Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 19
MINNING
Jón Jóhannesson, Hrísgerði
Þann 27. júlí 1970 andaðist í
Kristneshæli Jón Jóhannesson,
bóndi, Hrísgerði, Fnjóskadal, 78
ára að aldri. Hann hafði dvalizt í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
frá því í ársbyrjun 1970 og síðast
fáeinar vikur í Kristneshæli. Fædd
ur var Jón hinn 17. júní 1892, í
Grjótárgerði í Fnjóskadal. Voru
foreldrar hans Jóhannes Jónsson
frá Sellandi og Sigríður Sigurðar-
dóttir frá Brúnagerði í Hálshreppi.
Þau voru gæðahjón. Var Sigríður
orðlögð dugnaðar- og kjarkkona,
enda kom henni það betur, því
Jóhannes var lengst sinnar ævi
heilsuveill maður. Þau eignuðust
fimm börn og var Jón annar í röð
eftir aldri.
Árið 1907 fluttust þessi hjón í
Hrísgerði í Fnjóskadal og nokkr-
um árum síðar eignuðust þau iörð
ina. í 63 ár átti Jón heima í Hrís-
gerði og var þar bóndi 44 ár. Hann
var 15 ára gamall, þegar fjölskyld-
an fluttist þangað. Snemma æv-
innar kom í hlut Jóns að vera fyr-
irvinna heimilisins vegna tæprar
heilsu föður hans. Segja má, að
hann byggi fyrst með Sigríði móð-
ur sinni og síðar með systur sinni,
Þuríði, er var lík móður sinni hvað
dugnað og búsýslu alla snerti.
Bjuggu þau systkinin saman þar
til Jón varð að fara í sjúkrahús,
sem fyrr er frá greint. Hvorugt
þeirra systkina giftist né eignuð-
ust afkomendur.
Öllum má ljóst vera, að þegar
Jóhannes og Sigríður stofnuðu
heimili fyrir 80 árum, með því
nær engin efni, og áttu eigi á öðru
kost en húsmennsku eitt og eitt
ár f senn, því um 16 ára skeið
áttu þau heimili á 7 stöðum áður
en þau fluttust í Hrísgerði, að all-
ur sá hrakningur varð til þess að
eyða hinum litlu- efnum þeirra.
Þetta er eitt dæmi af mörgum, um
það hlutskipti, sem fjöldi íslend-
inga varð að lúta í aldaraðir. En
stríðið vannst. Með sjálfsafneitun,
dugnaði og þrautseigju batnaði hag
ur heimilisins, er árin liðu og var
það jafnan veitandi. Margir lögðu
leið sína heim í Hrísgerði, þegar
verk þurfti að vinna eða vanda bar
að höndum og munu fáir hafa far-
ið „bónleiðir til búðar“. Heimilið
var annálað fyrir greiðasemi og
naut alls staðar mikilla og verð-
skuldaðra vinsælda.
Jón í Hrísgerði var mjög vel
greindur maður, bókhneigður og
fróðleiksfús. En vegna erfiðra að-
stæðna átti hann eigi kost neinnar
skólagöngu í æsku, en það mun
hann hafa þráð og verið kjörinn
til. Jón las mikið, þegar tími gafst
til, einkum hin síðari ár, og hon-
um nýttist vel sá fróðleikur, sem
hann komst yfir, enda var hann
vel minnugur.
Jón var harðduglegur maður,
sem vann sleitulaust meðan heilsa
og kraftar entust, mun fyrr á ár-
um stundum hafa lagt nótt við
dag, enda sleit hann sér mjög út
fyrir aldur fram. Fyrir meira en
tuttugu árum var hann mjög far-
inn að heilsu og mörg síðustu ár-
in alls óvinnufær. Alls staðar var
hann eftirsóttur til starfa og munu
hin erfiðari verk oft hafa fallið í
hans hlut. Mörg eru þau heimili,
bæði í sveit Jóns og annars stað-
ar, sem hafa notið góðra verka
hans, og mun öllum, er til þekkja,
ljóst, að þau voru unnin af dugn-
aði, trúleik og fórnfýsi. Víst er, að
nú, þegar Jón er allur, munu ýms-
ir telja sig eiga honum skuld að
gjalda.
Jón var maður óeigingjarn og
höfðingi í lund. Var hlutur hans,
og þeirra systkina beggja, jafnan
stór, þegar styrkja þurfti heimili
eða einstaklinga, er fyrir óhöppum
urðu eða safnað var fé til hvers
konar menningar- og mannúðar-
mála.
Félagslyndur var Jón og þar
sem annars staðar ósérhlífinn og
liðtækur vel. Þegar U.M.F. Bjarmi
í Fnjóskadal var stofnað, árið 1908
gekk hann í félagið á öðrum fundi
þess og var þar félagsmaður um
áratuga skeið. Átti sæti í stjórn
og ýmsum nefndum og alltaf virk-
ur þátttakandi. í hreppsnefnd Háls
hrepps átti Jón sæti í 12 ár frá
1942 til 1954, gaf þá eigi lengur
kost á sér til endurkjörs. Frá þeim
árum minnist ég þess, að oft iét
hann fyndnar og snjallar setning-
ar fara og með fleygri fyndni sinni
kom hann öllum til að hlæja dátt.
Meðan Jón naut sín, var hann
jafnan glaður og skemmtilegur og
átti létt með að koma fólki í gott
skap með sínum glettnu tilsvörum
og beinskeyttu orðum. Þannig
munu margir minnast hans með
gleði og þökk.
Jón var rnikill dýravinur og fór
mjög vel með allan búpening sinn.
Gangna- og réttadagar voru Jóni
í Hrísgerði sannir hátíðisdagar. lífs
nautn hans. Var hann fjárglöggur
og markglöggur svo af bar, var
lifandi markaskrá til hinzta dags,
enda eftirsóttur réttamaður.
Mætti siðast á rétt 1969.
Nú, við leiðaskil mun Jóns
verða n innzt með hlýjum hug og
margir tiga honum ærna þökk að
gjalda, eiida óumdeilt, að til hinztu
stundar bar hann hreinan skjöld.
Ég þakka Jóni alla vináttu. ágætt
samstarf og margar glaðar og góð-
ar stundir frá liðnum árum.
Og ég óska honum fararheilla
yfir hafið, sem heimana skilur og:
Að í hinum nýju heimkynnum
veitist honum sú náð, að verða
„settur sólskinsmegin á hvítan
hest“. Það væri verðug sæmd fyr-
ir líf hans og starf.
Páll Ólafsson
frá Sörlastöðum.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
19