Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 9
MINNING
ÞÓRA BJÖRNSDÓTTIR
Fædd 15. ágúst 1873.
Dáin 4. desember 1970.
Mæt kona og góð var kvödd i
Fossvogskirkju þriðjudaginn 15.
desember s.l. af mörgum afkom-
endum og vinum og lögð til hinztu
hvílu við hlið Jóns sonar síns, sem
andaðist 1937.
Þóra fæddist að Sveinskoti á
Álftanesi, dóttir hjónanna Krisnn-
ar Þóroddsdóttur og Björns Sveins
sonar sem þar bjuggu. Hún var
næstelzt fimm systkina, sem öll
ólust upp með foreldrum sínum.
Elzt var Petrína, sem látin er fyr-
ir nokkrum árum, liún giftist
Þórði Þorkelssyni frá Grjótá.
Kristjana var yngri systir Þóru, er
ein lifir systkini sín. Hún giftist
sænskum manni í Noregi, en dvel-
ur nú 92 ára á sjúkraheimili í
Tunsberg. Bræður Þóru voru
Sveinn og Ágúst, sem báðir ílent-
ust norður í Húnavatnssýslu.
Þóra ólst upp við venjuleg sveita
störf eins og þá tíðkuðust, en auk
þess hafði hún aðgang að góðum
bókakosti, því faðir hennar átti
allgott safn bóka, en það mun
ekki hafa verið algengt í þá daga
og er reyndar misjafnt enn í dag,
því það stjórnast af eðli og hug
manna til hins skrifaða orðs.
Þóra var komin á nítjánda ár,
smávaxin, svarthærð, tápmikil
stúlka, þegar hún hleypti heim-
draganum og réðst sem kaupa-
kona norður í Húnavatnssýslu vor-
ið 1892. Hópur sunnlenzks kaupa-
fólks fór ríðandi norður Kaldadal
og hélt eins og leið liggur um
Húsafell, Karlmenstungu, norður í
Tvídægru yfir Grímstunguheiði og
niður í Vatnsdal. Þetta voru
skemmtilegar ferðir, þótt oft væru
þær erfiðar, en eftirminnilegar
ungu fólki, sem ekki lét sér allt
fyrir brjósti brenna. Kaupafólkið
dreifðist um sveitir nyrðra, en hóp
aðist aftur saman að hausti og
hélt sömu leið heim á ..þaríasta
þjóninum', enda ekki öðrum far-
kosti til að dreifa á leið um land-
ið. í tvö sumur vkr Þóra kaupa-
kona nyðra, en seinna skiptið fór
Kristjana systir hennar með og
réð sig til ársins á sama þpe í
Vatnsdalnum.
Þegar Þóra hafði fengið nægju
sína af þessum ævintýralegu ierð-
um, sem hún minntist alla tíð með
gleði hugljúfra endurminninga,
hugðist hún kanna nýjar slóðir og
stefndi ferð sinni austur til
Fáskrúðsfjarðar. Þar vistaðist hún
hjá Jóni Stefánssyni, faktor, og
Guðlaugu konu hans. Að komast
„í hús“ var ein af óskum margra
stúlkna í þá daga, svo þá var mik-
il von um tækifæri til þess að
læra eitthvað nýtt og nytsamt, sem
þótti gott veganesti óráðnum ungl-
ing, enda lærði hún vel að halda
á nál og nota saumavél, sem um
aldamótin var nýstárlegt heimilis-
tæki, enda gat hún, eftir veru
sína hjá þeim hjónum, saumað föt
og kjóla sem kom henni vel seinna.
í ungmennafélagsstörfum tók hún
drjúgan þátt' á þeim árum, bæði
lék og las upp á samkomum og
fundum, öllum til einstakrar
ánægju.
f þrjú ár dvaldist Þóra á Fá-
skrúðsfirði við störf og nám, en
breytti þá til og hélt til Mjóafjarð-
ar. Þar voru þá umsvif mikil og
blómlegt atvinnulíf við hvalveiði-
stöðina, en auk þess sjósókn á
færabátum og margt um manninn.
Þar kynntist hún ungum pilti. Ól-
afi Ólafssyni ættuðum frá Djúpa-
vogi, en fæddur var hann í Papey.
Við nánari kynni bundust þau heit
um og giftu sig í Mjóafirði vorið
1900. Þar bjuggu þau fram á
haust 1901, að Þóra fór til Reykja-
víkur til að athuga um möguleika
á húsnæði, því Ólafur hafði hug
á að komast á vetrarvertíð sunn-
anlands, þegar atvinnulíf dofnaði
eystra yfir vetrarmánuðina.
Þóru tókst að fá inni og kom
Ólafur nokkru síðar og sá þá son
sinn Þorstein, sem fæðzt hafði 25.
október þá um haustið. Ólafur
fékk fljótt skipsrúm, enda þekkt-
ur dugnaðarmaður og góður fiski-
maður. Hann hafði þann hátt á
að stunda sjómennsku sunnan-
lands fram á vorin, en hélt þá aft-
ur austur þegar atvinna jókst þar
að liðnum vetrum. Þetta var unaðs
legt tímabil í lífi Þóru, sem naut
þess að vera húsmóðir með barna-
hóp og lifa í stöðugri tilhlökkun
til að sjá mann sinn aftur, eftir
nokkurra mánaða fjarveru í hvert
sinn, svo samlíf þeirra var stöðugt
tilhugalíf meðan þess naut við.
Snögglega dró ský fyrir sólu.
Ólafur kom ekki aftur haustið
1916. Hann hafði látizt af slysför-
um á Seyðisfirði 1. nóvember eða
fáum vikum áður en hann hafði
ætlað sér heim.
Þegar Þóra frétti lát manns síns
stóð hún uppi með sex börn, þau
yngstu kornung. Henni féllst
snöggvast hugur, en gott fólk
bauð henni aðstoð sína. Hjónin
Rósa og Eggert Kristjánsson tóku
Ólaf, yngsta barnið á öðru ári, í
fóstur og ólst hann upp hjá þeim.
Þau Lovísa og Lárus Fjeldsted
hæstaréttarlögmaður tóku Sylv-
íu, yngri systurina og var hún hjá
þeim allt þangað til hún fór til
Kaupmannahafnar 1930, en þar
giftist hún dönskum manni og
ílentist þar. Eina dóttur eignuðust
þau hjón og lét Sylvía hana heita
Lovísu í höfuðið á fóstru sinni.
Eldri dóttirin, Kristín, komst í
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
9