Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 1
TÍMANS 7. TBL. — 4. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1971. NR. 56 HAUKUR HAUKSSON Sumt fólk er svo af guði gert að leikið er samtímis á alla streng ina í brjósti þess án þess nokkurt lát sé á. Haukur Hauksson átti marga fallega strengi og engan sem ekki var samstilltur tilfinningunum í brjósti hans: hann var viðkvæmur, hreinskilinn og ákafur — ungur reiður maður þegar ég kynntist honum fyrst. Og ávallt stóð af hon um hressilegur gustur, bæði í leik og starfi. , Haukur var ekki sízt ákafur veiðimaður og fórum við nokkrar ferðir saman um landið í lax og silung. Þá stillti hann strengi sína í samræmi við vötn og fugla, guð og náttúruna. Sérstaklega er mér minnisstæð ferð okkar í Svartá í Bárðardal og koman að Stóru- Tungu. Þar var Hauki tekið eins og krossfara sem unnið hefur Jerúsal- em umyrðalaust 1 þágu góðs mál- staðar. Heimafólk fagnaði manni, sem þar hafði verið unglingur í sveit og sett svip á dalinn. Hvort sem Haukur var í hlutverki unga reiða mannsins eða þess reynslu- ríka blaðamanns, sem hann var orðinn undir lokin, var hann ávallt hrókur alls fagnaðar, heill og óskiptur. Hann var aldrei hlut- laus. Hver strengur þaninn til hins ýtrasta. Oft kom fyrir, að hann skar sig úr og lék annað lag en um- hverfið: Ungur reiður maður alla tíð, þó að mat hans og skynjun dýpkuðu með árunum. Hann var sannkallaður krossfararriddari í hverju því máli, sem tók hug hans. Slíkir menn endast oft illa. Þannig var Haukur einnig í störfum: Hamhleypa til verka, fljót BLAÐAMAÐUR ur að greina kjarna frá hismi, fastur fyrir og ákveðinn án þess að trana sér fram, gat jafnvel ver- ið kurteislega ýtinn eins og góðum blaðamanni er oft nauðsynlegt. Hafði sem sagt til að bera flesta þá kosti sem prýða góðan blaða- mann, þótt stundum heyrist þær raddir að blaðamenn séu helzt engum kostum búnir. Hann leit stórt á starf blaðamannsins og var stoltur af því, enda kynntist hann því ungur í föðurgarði. Hann var þakklátur fyrir þetta stolt — og nú er það okkar að þakka. Samstarfsmenn Hauks við Morg- unblaðið ylja sér við minningar um góðan dreng, sem var stétt sinni til sóma, því að hann var í fremstu röð íslenzkra blaðamanna að reynslu og hæfni eins og réttilega er komizt að orði í frétt Morgun- blaðsins um lát hans. Og nú, þegar strengirnir eru þagnaðir, sendum við fjölskyldu lians, og þá einkum Margréti konu hans, og börnum þeirra hjóna, svo og frú Else, móð- ur hans, innilegar samúðarkveðjur. Matthías Johannessen. f Lítil kveðja frá frænku. Haukur var fyrsta barnabarn foreldra minna og tíður gestur hjá afa og ömmu, meðan ég var enn í foreldrahúsum. Hann var elztur barna foreldra sinna, augasteinn þeirra og yndi og eftirlæti allra, er kynntust honum. Það eru hug- ljúfar minningar frá þeim árum, þegar þessi fallegi glókollur kom hlaupandi yfir túnin yfir á Syðri- Brekkuna, fyrst einn, en síðar með systur sinni, Hildi, og frændfólkið í Hrafnagilsstræti fagnaði þeim, enda voru þau bæði tvö óvenju yndisleg börn, falleg, skemmtileg og greind. Síðar bættist lítil systir í hópinn, Kristín. Haukur var snemma sérstaklega skýr og var gaman að segja lionum til. Hann spurði margs, var ótrú- lega fljótur að læra og las meira á barnsárunum en ég hefi þekkt um nokkurt barn. Einn var sá leik- ur, sem við áttum saman, en hann var að breiða úr gömlu, stóru landa bréfi á gólfið í kontórnum hans afa og læra um ýmsa staði, bæði jökla og dali, fjöll og firði og svo komu vík- ingaskip af hafi. Við lágum á gólfinu og stýrðum þessum farkost um, sem venjulega voru eldspýtu- stokkar — og landnámsmenn námu land. Hann var ekki margra

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.