður þreytt um sinn/ Valdimar hafði verið eyjamaður frá 1912, að harnn fluttist með for- eldrum sínum frá Gunnsteinskletti í Gufudalssveit út í Skáleyjar. En hann fæddist í Ögursókn við ísa- fjarðardjúp 25. júní 1890. Voru foreldrar hans, Helga Þórðardótt- ir ljósmóðir og Sigurður Óli Sig- urðsson sjómaður. Sigurður mun hafa verið ísfirðingur að ætt. Hann var þýður maður i viðmóti, ræð- inn, skemmtinn og dável hagmælt ur. Ilelga var komin af traustum bændaættum í Gufudalssveit. Henni heppnuðust Ijósmóðurstörf í lélegum húsakynnum við frum- stæð S'kilyrði á allan hátt, hverri konu betur. Var hún mjög rómuð af þeim störfum. . Valdimar átti þvi til góðra að telja. Árið 1924 kvæntist Valdimar Ingigerði Sigurbrandsdóttur frá Skáleyjum. Næstu árin munu þau hjón hafa verið í húsmennsku í Svefneyium og ef til vill víðar. En hófu síðan búskap í Rúfeyjum og bjuggu þar, sem að framan grein- ir. Þegar þau fluttu úr eyjunum höfðu þau eignazt 14 börn. Eitt dó í æsku. Hin ólust upp hjá foreldr- um sínum. Og nú slitu hjónin sinni sambúð og fjölskyldan dreyfð ist. Litlu seinna fór Valdimai til Reykjavíkur og kynntist þar seinni könu sinni, Lilju Sigurlinu Guð- mundsdóttur ættaðri úr Mýrasvslu og átti heima hér eftir það. Þau eignuðust 4 börn sem öll eru _á lífi Valdimar varð því 18 barna- faðir. Afkomendur hans skipta nú nokkrum tugum. Þetta er ytraborðið á ævisögu Valdimars Sigurðssonar. en segir þó furðu litið urn manninn. Saga hans verður engan veginn rakin í örfáum minningarorðum. Frá því að Valdimar Sigurðsson leit Breiðafjörð fyrsta sinn ungur að árum, var hann Breiðfirðingur í húð og hár. Fjörðurinn heiílaði hann, einkum eyjarnar. Þær voru hans vettvangur og draumalönd upp frá því. Mun óhætt að full- yrða, að hvergi annars staðar vildi hann vera né kunni betur við sig. Hann varð með árunum einn rót- grónasti eyjamaður sem ég hef haft kynni af. Þó mun búskapurinn i Rúfeyj- um löngum hafa verið honum ó- hægur, eða svo sýndist þeim sem úr fjárska litu á hann Evjarnar eru lítf til auðsöfnunar fallnar. Húsakynnin voru hrörleg, bústofn inn lítill. Og það sem verra var, flæðiskerin við eyjarnar tóku ó- 26 ISLENDINGAÞÆrrlR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.