Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 7
þennan ágætismamn munum Ýið minnast hans með miklum éöknuði. Minnast mannkosta hans Íra, vinfesti, trygglyndis og érhlífni sem orsakaði það að í kar hópi verður hans alltaf ominnzt sem manms heiðríkjunnar. Megi 'góður Guð leggja konu hans, börnum og öðrum aðstand- endum iíkn með raun. Nobkrir vinir og samstarfsmenn hjá Flugfélagi íslands. f Við skammsýnar mannverur eigum oft erfitt með að átta okk- ur á rökum tilverunnar, eða sætta okkur við þá atburði, sem okkur eru ógeðþekkir. Og þótt við séum þess ekki megnug að koma í veg fyrir þá atburði, sem hafa gerzt, finnst okkur samt erfitt að viður- fcenna þá sem augljósa staðreynd. 'Kannski er þetta vegna þess að von ir okkar, óskir og þrár hafa mót- azt í ósamræmi við hina raunveru- legu tilveru okkar. Það er kannski vegna þessa sem við að öllum jafnaði erum dkki Undir það búin, að óhamingja og sorgin sæki okkur heim. En þó er það svo, að hinir óraunsönnu draumar okkar vonir og þrár eftir betra og fegurra lífi, gefa tilveru okkar m.a. það gildi að lífinu sé lifað. Þegar „maðurinn með ljáinn“ heggur skarð í hóp ástvina okkar, feemur það okkur oft að óvörum og er í ósamræmi við okkar eigin vilja. Svo miklu ósamræmi að við eigum bágt með að trúa eigin augum, og sætta okkur við orðinn hlut Þess vegna setur mann hljóðan og finnst næstum óviðeigandi að hafa orð um slíka atburði, því að í fylgsnum hugans verða til þær til- finningar, sem engin orð megna að lýsa. Þannig held ég að fréttin um hið sviplega fráfall Eysteins Pét- orssonar hafi orkað á okkur öll, sem þekktum hann. Allt, sem honum var ósjálfrátt, vit, karlmennska og óvenjuleg iglæsimennska var honum vel gef- ið. En við sem þekktum hann vissum lika að hann var ríkulega búinn þeim kostum, sem náttúran ein úthlutar ekki. Við vissum að bann bjó yfir fleiri og stærri áunn- u,fl eiginleikum og hæfileikum en fiestir aðrir menn. Honum hafði tekizt að temja svo vel stóra skapgerð, að hann var hjálpfúsari, ljúfari í um- gengni, iítillátari, sanngjarnari og hjartahlýrri en aðrir menn. Að móta svo hræsnislaust geð sitt og framkomu er aðeins á þeirra færi sem gnæfa yfir fjöldann í mann- kostalegu tilliti. Það þarf líka mikla persónu- lega hæfileika til að heyja harða lífsbaráttu með góðum árangri, en vera þó jafnam ávallt hinn heið- arlegi drengskapar maður, sem öll um viU gott gera, og neytir aldrei yfirburða sinna á kostnað annarra í, að stundum, tvísýnum leik. En slíkur var Eysteinn. Við lifum í dag í heimi þar sem fyrsta „boðorðið“ er að „hver sé sjálfum sér næstur“ , í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Eg þekki fáa menn sem rækilegar og oftar hafa brotið þetta ómannúðlega „boðorð“ með lífi sínu og um- gengni við 'meðbræðurna. Hjart- anleg gleði hans yfir að geta rétt þeim hjálparhönd, sem hann vissi að þurftu á því að halda. var fölskvalaus og hrein og sá aldrei til launa. Hún var sprottin af þeirri frjóu lífsnautn að láta gott af sér leiða, og sjá aðra gleðjast. Nærgætni hans við aldraða móður, eiginkonu og börnin var einstæð og sannarlega eftirbreytniverð. Al- úðleg framkoma hans við alla sem hann umgekkst vakti virðingu og traust. Um leið og við minnumst þessa látna vinar, leitar hugurinn til 'litlu barnanna hans 5, sem nú liggja öll slórslösuð á Borgar- sjúkrahúsinu. Við hugsum til aldr- aðar móður hans, sem með ein- stæðum hetjuskap hefur staðið af sér marga og sára hamia og mót- læti. Við hugsum tu feþpimnar hans ljúfu og góðu, sem Iffljlí vaí' hinn ástríki förunautiir o| Mla^í, en verður nú að axla ofúrmann- ilega byrði. Og hugurinn leitar í samúð til systkinanna 6, sem sjá á bak sínum góða bróður. Þegar ástvinir og aðrir sem þekktu Eystein heitinn minnast lians, er eðlilegt og sorgin og sökn- uðurinn fylli hug þeirra. En ofar allri sorg og harmi er b.jarmi ham- ingjunnar og gleðinnar yfir því að hafa notið samvista við góðan dreng. Þess vegna eru þessar fátæk- legu línur ekki kveðjuorð til hins ■ látna vinar. Minningin um hann gerir hann að kærum förunauti á leiðarenda. Á meðan haustið svæfði sérhvert blóm, og sumargestir þöglir hurfu á braut. Þú Ijúfi vinur lokað hefur brá, og leitað hvíldar fjarri dagsins þraut. Og þú, sem hefur átt þér ósk og þrá, unir vært í firð hins mikla glaums. Sofðu vinur sælt í djúpri ró, sofðu og njóttu hins fagra, ljúfa draums. Magnús .1. Jóhannsson. f Mér fannst eins og yfir mig hvolfdist myrkur sorgar og sakn- aðar. er einn af vinum okkar Ey- steins, og nábúi okkar í Kópa- voginum, kom til mín að áliðnum degi. síðastliðinn sunnudag, og sagði mér að Eysteinn væri dáin>n. Það var slys, bílslys, sagði hann. Mig setti hljóðan við þessa harma- fregn um þennan góða mann. Þessi dugmikli, ötuli, og einn hi>nn bezti og öruggasti starfs- maður í hópi ok'kar flugvirkja, var horfinn. Fyrir aðeins örfáum klu'kku- stundum þennan haustfagra sunnudag hafði hann ekið niður stíginn, þar sem við stóðum tveir félagar hans úti í veðurblíðunni og ræddumst við. Hann veifaði og kallaði til okkar kveðjuorðum og við kölluðum á móti. „Góða ferð, Eysteinn minn.“ Hann ók brosandi framhjá með ÍSLENDINGAÞÆTTIR 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.