Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Síða 32

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Síða 32
FIMMTIU ARA Jakob Þorsteinsson, bifreiðarstjóri Eitt sinn var mér sagt, að það nafi verið draumur manns nokk- urs að verða snjall ræðumaður. Hann knúði á náðardyr ræðuskör- ungs í þeirri von, að ósk hans mætti rætast. Heilræðið, sem hann fék'k, var á þessa leið: „Til þess að vera góður ræðu- maður þarftu að hafa eitthvað til að tala um!“ í dag snýst draumur óskhyggju- mannsins við. Það vantar nefni- lega ekki efniviðinn í þetta afmæl- israbb, heldur skortir hæfileika til að færa það þannig i letur, að afmælisbarninu verði til sæmdar og lesendum létt til aflestrar. Jakob Þorsteinsson, Giljalandi 20 fæddist að Geithömrum í Svína- dal, 'Austur-Húnavatnssýslu, 14. október 1920. Hann er kvæntur Ástu Þórðardóttur, sem fædd er að Yzta-Gili í Langadal. Þau eiga fjögur börn, sem öll eru vel á vegi stödd til manndóms og þroska. Jakob dvelur í sveit sinni við þau margþættu og erfiðu störf, sem tíðkuðust í þá daga, unz hann flyzt búferlum suður 28 ára gam- aÚ. Segja má, að þar hafi bænda- stéttin misst góðan starfskraft á mölina. En um hann mætti segja, að hann skorti hvorki vit eða vilja, vöðvastyrk né sálarþrótt En Jakob á enn ramma taug til föðurtúna, og sem dæmi um það má nefna, að árlega fara þau hjónin í Auð- kúluréttir, fyrst og fremst til að leysa úr læðingi eldmóð æsku sinnar. En hvað um það. Jakob Þor- steinsson flytur til Reykjavíkur og hefur akstur í Bifreiðastöð Reykjavíkur árið 1948. Þá bifreiða stöð þarf varla að kynna. En geta má þess, að það mun hafa verið stolt stofnenda hennar og starfs- manna, að þar væru Rangæingar í algerum meirihluta. Þurfti þá hvorki Gunnar né Njál. Á styrj- aldarárunum blómgaðist atvinna og efnahagur á íslandi og þar af leiðandi einnig á B.S.R. Haustið 1941 voru þar aðeins 17 leigubíl- ar, en nú eru þeir orðnir 145. Við aukningu leigubíla á stöðinni, halda Húnvetningar innreið sína þangað. Það leyndi sér ekfci, að þar voru karlar á ferð, sem ekfci höfðu kastað út síðasta mörsiðr- inu. Var ekki laust við, að norð- angustur færi um stolt okkar Rangæinga. En á þessari ágætu bifreiðastöð hefur jafnan rikt andi friðar og samlyndis, og þess vegna bundust norðangusturinn og rang- æska stoltið samtökum um efl- ingu félagslífs og bætt lífskjör. Þegar ég hóf akstur á B.S.R. haustið 1941, veitti ég því strax eftirtekt, hve félagslíf var þar gott. Þá þótti nægja að halda tvo dansleifci á ári. Ég man, að þegar dansleikur var auglýstur, var „Stóridómur“ birtur um leið, að hver sá sem gerði uppsteit eða braut hinar hefðbundnu reglur um háttvísi, mundi ekki framar fá inngöngu á dansleiki B.S.R. Eitt sinn gerðist það, að „Stóri- dómur“ var kveðinn upp og hon- um framfylgt. Ég vildi gerast sátta maður í málinu og gerði safcborn- ing þess vegna að heiðursgesti mínum með fullri ábyrgð á næsta dansleik. En þá brá svo við, að dyravörðurinm tilkynnti mér, að fyrst ég væri í svo mifclu vin- fengi við þennan félaga okkar, þá skyldi ég góðfúslega fylgja hon- um heim til hans! Sakargiftin var þó ekfci önnur en sú, að þessi fé- lagi hafði .gerzt í meira en í með- allagi málskrúðugur, þegar Bakk- us konungur bauð honum upp í táradans. Brátt tóku norðanmenn að ger- ast ötulir í félagslífi á B.S.R., og var Jakob Þorsteinsson þar fremst ur í flokki, enda vel til forustu fallinn. Sýndist mér hann hafa hugsað eitthvað á þessa leið: Hér er verk að vinna, og nú skal haf- izt handa þegar í stað. Félagslíf jókst stórlega í formennskutíð hans. Ein samfcoma var haldin í mánuði hverjum frá veturnóttum til vordægurs og ein sameiginleg sumarferð að auki. „Stóridómur“ var afnuminn, og þurfti efcfci fram ar til hans að hugsa, enda mun vart finnast samstilltari hópur á gleðistund en starfsfólkið á Bif- reiðastöð Reykjavíkur. Með starfi sínu á B.S.R. gerðist Jakob Þorsteinsson umsvifamikill í kjaramálum bifreiðastjóra al- mennt. Ekki leið á löngu, þar til honum voru falin trúnaðarstörf í stéttarfélaginu „Frama“. Fullyrði ég, að hann hafi verið dugmesti samstarfsmaður Bergsteins Guð- jónssonar, formanns félagsins, en þann mann er óþarft að kynna. Hið síðasta og jafnframt hug stæðasta, sem mig langar til að segja hér um vin minn, Jakob Þorsteinsson, er hlutdeild hans í stofnun lánasjóðs bifreiðastjór- anna á B.S.R. Hann gerir bifreiða stjórunum kleift að endurnýja bíla sína, áður en viðhaldskostnaður verður þeim óbærilegur. Þessi sjóð ur hefur verið starfræktur með svo miklum myndarbrag undir forystu Jakobs Þorsteinssonar, að langskólagengnir menn mættu vera hreyknir af. Nú vitum við bif- reiðastjórarnir, hvernig hagur okkar stendur í raun og veru hverju sinni, og það eigum við fyrst og fremst að þafcfca trúverð- Framhald á bls. 31. 32 ISLENDINGAÞÆTTIB

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.