Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 23
var Valbjörgu mikið áfall, þótt
hljóðlega væri með farið, er liún
missti þessa ástkæru systur sína
fyrir nokkrum árum.
Eins og fram kemur í upphafi
þessarar greinar var Valbjörg Jóns
dóttir sérstakur persónuleiki, er
ekki gleymist þeim, sem henni
kynntust. Jafnlyndi hennar átti
sér ekki margar hliðstæður í líf-
inu. enginn atburður raskaði ró
hennar. Aldrei sá hún verri hlið-
ina á nokkru máli. Trú hennar á
hið góða brást lienni aldrei. Alltaf
var hún viss um að vel mundi
úr rætast, þó að óvænlega horfði,
og það reyndist henni svo. Að
hennar dómi var eingöngu til gott
fólk sem vildi ölium og öllu vel.
Ef á því varð misbrestur frá sjón-
armiði annarra. sá Valbjörg aðeins
það, að um óviðráðanleg mistök
het'ði verið að ræða, sem mundi
faía betur en á horfðist.
Valbjörg starfaði mikið í Kven-
féiagi Borgarness. IJennar þáttur
í félagsstarfinu var í samræmi við
eðli hennar og tilgang í lífinu, að
verða að sem mestu iiði og styðja
sem bezt starf þeirra er til for-
ustu höfðu valizt i félaginu hverju
sinni.
Valbjörg hafði erft þá dýrmætu
eiginleika forfeðra sinna, að
fyndni og skemmtileg tilsvör lágu
henni á vörum án fyrirhafnar.
Margar setningar af hennar vör-
um urðu landfleygar og munu lifa
í minni samferðamannanna sem
neistar, er ylja um langa framtíð.
Það einkenndi þessa hæfileika í
fari Valbjargar, að fyndnin og góð-
viljinn áttu alltaf samleið í hennar
frásögn.
Eins og fram hefur komið í þess
unr línum er ytra borðið á lífi
Valbjargar eins og venja er með
manndómsfólk sem barizt hefur á
leiðinni frá fátækt til bjargálna,
og fyrir þrotlaust starf og sam-
heldni fjölskyldunnar tekst að
komast þá leið á enda, sem sem
Ásbirni og Valbjörgu tókst.
En et betur er að gáð, er líf ■
Valbjargar langt um fram það
hversdagslega. Ró hennar, bjart-
sýni, 'velvilji, trúin á hið góða, í
fáum orðuni sagt, manngæðin
voru slík, að af þeim lýsir sem
af vita út til samferðamannanna
á þeim leiðum, er líf hennar náði
til. Þessi hógværa kona, er aldrei
krafðist eða óskaði neins sér til
handa, var slík, að hún mun
skipa veglegan og áhrifaríkan
PETUR ASKELSSON
SJOMAÐUR
Það fer ekki hjá því, að óhug
setur að fólki, er það heyrir að
bátur hafi farizt, og hetjur hafsins
hafi gist hina votu gröf. Svo fór
og fyrir mér, er ég heyrði að Vík-
ingur frá Hólmavík væri talinn af.
Hólmavík er lítið þorp og því stórt
skarð höggvið í fámenna stétt, er
einn hinna fáu bála. er þaðan reru,
er frá.
Pétur Áskelsson fæddist á Bassa
stöðum við Steingrímsjförð, sonur
hjónanna Guðríðar Jónsdóttur og
Áskels Pálssonar, er þar bjuggu.
Ifann var einn úr stórum barna-
hóp. Hann fór snemma að vinna
fyrir sér eins og gerðist í þá tíð
á barnmörgum heimilum. Hver
vann eftir beztu getu, svo allt færi
vel. Þar varst þú ekki eftirbátur
annarra, kraftmikill og hraustur.
Hugur þinn hneigðist snemma til
sjávarins, enda löngu kominn með
þitt eigið far.
Um tvítugt kvæntist Pétur eftir-
lifandi konu sinni, Ingibjörgu
Benediktsdóttur. Þau áttu níu
börn, en misstu uppkominn son
fyrir nokkrum árum. Var það mik
sess í minningu samferðafólksins.
Ég veit að samskipti hennar við
samferðafólkið voru með þeim
hætti, að hún gat með réttu til-
einkað sér þessa ljóðlínu Stefáns
frá Ilvítadal:
„Ég á öllum gott að gjalda
gleði mín er djúp og rík.“
Og við sem horfum á eftir þess-
ari gæðakonu yfir landamærin, er-
um forsjóninni þakklát fyrir kynn
in við hana.
Ég og kona mín vottum börnum
og öðrum aðstandendum Valborg-
ar innilega samúð okkar.
Halldór E. Sig'urðsson.
ið áfall fyrir þau hjón bæði, en
tíminn græðir öll sár. Hin bornin
eni flest uppkomin, mesta niynd-
ar- og dugúaðar fólk Ég veit að
þín, Pétur, er sárt saknað af þín-
um og öllum, sém þig þekktu Þú
varst hinn Ijúfi og hlýi maður í
umgengni, þótt sárast sakni þín
trausta og hlýia kona og börnin.
En eitt sinn skal hver deyja og
höfum það í huga, er við syrgium,
að öll fáum við aftur að sjást. og
það verður okkar stóri styrkur.
Dauðinn gerir ekki boð á undan
sér. Verum því viðbúin. Hafið er
gjöfult, en margur má því færa
fórnir. Og svo fór hér. Faldi dimm
an fleyið smáa, feigð þvi risti. bár-
an háa. Þar sem þið eruö frá, barst
traustur hlekkur í keðju sjómanna
stéttarinnar.
IJafðu þökk fyrir vel unnin störf.
Ég sendi þér. Ingibjörg, mína
dýpstu samúðarkveðju. svo og ykk
ur öllum hinum.
Verið þess minnug, að látinn lif-
ir. Ég sendi einnig samúðarkveðju
til ekkiu. móður og annarra ætt-
ingja Guðfinns Sveinssonar. sem
með Pétri fórst. Hann þekkti ég
frá bví hann var barn.
Megi sá, sem tók. græða sárin
og þerra tárin. Lifið heil.
Ritað á Hrafnistu
27. marz 1971
Þuríður GuðmundsdótEir
frá Bæ á Selströnd.
(SLENDINGAÞÆTTIR
23