Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 24
JON BENEDIKTSSON Fæddur 6. júní 1895 Dáinn 2. marz 1970 „Ómar af lögum og brot úr brögum, bergmál frá ævinnar liönu dögum, af hljómgrunni hugans vaknar“. E. Ben. Oft verður það svo, þegar mað- ur heyrir andlátsfregn góðs vinar, að ótal minningar þrengja sér frarn i hugann og lýsa þá upp atvik og atburði liðinna ára. Þannig er og svo, þegar ég leiði hugann að ævi og starfi vinar míns. Jóns á Torfustöðum. Jón Benediktsson fæddist að Neðri- Torfustöðum í Miðfirði, 6. júní 1895, og var hanm því næstum 75 ára, er hann lézt í marz s.l. Hann var elztur af sex systkin- um. Á unga aldri misstu þau syst- kin föður sinn. Kom það því i hlut Jóns, elzta sonarins, að vera for- sjá heimilisins við hlið móður simn ar. og var svo alla tíð síðan, með- an hún fékkst við búskap. Efni voru framan af fremur lítil og ómegð þung, meðan börnin voru að vaxa, en heimilið var friðsælt, alúð og nægjusemi hélt hópnum , saman. Eftir að börnin voru öll uppkom in og höfðu stofnað sín eigin heim ili bjó Jón enn í nokkur ár með móður sinni á Torfustöðum, unz hún, farin að heilsu og kröftum, dvaldist síðustu æviár sín hiá dætr um sínum en hún andaðist fyrir nokkrum árum á heimili Ingibjarg ar dóttur sínnar. að Ytrivöllum, fórnfús og mæt kona, en þreytt eftir langt dagsverk. Einnig eru nú fjögur af börnum hennar látin, þau Jóhann, Björn. Ingibjörg og Jón, en eftir lifandi eru aðeins tvö, þau Steindór og Guðrún ÖIT voru þessi systkin vel gefin og mikið mannkosta fólk, svo sem þau áttu kyn til. TORFUSTÖÐUM Eftir að Jón var orðinn einn á Torfustöðum og móðir hans gat eigi að staðið lengur, dvaldist hann löngum á Ytrivöllum hjá Ingi- björgu, systur sinni, meðan henn- ar naut við, en hún andaðist 1965. Var honum nokkurt áfall að sjá á bak systur sinni, því alla tíð var hlýtt kærleiksþel á milli þeirra, enda voru þau mestan hluta æv- innar samvistum. lík að eðlisfari og áttu því margt sameiginlegt. Löngum var Jón fremur heilsu- veill, en þrátt fyrir það, var hann alla jafna lét.tur í lund og glaður í viðmóti. Vanstillingar- eða æðru- orð lét hann aldrei frá sér lieyrast. Hann var verkhagur og umtalsgóð ur hógvær maður. Mér er það sérstaklega minnis- stætt, hve gott var ávallt að heim- sækja hann, hve mikil gestrisni og alúð var öllum sýnd á heimili hans, hve lund hans var jafnan falslaus og hrein og viðmótið hlýtt. í viðmæli bjó hann oft yfir góð- látlegri kímni og léttum gamansvör um, þó hygg ég, að sumum hafi ef til vill fundizt hann dulur og fáskiptinn, en samt sem áður var hann í eðli sínu gleðimaður. í góðra vina hópi var hann hrók ur alls fagnaðar, því sönggleðin var honum í blóð borin. sem og öllum þeim systkinum, enda var hann söngmaður góður og löngum styrk stoð í söngfélagi Karlakórs Miðfirðinga, sem í mörg ár hélt uppi söng- og félagslífi til menn- ingar- og gleðiauka fyrir byggðar- lagið. Annað var það, sem var sterkur eðlisþáttur og átti rík ítök í skap- höfn Jóns, en það var meðferð, umhirða og umsýslan við hesta, enda var hann talinn góður hesta- rnaður og einkar hugleikið að gera úr göldum fola góðan gæðing. Það var því engin tilviljun, er hann sást á ferð, að þá var hann alla jafna með fallega gæðinga í för. Hygg ég, að í því samfélagi hafi hann á stundum fundið gleggstan skyldleika við lífsvilja sinn og sæt astan lífdrykk. Við hann hefði vel átt ljóð Ein- ars Benediktssonar: „Maður og hestur þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug.' Þar finnst, hvernig æðum alls fjörs er veitt úr farvegi einum, frá sömu taug. Þeir eru báðir með eilífum sálum, þó andann þeir lofi á tveimur málum“. Þegar ég nú lít til baka um svið liðinna ára og hugsa um þennan góða dreng, sem hefur lokið sinni vegferð. finn ég svo ljóst til þess, hve ég persónulega á margar hug- 24 ISLENOINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.