Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 31

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 31
um, þó þungslin væru ekki mikil. Vegir voru engir og oft ófærð á heiðinni og bylir, en fáir dagar ætla ég að fallið haíj úr í milli- ferðum vegna færðar og veðurs. Guðmundur var ötull og duglegur ferðamaður og ratvís. Minnist hann sérstaklega einnar ferðar yfir Sandsheiði og var sr. Erikur J. Eiríksson þá með hon- um til messu á Sæbóli. Veður yar hið versta og í raun og veru ófært. Sr. Eiríkur hefur sent Guðmundi jólakort á hverjum jólum og minn- ist þar ævinlega þessarar heiðar- ferðar. Hér í sveitinni er frekar veður- sælt, vestan Sandsheiðar, einkum í góðviðrum síðustu áratugi. Eitt sinn var Guðmundur, (líkl. 1910) 9 kl.-tíma frá Núpi inn að Fremstuhúsum í blindbyl, sem ann ars er 1—IV2 tíma gangur í góðri færð. Fylgdi sjónum mest af leið- inni til að rata, og varð síðast að vaða fyrir framan móðinn, undir bökkunum, hér fyrir utan. Þegar faðir hans kom til dyra, sagði hann við son sinn „það end- ar með því að þú drepur þig“. Hefur honum þótt nóg um dirfsk- una hjá syninum, þótt sjálfur væri hann hið mesta karlmenni og óvíl- samur. Kennslustörf Guðmundar voru rækt með ágætum og notaðist^vel að þeim við ófullkomnar aðstæð- ur. Nemendur hans bera hlýhug til hans, enda segir hann að kennsla hafi alltaf staðið hug sínum næst og þar næst sjómennska, einkum á farskipum, en búhneigður hafi hann ekki verið. Guðmundur var í hreppsnefnd á yngri árum sínum, hann var einn af stofnendum Kaupfélags Mýrahrepps 1919 og fyrsti end- skoðandi þess. Hann er einlægur samvinnumaður og hefur ævin- lega lagt öllum góðum málum lið sitt í orði og verki. Hann er enn léttur á fæti, les mikið og fylgist vel með útvarpi og sjónvarpi, þó heyrnin sé farin að bila. Hann hef- ur unnið hörðum höndum alla ævi og sjaldan orðið misdægurt. Guðmundur Hermannsson kvæntist tveim konum. Fyrra hjónaband hans var farsælt, en veikindi og dauði eiginkonunnar, batt of fljótt enda á það. Síðari kona hans er mæt og góð kona, sem staðið hefur trúlega við hlið manns sfns í blíðu og stríðu. Oft varð hún að sjá ein um heimili og börn, vegna fjarveru manns síns, bæði við kennslustörf og sjómennsku á vorum, og vera þá bæði bóndinn og húsfreyjan. Hafa sjómannskonur tíðum þekkt það hlutskipti. Guðmundur hefur síðustu árin dvalið hjá dóttur sinni Vilborgu og manni hennar á Núpi. Börn Guðmundur eru öll góðir og nýtir þegnar, er skipa sæti sitt með sæmd, og er það mikilsvert, og beztu erfiðislaunin að lokum. Þessi orð frá minni hálfu, eiga að vera þakklætisvottur fyrir ágæt störf í þágu samfélagsins og sveit- arinnar, svo og nána og góða kynningu og samvistir vegna ná- grennis, um meir en hálfrar aldar skeið. Óska ég honum og skylduliði hans allrar blessunar. Jóhannes Davíðsson. Séra Guðmundur ekki hestum oft og einatt. Varð hann þá að fara gangandi eða á skíðum bæði á annexíuna Krapp- staði og annað, sem hann þurfti að fara um prestakallið. Sýndi hann í því einnig ósérhlífni og röskleika. Sem prestur var hann afburða vinsæll í söfnuðum sínum. Hann vandaði alla framkomu sína, bæði í kirkju og utan hennar og vildi leysa öll sín störf sem bezt af hendi. Dr. Ásmundur Guðmunds- son biskup, sagði mér frá því, að þegar hann vísiteraði Barðspresta- kall, hefði hann spurt söfnuðinn eins og venja er til, hvernig hon- um líkaði við prestinn sinn. Hefði þá forustumaður safnaðarins og mikilsvirtur maður í sveitinni sagt meðal annars, að hann lifði og breytti í fullu samræmi við bað, sem hann kenndi af stólnum, og hann bætti þvi við, að æskilegt væri, að allir þjónar kirkjunnar gætu fengið og átt þann vitnis- burð með réttu. Sýnir þetta glöggt, hversu vel metinn og vinsæll hann var í söfnuðum sínum. Séra Guðmundur er gleðimaður mikill og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Bæði voru þau hjónin með afbrigðum gestrisin og góð heim að sækja. Var ætíð glatt og hlýtt undir þeirra þaki, þar leið öllum vel og áttu þau bæði um það óskipt mál. Bæði voru þau hjálpsöm og greiðvikin og vildu úr öllum vandræðum vina sinna og sóknarbarna bæta. Oft voru hjá þeim að sumrinu fleiri og færri börn og unglingar, bæði af Siglu- firði og víðar að, og áttu þar góða ævi og munu þau minnast hjón- anna beggja með mikilli hlýju og þakklæti. Séra Guðmundur er ákaflega hlédrægur að eðlisfari og hefur aldrei sótzt eftir virðingar- eða valdastöðum. Þó var hann allmörg ár í hreppsnefnd og oddviti henn- ar um skeið. Endurskoðandi kaup- félagsins í Haganesvík var hann öll árin, sem hann var á Barði og formaður sjúkrasamlags sveitar innar um langt árabil. Hann hefur verið eindreginn framsóknarmað- ur alla tíð, fastur á skoðunum sín- um og enginn veifiskati í þeim efnum. Þegar hann sviplega og óvænt missti sína ágætu konu, var það mikið áfall fyrir hann og heimilið allt. Tók þá Signý, dóttir hans við forstöðu heimilisins, en hún var skipuð kennari við bamaskólann í Haganeshreppi 1959 Voru þau þá ýmist heima á Barði eða í skól- anum að Sólgörðum, sem er mjög nálægt prestssetrinu. Kenndi þá séra Guðmundur stundum í for- föllum hennar og þegar með þurfti. Árið 1966 hætti hann prest- skap og fluttist til Reykjavíkur. Hefur hann síðan búið hjá dr. Guðmundi syni sínum og frú Hildi konu hans. Á hann þar að sjálf- sögðu góða daga. Hann er vel hress, léttur á fæti og léttur í lund eins og hann hef- ur alltaf verið og virðist ellin ekki ætla að ná verulegum tökum á honum enn sem komið er. Hann þykir alls staðar góður gestur, er hann kemur til frændfólks síns og vina og vilja allir halda hon- um sem lengst hjá sér. Hann er líka alltaf jafn reiðubúinn að veita liðsinni sitt, hvar og hvenær sem vinir hans þurfa á að halda. Hefi ég og fjölskylda mín ekki sízt af því að segja og ýmislegt honum að þakka. Við óskum honum hjart anlega til hamingju á þessum tíma mótum í lífi hans og vonum að hans glaða lund og góðsami hug- ur endist honum til æviloka. Reykjavík, 6. apríl 1971, Þorst. B. Gíslason frá Steinnesi. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 31

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.