Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 30

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 30
að til þess var tekið, og eftirsóttur. Skapsmaður, ör í lund, en fljótur til sátta. Vel látinn og vel metinn. Hann andaðist í Fremstuhúsum á sjötugasta aldursári úr krabba- meini 6. september 1914. Kenndi hann sjúkdómsins í útveri um vor- ið, og varð að hætta róðrum og fór á spítalann á Þingeyri, en dvaldi þar ekki lengi, þar eð hann vissi að engin var batavonin og fór heim. Fór hann jafnan út á tún um sumarið til sláttar á milli kvala kastanna. Guðbjörg Torfadóttir var mikill- ar gerðar, flugnæm og vel kunn- andi, óvílsöm og dugleg, gaman- söm og sjór að fróðleik. Ég læt hér,*sögu fljóta með, er tengdasonur h'ennar sagði mér eft ir henni: Þegar þau lögðu niður hlóðin, en keyptu eldavél, báru þau hjón- in hana heim frá sjóm*m á hand- börum og sagði Guðbjörg að þá hefði hún lyft þyngstri byrði. Vega lengdin er röskur hálfur kílómetri og var öll á fótinn, þýfðir götu- troðningar og í hæsta máta ógreið fær. Guðmundur sonur þeirra, hefur oft þurft að taka á öllu sem hann átti til í lífsbaráttu langrar ævi, því að æði oft hefur lífsbraut hans verið á fótinn. Foreldrar hans giftust og hófu búskap 1877. Elzta barn þeirra, Guðmundur lifði skamma stund, en hið næsta er Guðmundur sá, er hér verður getið. Önnur systkini hans eru öll á lífi: Torfi, Hermann og Guðrún, öll komin yfir áttrætt. Yngsta dótt irin Borgný er 74 ára og hefur bú- ið og átt heima í Fremstuhúsum alla ævi. Guðmundur fór snemma að vinna, bæði við bú foreldra sinna og við sjó. Var hann lengi stýri- maður á skútum, lengst hjá Jóni Hólmsteini skipstjóra frá Þingeyri. Haustið 1915 settist hann í yngri deild Flensborgarskólans, ásamt fleiri Dýrfirðingum, en sá skóli var þá mjög sóttur af ungum mönnum héðan að vestan. Hafði hann ekki notið neinnar skólakennslu áður. Gaenfræðaprófi lauk hann vorið 1907 með góðum árangri. Á Núpi var þá ungmennaskóli sr Sigtryggs tekinn til starfa #g kennsla staðið þar einn vetur. Barnaskóli var þá og nýstofnaður þar, og var ungmennaskólinn fyrstu veturna kvöldskóli en böm- um kennt í skólastofunni á dag- inn. Svo er það sumarið 1907, að sr. Sigtryggur á Núpi kemur inn að Fremstuhúsum að hitta Guðmund, er þá var við slátt fram á dal, og falar hann fyrir kennara í barna- skólann næsta vetur, en Guðmund ur skorast undan, enda ekki tekið kennarapróf, en ætlaði að setjast í kennaradeildina í Flensborg um haustið, en var ekki búinn að sækja um skólavist. Bjöm Guðmundsson frá Næfra- nesi, tók kennarapróf þá um vor- ið, en var ráðinn til utanafarar til framhaldsnáms í Askov um haust- ið. Björn varð síðan kennari á Núpi fyrst við barnaskólann og jafnframt við ungmennaskólann og starfaði við þann skóla sem kennari og skólastjóri langa ævi. Þessari málaleitun sr. Sigtryggs við Guðmund Hermannsson lauk þannig, að hann tók að sér að kenna á Núpi næsta vetur, en frest aði för sinni í kennaraskólann og varð sú frestun ævilöng. Sr. Magn- ús Helgason sagði við setningu kennaraskólans um haustið, að hann hefði vonað að Guðmundur Hermannsson. prýddi hópinn í vet- ur. En af því varð aldrei, því ör- lögin tóku hér í taumana. Guð- mundur var farkennari í Mýra- hreppi í aldarfjórðung, ekki óslit- ið. Hætti kennslu vegna aldurs 1941/ Haustið 1910 kvongaðist hann Vilborgu Daríðsdóttur frá Álfadal og bjó í Fremstuhúsum 1910—‘14. Konu sína missti hann 5. ágú.st 1913 frá tveim dætrum á fyrsta og öðru ári. Ólst sú eldri upp hjá nióðurforeldrum sínum upp frá því, sem þá um vorið höfðu flutt í nágrennið til dóttur sinnar. Yngri dóttirin ólst upp á vegum föður síns. Haustið 1918 kvæntist Guðmund ur öðru sinni Guðrúnu Gísladóttur frá Fremri-Hjarðardal og bjuggu þau á Næfranesi 1919—‘21, en fluttu þá í tvíbýli að Fremri-Hjarð ardal og bjuggu þar til 1947 er synir þeirra tóku við búi, og þar dvaldist Guðmundur meðan Sig- urður sonur hans bjó, en hann missti konu sína frá fimm börríum 1965. Börn Guðmundar eru þessi: Jóhanna Guðríður f. 16. ágúst 1911, kona Guðmundar Gíslasonár bónda á Höfða, Guðbjörg Elinborg f. 6. september 1912, kona Gríð- mundar Símonarsonar skipstjóra í Reykjavík. Síðari konu börn: Gísli f. 4. nóv. 1919, vélstjóri í Reykjavík, Kona: Valborg Ólafs- dóttur, Vilborg f. 21. nóv. 1920, ljósmóðir á Núpi, gift Hauki Kristj ánssyni bónda á Núpi. Hermann f. 20. jan. 1922, vélgæslumaður á Þingeyri. Kona Áslaug Kristjáns- dóttir, Rósa f. 18. apríl 1923, saumakona í Reykjavík, Sigurður f. 10. febrúar 1926. Konar hans var Sigurbjörg Gísladóttir, dáin 1965 og Þorsteinn f. 10. febrúar 1926, vélsmiður 1 Reykjavík, kona: Fjóla Steinþórsdóttir. Guðrún Gísladóttir kona Guðmundar (f. 2. okt. 1886) dvelur nú á sjúkra- deild elliheimilisins Grundar, Rvík. Öll" börn Guðmundar eiga afkom- endur. Þorsteinn yngsti sonurinn var fóstraður hjá frænku Guðrún- ar: Halldóru Gestsdóttur og manni hennar Jóni Jónssyni bónda á Más- stöðum. Allir vita að farkennsla í sveit vgr erfitt starf og illa launað. Hér í sveit voru kennslustaðirnir þrír og yfir heiði að fara á einn þeirra, Ingjaldssand. Sú heiði er há og oft villugjörn og erfið yfirferðar á vetrum. Kennarinn fer á milli kennslustaða á sunnudögum, kenndi hina daga vikunnar. Skóla- kortin vai’ð kennarinn að bera á milli, í sívölu blikkboxi og var það óþægilegur burður í vondum veðr- 30 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.