Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 11

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 11
MINNING Hans Ríkharð Beck til börnin komust upp og höföu lokið skólagöngu bæði hér heima og erlendis. Við Gasstöðina í Reykjavík starf aði Jón í nær tvo áratugi. Þá var sú starfsemi lögð niður, rafmagnið og heita vatnið höfðu leyst hana af hólmi, svo hún heyrir nú fortíð- inni til. Eftir það gerðist hann einn af stofnendum þjónustufyrir- tækis í borginni og við rekstur þess hafði hann sitt aðalstarf um skeið. Þá urðu eigendaskipti. Eitt af seinustu verkum Jóns var að hafa forgöngu um byggingu á stóru íbúðarhúsi í samvinnu við börn sín og tengdabörn og þar fengu fjölskyldurnar allar sitt eig- ið húsnæði. Jón Bjarnason á Skólavörðustígn um, eins og frændur hans og vinir kölluðu hann oft sín á milli, var maður sem mundi tvenna tíma og átti karlmannslund til að sigrast á erfiðleikum byrjandans. Hann var jafnan léttur í lund í hófsamri bjartsýni sinni, tók mótblæstri af stillingu og æðruleysi raunsæis- niannsins. Áreiðanlega var honum ljóst mörgum fremur, að lífið, lífsorkan og heilbrigðin voru ekki aðeins gjafir skaparans, það voru verð- mæti sem skyldugt var að nota til gagns. Lifið var orka sem skyldi falla í stuðla sannra lífsverðmæta. Jón óskaði ekki eftir að vera í sviðsljósinu en vann skyldustörf sín í kyrrþey af vandvirkni og trú- mennsku. hver sem þau voru. Það stóð heldur aldrei á liðsinni hans ef leitað var eftir. Það var eins oft boðið og hann dæmdi ekki hart, hann var velviljaður öllum ætt- ingjum, vinum og samferðamönn- um sínum, hvar f stétt sem þeir voru. Jón var trúhneigður maður, hann átti sterka trú, sem alla ævi var honum mikill afigjafi, hann hefur vafalaust tileinkað sér á unga aldrl orð sálmaskáldsins: „Þitt orð er guð vort erfðafé þann arf vér beztan fengum." Og ennfremur: \ „Lát börn vor eftir oss það blessað erfa hnoss.“ Nú er híð mikla tjald lífsins fallið, hinu mannlega dagsverki lokið við eóðan orðstír. Ekki vitum við, sem eftir erum, hvað við tekur, en í Davíðssálmum Hans R. Beck bóndi á Kollaleiru hér í Reyðarfirði andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu Neskaupstað sunnudaginn 21. febrúar s.l. Lífi eipstaks eljumanns og ágætis- drengs er lokið og það var staðið lengur en stætt var. Áfram var starfað, þótt kraftarnir væru til þurrðar gengnir. Lífsstarf slíkra manna verður seint til fjár metið og á því byggist okkar þjóðfélag, á starfi og eljusemi hinna vinn- andi stétta, sem skapa okkar þjóð arauð. Og þar var Hans enginn auk visi, heidur lagði sitt af mörkum ósvikið til hinztu stundar. Lífs- starf hans var starf bóndans hyggna og hagsýna, er aldrei féll verk úr hendi í þrotlausri önn ein- yrkjans fyrir framfæri sínu og sinna. En fyrst og síðast minnist ég hans sem hins hlýja og heilsteypta drengskaparmanns, ^er ætíð var gott að mæta. Það yljar hjartanu að eiga svo góða mynd og skíra um samferða- mennina og ég á um Hans. Hans fæddist 16. febrúar 1901 og var því nýorðinn sjötugur, er hann lézt. Foreldrar hans voru Þuríður Eyjólfsdóttir og Kristinn H. Beck, er bjuggu á Kollaleiru allan sinn búskap. Þau hjón voru mikil atorku- og sæmdarhjón, Kristinn orðlagt val- menni og hún atorku- og mann- kostakona. Um þau bæði á ég hug- Ijúfar minningar sem barn og ungl ingur. Landbúnaðarstörf voru frá bernskuárum störf Hans og á Kollaleiru sjást handaverk hans, þvf þeirri jörð fórnaði hann kröft- stendur: „Sá. sem hefur hreint hiarta, fær að stíga upp á fjall Drottins og dveÞ'ast á hans helga stað.“ Kæri frændi. þakka þér fvrir vináttu og tryggð. fyrr og síðar. Rvík. 21.2. 1971. Bj. Ól. um sínum óskiptum, tók við jörð- inni að föður sínum látnum árið 1945 og bjó þar til dauðadags. Hann kvæntist Hallfríði Guð- mundsdóttur árið 1937 og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 5 börn: Þuríði húsmóður í Reykja- vík, Ingiborgu húsmóður hér á Reyðarfirði, Kristin Guðmund Má, stúdent og Þorbjörgu, sem öll eiga sitt heimili á Kollaleiru enn. Hallfríður er einhver sú dugleg- asta kona, er ég hefi kynnzt og hefur unnið heimili sínu allt, er hún mátti. Að þeim öllum er sár harmur kveðinn við svo óvænt fráfall ást- vinar síns og votta ég þeim inni- lega samhryggð mína og minna. Ég hefi minnzt hér á aðalstárf Hans, búskapinn, en hinu má ekki gleyma, hvílíkur ágætissmið- ur hann var. Því kynntist ég vel og ég dáðist að því, hve glöggt smiðsauga hans var og hve fljótur hann var að sjá, á hvern veg verk- ið yrði léttast og bezt unnið. Og fumlaus voru handtökin og örugg við smíðina og þá var ekki síður um vert, hve viðmótið var ætíð jafn ljúft á hverju sem gekk, vermt góðlátlegri gamansemi. Hans var einlægur í skoðunum sínum öllum og fastur fyrir, enda greindur vel. Hann var mikill fram sóknarmaður, en aldrei man ég þó til þess, að skoðanamunur okkar yrði til sundurþykkis, þótt oft ræddi ég þióðmál við hann. Það var ekki sízt eðlisbund- ið frjálslyndi hans, sem þar kom til og eins það, að ég met menn meira fyrir það. að hafa ákveðna skoðun og standa við hana, en að þvkiast skoðanalausir eins og nú virðist um alltof marga. Af stíórnmálaskoðunum hans leiddi að hann var einlæsur sam- vinnumaður. en þar áttum við að vonnm samleið. Fámennt sveitarfélay okkar hef- ur orðið fátækara við fráfall þessa ágáetisdrengs. Hér erjaði hann jörðina, lagði gjörva hönd á plóg ÍSLENDINGAÞÆTTSR 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.