Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 21
Oddný Elín VIgfúsdóttir
frá Snæhvammi
sinni Margréti Magnúsdóttur. Var
hún einnig fósturbarn þeirra
Hraunkotshjóna, e'ða öllu heldur
Helgu Þórðardóttur. Áttu þau fall-
egt heimili, fyrst í Hraunkoti, en
síðar á Herjólfsgötu 12. Börn áttu
þau engin, en fósturson, Guðmund
Guðmundsson, sem kom til þeirra
6 mánaða gamall, og naut ástríkis
þeirra í ríkum mæli. Hann er vél-
gæzlumaður hjá Bæjarútgerð Hafn
arfjarðar. Kvæntur er hann Matt-
hildi Matthíasdóttur, og eiga þau
einn son 12 ára, sem her nafn afa
síns.
Guðlaugur var mikill mannvin-
ur. Hann hafði vanizt því i æsku
að gera þeim gott, sem að gar’ði
ba|, hver sem í hlut átti, og þetta
hugarþel fylgdi honum jafnan. Sér
staka umönnun bar hann fyrir
þeim, sem voru minnimáttar.
Mjímu ýmsir hafa átt skjól og at-
hvarf hjá honum, sem ekki gengu
héilir til skógar, eða voru á ein-
livern hátt utanveltu í þjóðfélag-
inu.
Hann var líka mikill dýravinur
og mjög nærfærinn við rnenn og
málleysingja. Honum var einkar
sýnt um að búa um sár eða meiðsli,
hvort sem barn eða ferfættur vin-
ur átti hlut að máli, og mörg und
in greri við hans mjúku hendur,
natni hans við sjúka var einstök.
Skapgerð Guðlaugs var sterk og
traust. Hann lét lítið yfir sér, en
var fastur fyrir, glaður og skemmti
legur í vina hóp, og betri vinnu-
félaga mun varla unnt að fá. Ilann
hallmælti aldrei neinum og sá allt
af eitthvað gott á hverju máli.
Guðlaugur var mikill trúmaður.
Trú hans var einlæg og sterk og
veitti honum mikla sálarró og and
legt þrek. Hann var í Sálarrann-
sóknarfélaginu, og var sá félags-
skapur honum einkar kær. Hann
sagðist ekki kvíða umskiptunum,
þegar þau bæri að hendi. Þau urðu
sneggri en vini hans grunaði, en
mér finnst, að hann hafi getað gert
þessi orð Einars H. Kvarans að sín
úm:
„Þín náðin, drottinn, nóg mér
er,
þvi nýja veröld gafst þú mér.
Þótt jarðnesk gæfa glatist öll,
ég glaður horfi á lífsins fjöll“.
Hulda Runólfsdóttir
Fögruklnn 6
f
ISLENDfNGAÞÆTTIR
F. 9. janúar 1899.
D. 28. janúar 1971.
Ó, hljóðláti þegn það voru svo
fáir sem fundu,
hvar fábrotið líf þitt sem
ilmandi dropi hneig.
Hann hvarf og blandaðist
mannkynsins miklu veig
hin mikla veig, hún var önnur
frá þeirri stundu.
Er ég minntist Elínar frá Snæ-
hvammi, koma þessar ljóðlínur
fram í hugann. Hún var ein hinna
hljóðlátu þegna þessa þjóðfélags,
sem þrátt fyrlr hógværð sína og
hlédrægni eru undirstaða alls hins,
sem meira er um rætt. Hún var
ein af húsmæðrum og mæðrum
þessa lands, hverra verk eru unn-
in í kyrrþey, án þess að því sé
sérstök áthygli veitt.
Elín var sinni stétt til sóma, góð
húsmóðir og góð móðir, hjá henni
var bæði húsrúm og hjartarúm
fyrir alla sem á þurftu að halda.
Þó átti þessi kona snemma við
heilsuleysi að stríða, og mun slíkt
þungbærara flestu öðru, sem hend-
ir á lífsleiðinni.
Snæhvammur var eitt af þeim
heimilum, þar sem gestrisni
og hlýja mætti komumanni
við túnfótinn og fylgdi hon-
um upp frá því. Eru það
ekki einmitt minningarnar um
slíkar viðtökur, sem fylgja okkur
víðar og lengur en aðrar, verða að
dýrum perlum í sjóði minning-
anna. Þessar perlur tekur maður
.gjarna fram síðar á ævinni og skoð
ar í skini endurminninganna. Af
þessum perlum á ég gnægð frá
Snæhvammi. Ég man er ég fyrir
mörgum árum, stóð eitt dimrnt
haustkvöld við dyr þínar, Elín, 11
ára telpupísl heldur framlág, hald-
in samblandi kvíða og eftirvænting-
ar. Hér á þessum ókunna bæ,
átt ég að dvelja næstu vikur. Mér
var það Ijóst, að á miklu valt
hvernig það fólk væri, sem bjó
innan þessara dyra. Sjálf þekkti
ég það ekki nema af afspurn. Og
þótt hún væri góð sú afspurn, þótti
mér varlegra að treysta fáu þar
um. Mér var orðið ljóst, að
fullorðnir dæmdu oft öðru vísi, og
á öðrum forsendum en börn.
Svo lukust dyrnar upp, og bvos
og elskulegheit húsráðenda sópuðu
brott kvíðanum í einu vetfangi.
Það er skemmst frá því að segja,
að eftir nokkurra mínútna dvöl
undir þínu þaki, EÍín mín, fann
ég gerla með einhverju sjötta skiln
ingarviti barnssálarinnar, að hér
mundi gott að vera og öllu óhætt.
Slíkar voru móttökur þessara hús-
ráðenda beggja og barna
þeirra. Síðan hef ég alla
tíð fundið mig heima í Snæ-
hvammi. Ég hef oft hugleitt það
síðar, hve erfitt og ónæðisamt það
lilýtur að hafa verið heilsútæpri
konu, að annast alla þá ólátabelgi,
sem hjá henni dvöldu þennan vet-
ur. En að slíku er sjaldan spurt.
Elín var okkur öllum sem bezta
2!