Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 24
MINNING
MAGNÚS JÓNSSON,
HÚSASMÍÐAMEISTARI
Fæddur 18. febrúar 1893.
Dáinn 8. apríl 1971.
Magnús Jónsson, húsasmíða-
meistari, Lindargötu 52, lézt 8.
þ.m. á sjúkradeild Sólvangs í Hafn
arfirði.
Magnús Jónsson fæddist á Litlu-
Heiði í Mýrdal 18. febrúar 1893,
og varð því fullra 78 ára gamall.
F'oreldrar Magnúsar voru merkis-
h iónin Rannveig Einarsdóttir,
hreppstjóra á Strönd í Meðallandi
og Jón Brynjólfsson, sem var einn
af hinum kunnu Heiðar-systkinum,
en foreldrar þeirra voru Þorgerð-
ur Jónsdóttir yfirsetukona og
Brynjólfur Guðmundsson. Þau
bjuggu allan sinn búskap að Litlu-
Heiði í Mýrdal og voru þau hjón
mikilsmetin að verðleikum.
Að Magnúsi stóðu því, eins þó
lengra sé leitað, skaftfellskar
kjarnaættir. Árið 1893 flytja for-
eldrar Magnúsar, með soninn
unga, að höfuðbólinu Höfðabrekku
í sömu sveit, sem þá var tvíbýli.
Með sérstökum dugnaði frumbýl-
inganna farnast heimilinu vel,
enda jörðin góð, og mörg matar-
holan, gnægð af fíl í hömrunum
og fjaran oft fengsæl. En ekki
nýttist þetta án erfiðis. Höfða-
brekkubærinn stóð þá uppi á háu
fjalli, er því fagurt um að litast
í góðu veðri, fagur víður fjalla-
hringur, en dökkur sandur til suð-
uís' og austurs, sem báran, ýmist
léttstíg og leikandi kyssir við
. svarta ströndina eða hún veltur
ógnandi og ögrandi með ægisog-
um yfir hana. Þetta var fyrsti sjón-
arhóll litla drengsins á Höfða-
brekku, enda brást honum aldrei
víðsýni og fegurðarskyn.
Þarna lifir og starfar Magnús
með foreldrum og systkinum. sem
bætist í hóoinn, til ársins 1907.
Jón flytur þá með fjölskyldu sína
til Víkur, sem þá var að byggjast.
Búskapurinn hefur verið Jóni erf-
iður, því hann var bagaður í fæti,
en dugnaðurinn var óvenjulegur.
Þá er Magnús orðinn 15 ára gam-
all, bráðþroska til líkama og sálar.
Ekki er Magnús lengi látinn
troða sandinn í Vík, hann ræðst
aftur að Höfðabrekku, og þá til
Lofts Jónssonar, sem þá var orðinn
bóndi þar. Hjá Lofti er Magnús að
mestu til 17 ára aldurs, nema hvað
hann mun hafa stundað nám í Vík
í unglingaskóla tvo vetur.
Þegar Magnús er 18 ára er hann
kominn til Víkur aftur, allt leikur
í lyndi, hinn bráðþroska og glæsi-
legi maður unir við margháttuð
störf. En nú syrti í álinn. Magnús
verður fyrir þvx óhappi að kvið-
slitna, þar sem hann var að störf-
um, litlu munaði að það yrði hon-
um að bana. Guðmundur Guðfinns
son læknir á Stórólfshvoli gerði á
honum uppskurð, með aðstoð Stef-
áns Gíslasonar læknis í Vík, heima
í stofu foreldra Magnúsar. Við þess
ar óvenjulegu aðstæður tókst að
bjarga lífi hans. Ekki voru þján-
ingarnar þó á enda. Sjúkrabílar
voru þá ekki komnir til sögunnar,
og jafnvej engir bílar. Varð því að
ráði að fá fjórhjóla hestvagn, sem
Guðmundur Þorbjarnarson á Stóra
Hofi átti, þar var búið um Magnús,
mun hann hafa verið fluttur þann-
ig á Landakotsspítala.
Guðmundur Magnússon, hinn
kunni læknir tók nú við Magnúsi,
en 9 mánuði tók að útskrifa hann.
Oft minntist Magnús þessa ágæta
læknis með virðingu. Næstu árin
dvaldist Magnús í Vík, störfin voru
fjölbreytileg, sjósókn, bjargsig,
hevvinna o.fl.
Á þessum árum kemur ung
stúika í Víkina austan úr Öræfa-
sveit, ungum mönnum varð star-
sýnt á hana, hún var frjálsleg í
framkomu og fögur, enda stund-
um köiluð Öræfagullið, en hét
réttu nafni Halldóra Ásmundsdótt-
ir. Fljótt tóku nú hugir þeirra
Magnúsar og Halldóru að hneigj-
ast saman, þau voru gefin saman
í hjónaband 20. nóv. 1919.
Talið var jafnræði með þeim
hjónum, þau voru bæði stórglæsi-
leg. Frú Halldóra ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Öræfasveit en þau
eru af hinni kunnu Hlíðarætt í
Skaftártungu og Heiðarætt á Síðu.
Þau hjónin bjuggu í Vík í 7 ár.
Magnús vann þar við verzlunar-
störf, smíðar, sjósókn o.fl. Árið
1926 flytja þau til Reykjavíkur og
hafa átt hér heimili síðan. Aðal-
starf Magnúsar, eftir að hann flutti
hingað hafa verið húsasmíðar,
hann var ágætur smiður, útsjónar-
samur og vandvirkur, vann hann
sér því traust viðskiptamanna sem
starfsfélaga. Magnús þáði í vöggu-
gjöf fjölhæfar gáfur.
Hann var ágætlega hagmæltur,
mörg kvæða hans eru með snilld-
arbrag. Menntunar aflaði Magnús
sér lengi fram eftir ævi, hann var
ótrúlega vel að sér í tungumálum
og auðgaði anda sinn á mörgum
sviðum. Félagi var hann einn sá
bezti, og á gleðistundum hrókur
alls fagnaðar, en var þó undir
niðri alvörumaður.
Þau Magnús og Halldóra eignuð-
ust 4 börn, fyrsta barnið, sem var
stúlka lézt á fyrsta. ári, en 3 synir
eru á lífi, allir eru þeir óvenju
efnilegir menn. Elztur er Ásgeir
lögfræðingur, forstjóri Samvinnu-
trygginga, hann er kvæntur Guð-
finnu Ingvarsdóttur. Karl vélstjóri,
verkstjóri hjá ísal, kvæntur Jón-
ínu Jónsdóttur, og Jón Reynir,
matvælafræðingur, tæknilegur
framkvæmdastjóri Síldarverk-
smiðja ríkisins, kvæntur Guðrúnu
Biörnsdóttur.
Hin síðari ár átti Magnús við van-
heilsu að stríða. Hann varð að
ganga undir erfiða uppskurði og
var langdvölum á sjúkrahúsum,
allt bar hann þetta irréb karl-
mennsku, unz yfir lauk.
24
ÍSLEMDINGAÞÆTTIR