Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 6
er gott að minnast — hann lifir
þót't deyi, því „Deyr fé deyja
frændur-deyr sjálfr et sama — en
orstírr-deyr aldrei — hveims sér
góðan getr“.
Vertu sæll, kæri vinur — guð
blessi þig og varðveiti.
Ástvinum Björns votta ég
dýpstu samúð.
Bragi Gunnlaugsson.
t
Helfregn barst
á helgum jólum
fölnar stjörnublik
finnst oss rökkva.
Hafin er för
um heiðar víddir
eilífðardjúps
til æðri þroska.
Farðu vel frændi
fylgja þér á leið
alúðarkveðjur
og einlæk þökk.
Munum þig og syrgjum
en minnumst um leið
að ekki er líf
nema lifað sé.
A.
t
Kveðja frá Flúðum.
Sem fífill í túni fagur upp rann
frækinn og hugprúður drengur.
Traustur og vinsæll halur varð
hann
en hörpunnar brostinn er
strengur.
Brostinn er strengur í brjóstum
vina þinna
Björn Hallsson farinn til æðri
heimkynna.
Efalaust ætlað eitthvert verk að
vinna,
við komum seinna allir þig að
finna.
Hvar sem aö liggja þín ljúfu
gengnu spor,
leitar á minning um æskumanns
ins vor.
Þú sem að áttir æsku, afl og
þor,
ekki fékkst lengur að dvelja
meðal vor.
Þú varst sem gelsli Guði frá oss
sendur
MINNING
VALDEMAR PÁLSSON
V
Fæddur 11. júní 1889.
Dáinn 21. des. 1970.
Eyfirðingar unna sveitinni sinni
og finnst hún fögur. Hún er þeim
líka eins og mjúkhent móðir.
Sveitin er mislangir dalir, hver
með sínu nafni, sem skerast inn í
hálendið frá botni Eyjafjarðar til
suðurs og frá vesturströndinni til
suðvesturs, er einu nafni nefnd
Eyjafjörður og íbúarnir Eyfirðing-
ar. í dölunum er fremur þröngt
milli fjalla, en allir eru þeir með
bros á vör og bjarma í auga. Ekki
geta þeir státað af skógiklæddum
fjallahlíðum né fjallháum fossum.
Eyfirðingar eiga ekkert eldhraun
né eyðisanda. Þar gerast ekki váleg
ar náttúruhamfarir, viðlíka og víða
annars staðar á landinu. Sjávar-
ströndin er vinsamleg og hóglát.
Sjórinn í Eyjáfirðinum er sjaldan
stórlega úfinn. Öldurnar, sem
úthafið veltir inn í fjarðar-
minnið, verða æ stuttstígari,
sem innar dregur í fjörð-
inn og læðast loks hljóð-
lega upp að fjörusteinunum og
kitla þá mjúklega undir kverkinni,
eins og glettin ungmey, sem er að
vekja unnusta sinn. Sveitin er
greiðlega fóru verk um þínar
hendur.
Ættarjörð unnir öðru framar
hér
óskabarn þeirra, sem að kynnt-
ust þér.
Drjúpir nú höfði Héraðsbyggðin
breiða
beizk ríkir sorg frá yztu nöf til
heiða.
Blessuð sé minning þín um eilíf
ár,
ástvina þinna, drottinn þerri tár.
Minning um þig geymum mæra
mæta drenginn, prúða kæra.
Vertu sæll vinur kær,
verði þér Guðsenglar nær.
B.G.
aldrei stóráfellasöm, og lætur lítið
yfir sér, en á sína dáðadrauma í
huldum barmi. Stundum hefir ver-
ið talið að fólkið, sem fætt er og
uppalið í sveitinni, dragi veruleg-
an dám af henni. Þeir hafa leit-
azt við að greiða henni fósturlaun-
in í mikilli ræktun og húsabótum.
Eyfirðingar hafa yfirleitt verið
taldir fremur hlédrægir og litlir á
lofti. Þeir hafa ekki stært sig af
neinum afrekum áa sinna, né öðr-
um ágætum. Allt slíkt hafa þeir
látið liggja í láginni. Þó eru fædd
í Eyjafirði þrjú öndvegisskáld þjóð
arinnar, Jónas, Hannes og Davíð.
Samt er ekki til eftir þá neitt há-
stemmt lofkvæði um eyfirzku sveit
ina í heild. En meðfædd eyfirzk-
hlédrægni gat ekki aftrað Matthí*
asi frá að segja: Eyjafjörður
finnst oss er, fegurst byggð á landi
hér“, af því að hann var aðkomu-
maður, hrifnæmur og opin-
skár. Efasamt er hvort nokk-
uð heimaalið eyfirzkt skáld
hefði bórið þá e inurð i
brjósti ða setja fram svp
hæpna fullyrðingu gagnvart öðr-
um sveitum þessa lands. Hitt er
svo annaö mál, hvað Eyfirðingum
hefir sjálfum fundizt um þessa lýs-
ingu á sveitinni þeirra. Ég hygg,
að þeim hafi þótt vænt um hana
frá munni og hjarta skáldjöfursins
og samþykkt hana á sinn hljóðláta
hátt
Þó ekki hafi verið skráðar nein-
ar hetjusögur um síðari tíma Ey-
firðinga, er það ekki vegna þess
að eKki hafi verið til menn í hér-
aðinu sem verðir hafi verið þess
að þeirra væri minnzt, heldur
vegna hins að hlédrægni þeirra
sjálfra hefir öllu öðru fremur
hindrað að umsögn um þá birtist
opinberlega í sviðsljósi samtíðar-
innar.
Einn af þessum mætu Eyfirðing-
um var Valdemar Pálsson, fyrrver-
andi hreppstjóri á Möðruvöllum í
Eyjafirði. Hér verður aðeins leitazt
við að birta stutt ágrip af æviferli
hans og athöfnum á nokkuð langri
ævileið.
6
ÍSLENDINGAÞÆTTIR