Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 4
Dagmar Guðmundsdóttir Fædd 4.11.1967. Dáin 9.3. 1971. Litla Dagmar mín! Þegar fregn- in flaug' frá manni til manns hér minnist ánægjulegra samskipta við þau og börn þeirra. Kristín var heimakær og hús- móðir góð, hafði mikið verk að vinna. Börn hennar og Stefáns urðu fjögur, tvær stúlkur og tveir piltar og auk þess fóstursonur, svo með honum urðu Hlíðarbörn- in 10 — hraustlegur hópur, mik- ið dugnaðarfólk, Þau eru hér tal- in eftir aldursröð: Guðlaug Benediktsdóttir, rithöf undur, Hraunkoti. Páll Benedikts son, verkstjóri í Ræsi, Rvík. Egill Benediktsson, oddviti í Volaseli. Guðrún Benediktsdóttir, húsfrú í Rvík. Skafti Benediktsson, bóndi í Hraunkoti, Ragna Stefánsdóttir, húsfrú á Múla í Geithellnahreppi, Benedikt Stefánsson, hreppstjóri og bóndi Hvalnesi. Jón Stefáns- son, bóndi, Hlíð. Kristín Stefáns- dóttir, dáin. Hún var listakona í útskurði og málari, gift Friðriki B. Jónssyni, refaskyttu og veiði- manni í Hraunkoti. Einar Bjarna- son, fóstursonur, lögregluþjónn í Reykjavík. Þau Kristín og Frið- rik áttu einn son, Friðrik Friðriks son, efnispilt, sem fóstraður er fjjá Skafta og konu hans, Sigur- laugu Árnadóttur í,Hraunkoti. Síðustu æviárin var Kristín mjög heilsutæp. Eftir lát Stefáns í sept. s.l., fluttist hún að Hraun- koti til barna sinna þar og þar andaðist hún er hana vantaði tæp an mánuð til að fylla níunda tug ævi sinnar. Ég þakka hér með Hlíðarhjón- um og börnum þeirra ánægjulega samfylgd. óska ætt þeirra allri gæfu og gengis um ókomin ár. Sigurður Jónsson, StafafellL í Dýrafirði, um að þú værir horfin af sjónarsviði þessa heims, lagðist þessi þunga lömunartilfinning yfir sál mína. Þegar svona skyndilega er höggvið á strenginn, vaknar þessi síendurtekna spurning í vit- und manns, hver skilur lífsins skapadóm? Hvenær náum við þeim lífsþroska að skilja á raun- hæfan hátt, að hér er aðeins um vistaskipti að ræða og stundar að- skilnað? Þegar hún Dagmar litla leit fyrst dagsins ljós, var hún sem lítið ófullburða blóm sem gægðist ein- um of snemma inn í þennan kalda heim. En í skjóli og umönnun góðra foreldra og systra, var hún svo vel varin fyrir næðingi lífsins, að lífsþróttur hennar náði ótrúlega fljótt að festa sterkar rætur. Og hvenær sem maður spurði frétta eða leit Dagmar augum, sá mað- ur hvað hún dafnaði vel og sigr- aði örugglega að lífsþrótti. En hvað er þá á bak við, að henni skuli svo skyndilega vera svipt burt af leikvangi þessa lífs eftir rúmlega þriggja ára göngu. Við þeirri spurn ingu fær maður víst seint full- nægjandi svar. En eitt er ég alveg sannfærð um, að þessi þrjú stuttu ár, hafa haft sinn ákveðna tilgang. Hvert skref hennar til aukins þroska, hvert bros hennar og barns legt orð, hefur auðgað líf foreldra liennar og systra og veitt því aukna fyllingu. Og þó hér sé staðar numið fyrir okkar jarðnesku aug- um, þá veit ég að barnslegt bros hennar og blíðuhót fylgir ástvinum hennar um ókomna framtíð, og þótt sorgin sé sár og lamandi, þá eru það þessar minningar, sem koma eins og ljósfleygar gegnum sortann, þannig að smá óvænt minning getur fengið mann til að brosa gegnum harmanna tár. Og umfram allt megum við ekki sporna á móti því, að geislar minn- inganna fái aðgang að sál okkar, því að þeir létta okkur svo leiðina til lífsins á ný. Og eitt veit ég með cruggri vissu, að nú Rtla Dagmar okkar í örmum þess al- mættis, sem aldrei varpar skugga á hennar flekklausu lífsbraut og sem er grundvöllur allrar tilveru. Dagmar var dóttir hjónanna Guð mundar Valgeirssonar og Helgu Aðalsteinsdóttur, er búsett eru á Þingeyri við Dýrafjörð. Hún var yngst þriggja systra. Ég bið guð að gefa ástvinum hennar styrk að standast hina erf- iðu raun og vissu um almætti kær- leikans til að varðveita börnin okk- ar öll, lífs og liðin. Hjartans sam- úðarkveðjur. V.G. LEIÐRÉTTING Þessar meinvillur hafa slæðzt inn í minningargrein Sigríðar Ein arsdóttur frá Varmahlíð í íslend ingaþáttum 31. marz. ísólfsskáli átti að vera ÁsóJfs- skáli. Arndís á að vera Anndís. Átta börnum skal vera sex. 4 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.