Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 8
Valdemar og Guðrún fluttust að
Möðruvöllum vorið 1909, með Jó-
hanni Jónassyni, sem þar fór að
búa, og keypti jörðina litlu síðar.
Valdemar og Guðrún fengu ábúð
á hálfri jörðinni vorið 1911 og á
allri vorið 1918. En 1932 fór Jó-
hann sonur þeirra að búa á hálf-
lendunni móti foreldrum sínum.
Valdemar og Guðrún hættu bú-
skap og fluttust til Akureyrar. Þar
dvöldu þau síðan til æviloka
beggja. Guðrún Jónasdóttir andað-
ist á Akureyri 4. nóv. 1955.
Meðan Valdemar var bóndi á
Möðruvöllum, hlóðust á liann
mörg opinber störf fyrir sveitina
og héraðið. Þau helztu skulu hér
nefnd:
Aðeins 21 árs var hann kjörinn
deildarstjóri K.E.A. í Saurbæjar-
hreppi. Það starf hafði hann á
hendi í 42 ár. Oddviti hreppsins
var hann í sex ár. Kosinn sýslu-
nefndarmaður 1919 og sat í þeirri
nefnd i 45 ár. Endurskoðandi sýslu
og hreppareikninga mörg ár. í yf-
irkjörstjórn Eyjafjarðarsýslu nokk-
ur ár. Endurskoðandi K.E.A. í 16
ár. Árið 1928 var hann settur
hreppstjóri Saurbæjarhrepps og
skipaður í það embætti ári síðar,
og hafði það á hendi í 30 ár. Öll
þessi störf rækti hann af mikilli
alúð og hyggindum. í sýslunefnd
kom hann til framkvæmda ýmsum
nytjamálum fyrir sveit sína, eink-
um vega- og brúamálum, sem sjá
má glögg merki til.
Valdemar og Guðrúnu varð 4
barna auðið:
1. Jóhann f. 22.6 1911, fyrrver-
andi bóndi á Möðruvöllum, nú til
heimilis í Reykjavík. Kona hans
var Helga Kristinsdóttii', frá Sam-
komugerði. Hún lézt 18. jan. 1965.
2. Ásgerður, f. 16.5 1914 d. í
desember 1926.
3. Ragnheiður f. 2. júlí 1919,
gift Ragnari Ólasyni forstjóra Ið-
unnar Akureyri.
4. Ásgeir, f. 11. sept. 1926, verk
fræðingur í Reykjavík. Kvæntur
Auði Aðalsteinsdóttur, námsstjóra
Eiríkssonar.
Valdemar var eigi aðeins for-
svarsmaður þeirra Saurbæinga á
opinberum vettvangi, heldur einn-
ig nauðleitarmaður þeirra og hjálp
arheila í fjölmörgum einkamálum.
Þegar að kreppti á einhvern hátt,
var til hans leitað um ráð og úr-
bót. Þeir treystu honum ailir. Þeir
vissu, að hann var hygginn,
úrræða góður og einlægur.
Hólmfríður Pétursdóttir
Frú Hólmfríður Pétursson,
ekkja drs. Rögnvalds Péturssonar,
lézt í Winnipeg 10. marz 91 árs
að aldri. Hún fluttist vestur um haf
með foreldrum sínum frá Hraun-
koti í Aðaldal 1893 og giftist
Rögnvaldi Péturssyni 1898. En
hann varð síðar prestur Unitara 1
Winnipeg, ritstjóri Heimis, Heims-
kringlu og síðar Tímarits þjóð-
ræknisfélagsins og fyrsti forseti
þess, í stuttu máli sagt einn allra
fremsti leiðtogi íslendinga vestan
hafs, og studdi frú Hólmfríður
hann jafnan með ráðum og dáð.
Dr. Rögnvaldur lézt í Winnipeg
30. janúar 1940.
Auk drjúgs framlags til
islenzkra menningarmála vestan
hafs gaf frú Hólmfríður og börn
hennar, Landsbókasafni íslands
merka handrita- og bókagjöf árið
1941, sem skýrt er frá í Árbók
safnsins það ár.
Síðar — eða um 1960 — stofn-
aði frú Hólmfríður minningarsjóð
Rögnvalds Péturssonar við Há-
skóla íslands, og hafa þegar marg-
ir ríflegir styrkir verið veittir úr
honum til rannsókna í íslenzkum
fræðum, þeim fræðum, er dr.
Rögnvaldur unni um önnur fræði
fram.
Þeir treystu því, að hann
mundi aldrei ráðleggja annað
en það, sem hann taldi
rétt vera og hagstætt þeim
kringumstæðum, er fyrir hendi
voru hverju sinni. Sveitungarnir
áttu því oft mörg og margvísleg
erindi til hans. Stundum voru það
fjárhagsörðugleikar. Úr þeim
vanda greiddi hann ævinlega, ým-
ist í bráð eða lengd, eftir því hvern
ig málsatvik lágu að. Og þar átti
kona hans oft sínar hjartahlýju til-
lögur að máli. Oftar en almenning
ur vissi. Stundum voru það þrætu-
mál milli nágranna út af landa-
merkjum og öðru viðlíka, svo við
lá stefnum og málaferlum. Úr þess
um málum greiddi Valdemar ætíð
á þann hátt, að deiluaðilar undu
vel þeim málalokum, er hann var
höfundur að og sætzt var á. Mál-
efni þessarar tegundar voru fjöl-
mörg og miklu fleiri en almenn-
ingur vissi um. En þau reyndust
oft tímafrek og erilsöm.
Valdemar var ágætur heimilis-
faðir og húsbóndi. Ilann var ástrík
ur eiginmaður og faðir. Öll hjú
Jians virtu hann og viðurkenndu
fyrir réttsýni og tillitssemi 1 þeirra
garð. Á heimili þeirra hjóna var
oft gestkvæmt, glaðværð og sam-
hugur. Átti húsfreyjan þar sinn
stóra hlut að máli. Valdemar unni
konu sinni heilshugar, allt frá
barnskynnum þeirra. Og ekki mun
það ofsagt, að eftir að hann missti
hana, hafi hann aldrei litið fylli-
lega glaðan dag. Bjartasti geislinn
í lífi hans eftir það, var litla Guð-
rún dótturdóttur hans. í tilveru
hennar fann hann til nálægðar
konu sinnar. Atlot litlu stúlkunnar
skynjaði hann á einhvern hátt sem
ástrík og mjúk hönd konú hans
stryki vermandi og huggandi
um vanga.
Valdemar var einlægur trúmað-
ur. Hann trúði í því örugglega, að
þegar hann hyrfi af þessu jarðlífi,
mundi Guðrún taka á móti honum
á ströndinni hinum megin. Þá
stund þráði hann og hlakkaði til
hennar með hlýjum og barnsleg-
um huga.
Hann andaðist 21. desember
1970.
Hólmgeir Þorsteinsson.
P.
ÍSLENÐINGAÞÆTTIR