Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 27
Ásgeir Jónsson
frá Hjarðarholti í Stafholtstungum,
bóndi á Haugum í sömu sveit
ist 1945. Börn þeirra eru 4, talin í
aldursröð: Sigrún, starfsstúlka á
Vífilsstöðum, Ólafía, matráðskona
í Reykjavík, Ásgeir, kaupmaður og
Snorri, rafvirki, báðir í Reykja-
vík.
Nokkrum árum eftir að Valgerð
ur andaðist, gerðist Guðrún Gunn-
arsdóttir ráðskona hjá honum, og
héldu þau saman heimili æ síðan.
Var það Ásgeiri mikils virði, eink-
um eftir að hann hætti að geta
unnið fulla vinnu, og sjón tók að
daprast. Kunni hann vel að meta
athvarf, sem gott heimili veitir og
undi þar bezt, er líða tók á ævi-
kvöldið.
Þannig er í stuttu máli lífssaga
Ásgeirs Guðmundssonar. Þar skipt
ust á skin og skúrir. Hann var vel
að heiman búinn að andlegu og
líkamlegu atgervi. Hann hlaut
menntun umfram flesta jafnaldra
sína. Hann átti ætíð óskorað traust
samferðamanna sinna, sem völdu
hann í margvíslegar trúnaðarstöð-
ur. En andbyr lífsins fór ekki fram
hjá honum. Vorið 1914 — rétt áður
en hann yfirgaf æskuheimili sitt i
Ófeigsfirði — brunnu þar öll bæj-
arhúsin á einni klukkustund og var
litlu bjargað af innbúi. Þetta voru
miklar og reisulegar byggingar.
Langvarandi veikindi herjuðu á
konu hans og sum barna þeirra.
Þetta olli miklum erfiðleikum oft
á tíðum. En skapgerð Ásgeirs,
greind hans og óbilandi kjarkur
og dugnaður, buðu erfiðleikunum
byrginn. Kom hann lítt sár úr
hverri glímu, sem oft gat verið
tvísýn.
Ásgeir var Strandamaður að ætt
og uppruna, eins og áður segir.
Hann bar einkenni hinnar svip-,
miklu byggðar. Hann var karl-
menni hið mesta, bæði í sjón og
raun. Mikill atorku- og dugnaðar-
maður að hverju sem hann gekk.
Skapstór, fastur fyrir og trölltrygg
ur. Svipurinn stundum tvíráður og
kaldur, en bak við sió heitt hjarta
þess manns, sem alla ævi hafði það
hugfast, að láta gott af sér leiða í
smáu sem stóru, og urðu margir
samferðamenn hans þess aðnjót-
andi með ýmsum hætti. Hann var
ágætur félagsmálamaður og vann
m.a. mikil og góð störf fyrir sam-
vinnuhreyfinguna og Framsóknar-
flokkinn. Hann hafði skýra dóm-
greind og íhugaði hvert mál vand-
lega. Hann var í eðli sínu gleði-
maður og fram á síðustu ár hafði
liann ánægju af því, að vera með
Fæddur 24. júní 1885.
Dáinn 13. febr. 1963.
Skýrum orðum skrifað stendur,
skyndifregnin þaut.
Hvalur einn við Hauga kenndur
horfinn sé á braut.
Héðán yfir hinztu slörkin,
hans varð förin greið.
Ásgeirs þar við endamörkin,
alinn fákur beið.
ungu fólki og taka þátt í gáska
þess. Og þrátt fyrir hin mörgu,
dökku ský, sem mættu honum á
lífsleiðinni, hafði hann lag á því
að njóta þeirra sólskinshletta, sem
lífið færði honum.
Síðustu 2—3 árin var Ás-
geir nær alveg blindur. Það er
erfitt slíkum atorkumanni, en
aldrei mun hann hafa kvartað yfir
kjörum sínum. Ég held að hann
hafi — þrátt fyrir allt — er kraft-
ar þrutu, sjónin hvarf, og degi tók
að halla, viljað taka undir með
skáldinu og segja:
„Nú er ég aldinn að árum.
Um sig meinin grafa.
Senn er sólarlag.
Svíður í gömlum sárum.
Samt er gaman að hafa,
lifað svo langan dag.“
Stór hópur samferðamanna —
frændur og vinir — sakna sér-
stæðs persónuleika, vináttu og
tryggðar, sem aldrei brást. Slíkra
er gott að minnast og margt að
þakka. Blessuð sé minning hans.
Dan.Ág.
Gæðing hann af alliug unni,
ein varð tveggja sál.
Gegnum tauminn tala kunni
tilfinninga mál.
Sjálfsagt lengi sagan metur,
sanna snilli hans.
Klárinn sátu hvergi betur,
karlar þessa lands.
Þegar bar hann vín að vörum,
vóx hið innra fjör.
Var þá oft í svæsnum svörum,
sveiflað beittum hjör.
Innra svall þá andans hiti,
enda skapið brátt.
Ásgeiri varð að ég viti,
aldrei svarafátt.
Marga djarfa háði hildi,
hann sitt æviskeið.
Nú er þessi garpur gildi,
genginn feðraleið.
Tvennan hans ég þekkti þáttinn,
þrek og glæsileik.
En svo líka undir háttinn,
eins og brunninn kveik.
Manndóms snjalla merkið
barstu,
móti sól og hríð.
Sveitarinnar sonur varstu
sannur, alla tíð.
Menn þó falli markið stendur,
mótað hugar sýn.
Gróðurmold og grænar lendur,
geyma sporin þín.
Farðu sæll til hærri heima,
hérvist lokið er.
Vinir allir víðast geyma,
vaska mynd af þér.
Guðni Eggertsson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
27