Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 18

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 18
listarskóla í Kaupmannahöfn árin 1946—1951 og útskrifaðist þaðan með ágætum vitnisburði. Var síðar við söngnám í Stokkhólmi, en hóf svo starf hér heima og var um árabil ráðin fastur kennari hjá Landssambandi ísl. karlakóra og stundaði kennslu í söng- og radd- þjálfun á meðal söngfélaga um land allt. Ennfremur starfaði hún með kórum sem einsöngvari og undirleikari. Síðast var hún kenn- ari við tónlistarskólann á Dalvík. Ingibjörg unni tónlistinni af allri sál og sýndi það í verki. Hvar sem hún starfaði vann hún sér lof og vinsældir að verðleikum. Ragn- hildur Steingrímsdóttir stundaði nám í leikskóla Konunglega leik- hússins í Kaupamannahöfn og víð- ar með ágætum árangri og var úti um sama leyti og systir hennar. Hefur síðan starfað í þágu leiklist- arinnar, aðallega sem leikstjóri, en líka sem leikari. Hefur hún farið víða og starfað á vegum margra leikfélaga og hvarvetna getið sér hinn bezta orðstír. Því get ég þessa svo ítarlega, að það var óneitanlega mikið átak fyr- ir eina fjölskyldu á þeirri tíð að orka því, að tveir úr hópi hennar fengju í einu dvalizt úti við dýrt listnám. Sýnir þetta vel hverju marki er hægt að ná, þegar vilji og hæfileikar haldast í hendur. Glæsilegur námsferill þeirra systranna og síðar gifta þeirra og vinsældir í störfum, mun að von- um hafa orðið rikur auðnuþáttur í lífi foreldranna og allra, er þeim voru traustast tengdir. Þau Steingrímur og Tómasína áttu barnaláni að fagna. Öll börn þeirra hafa í lífi sínu og störfum borið vitni um menningu síns heim ilis og góðar ættarerfðir. Sérgáfur ganga oft mjög í ættir og epli fellur sjaldan langt frá eik. Bókmennta- og leiklistaráhuga bóndans á Hróarsstöðum, sem lærði af sjálfsdáðum erlend tungu- mál og samdi leikrit við hin erfið- ustu skilyrði, hefur gætt mjög hjá börnum hans og barnabörnum. Og sönggyðjan hefur borið þeim sínar gjafir, sem hafa veitt þeim glaða geisla gæfu og sigra og orð- ið öðrum, sem notið hafa gleði cg vinningur, sem gott er að muna. Segja má að tónlistin hafi verið hvorttveggja: sérgáfa og sameign þessa ættfólks. Þaðan frá hefur mörg mild hönd snert nótnaborð og hörpustreng, svo að sætlega hefur ómað, og söngurinn reynzt töfrar sælu og sáttargjörð í sorg. Er ekki unnt að minnast Tómas- ínu Tómasdóttur, nema þessa sé getið. Söngurinn bjó í sál hennar, var dýpsta gíeði á hátíðardögum og ham- ingjustundum í lífi hennar og brá birtu yfir rúmhelgina, svo að hún var eigi tómleg né þreytandi eins og fyrir þann, sem sönglaus er fæddur og sér lítið út fyrir þröngan hring hverdagsstrits. Tóm asína var mjög fíngerð kona með bjart yfirbragð og fallegt svipmót og þá háttprýði í allri framgöngu að eftirtekt vakti. Mildi og hóf- stilling einkenndi hana og var að- all hennar til hinztu stundar. Hún vandaði mjög orð sín og verk og hugur hennar var opinn fyrir feg- urðinni, hvaðan, sem hún barst. Sérhvert málefni varð henni hug- fólgið. Andblærinn utan frá vakti til umhugsunar, auðgaði og gladdi. En arninum heima var ævin helg- uð og glóð hans var gulli dýfri. Tómasína var prýðilega greind kona og aflaði sér ánægju og fröð- leiks með lestri góðra bóka, sem hún mat að verðleikum. Og hún vildi gefa öðrum hlutdeild í þess- um auði sínum. Sagði hún mjög vel frá því, sem hún las og ræddi um það af ríkum skilningi. Hún las mikið fram til hins síðasta og áttj trútt minni og mjög skýra hugsun. Hinn hái aldur megnaði ekki að leggja fjötur á anda henn- ar, og heilsubrest um margra ára skeið bar hún með einstöku þol- gæði. Til síðasta dags var hún söm við sig. Auðugt hjarta hennar sló af sömu ástúð fyrir ástvini, ætt- ingja og vini við kveðju aftanroð- ans, sem við árblik æsku. Hópurinn var orðinn stór, en hún átti nóg til að miðla öllum. Hún hlaut laun að verðleikum. Vin sældir og traust þeirra, sem með henni voru á vegi, einlæga virð- ingu og óþrotlega umhyggju og ástúð þeirra, sem stóðu henni næst. Það er gæfa hverjum, sem á för lífsins fær að vera vitni að svo fögrum samskiptum. Steingrímur Þorsteinsson lézt árið 1962. Eftir það bjó Tómasína með dætrum sínum og dóttursyni og hans fjölskyldu. Á fallegu heim ili þgirra að Byggðavegi 88 voru Ijósin kveikt af gagnkvæmri ástúð. Þegar ég, við þau þáttaskil, sem orðin eru, minnist Tómasínu Tóm- asdóttur og reyni að tjá þakkir mínar fyrir birtuna og hlýjuqa, sem hún bar mór frá fyrstu kýhn- um til síðasta samfundar, þá verS- ur hún mér ekki hugstæðust 1 gleði og hamingju hinna góðu daga, þó að þar sé margs að minn- ast, sem aldrei gleymist, heldur í reynsluþraut, þegar sorgin sótti hana heim. Þá sá ég hana stærsta og þá gaf hún öðrum mest. Missir eiginmanns síns, sem á langri sam- leið hafði gefið henni hinar dýr- ustu gjafir, mun hafa gengið benni nærri. Og við andlát elskulegrar dóttur, fyrir rúmu ári, mun henni hafa fundizt, sem slökkt væri hið bjartasta ljós augna sinna. En eigi heyrðist hún mæla æðru orð. Hug- arró hennar og trúarvissa var slík 1 að aðdáun hlaut að vekja. Eins og hún hafði áður fundið Guð sinn í geislunum frá Sólarfjöllum lífs- ins, eins fann hún hann nú í dögg- fallinu, sem varð við snertingu dauðans og átti örugga vissu um að „anda, sem unnast fær aldrei eilífð að skilið“. Og ljósin mörgu sem loguðu hjá henni hér — í heimi tímans, færðu henni djúpstæða gleði og urðu henni óbreytanlegt þakkar- efni. Það var tveimur dögum fyrir síðustu jól, að ég sá Tómasínu í hinzta sinn. Við höfðum setið sam- an nokkra stund á heimili hennar og ræðzt við. Og eins og jafnan áður var ég auðugri eftir. Svo leið að kveðjustund. Hún fylgdi mér til dyra og bað mér blessunar Guðs, og mér er sem ég finni enn milda hönd hennar á vanga mér, er hún mælti sín kveðjuorð. ■ Utan af myrkri götunni horfði ég til hennar. Hún brosti við mér og birt^ 5g ylur hússins bjuggu að baki hénnar 5g vöfðust um hana. Þannig ér jnynd hennar — hin síðasta, $em hugur minn geymir. Eftir fáa daga var leið hennar lögð um Fögrubrú Ijóssins, til þeirra heima, þar sem laun trúfesti og ástúðar gefast í gróanda vorsins. — Þín heiða minning hugum ! birtu ber, nú brosir árdagssól á ný við þér, ' og söngur berst um sumar- grænan Lund, hve sælt er þá að hverfa á vinafund. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðutn. 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.