Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 12

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 12
MINNING Jarþrúður Pétursdóttir Fædd 28. marz 1897. Dáin 16. marz 1971. Mér finnst sem ég geti ekki lát- ið hjá líða að minnast þín örlítið kæra tengdamóðir, líta aðeins yf- ir farinn veg, nú er þú hefur vista skýpti, og hverfur sjónum okkar gömlu samferðamannanna. Ég hef engar áhyggjur þín vegna, segi aðeins góða ferð, og guð blessi þig. Ég veit að vinir þínir og verndarar taka á móti þér á nýja tilverusviðinu og leiða þig sér við hönd, og þú verður hamingjusöm með nýja líkamann, og þú færð að sjá margt sem hríf- ur þig og veitir þér unað. Ekki meira um það. Ég ætla ekki að skrifa neina ættartölu, aðeins að rifja lítillega upp kynni mín af Jarþrúði Péturs- dóttur. Hún fæddist að Högnastöð- um við Eskifjörð og var yngst af þremur börnum foreldra sinna. líún missti rnóður sína þegar hún var 2ja ára gömul. Fluttist til Reykjavíkur þegar á æskuskeiði og lærði þar saumaskap, en ekki dvaldi hún þar mörg ár. Næst var ferðinni heitið að Hell- um í Landssveit. Þar kynntist Jar- þrúður eftirlifandi eiginmanni sín- um Björgvini Filippussyni. Ilann var sonur hjónanna á Hellum Ingi bjargar Jónsdóttur og FilippUsar Guðlaugssonar. — Þau Jarþrúður og Bjorgvin voru gefin saman i hjónaband 28. nóvember 1922. Ekki dvíTldu ungu hjónin lengi að og vann hörðum þöndum langan og farsælan vinnudag. Ég og mitt fólk allt kveðjum Hans á Kolíáleiru þakklátum huga og þökkum samskiþti liðinna árá, öll á einn veg. Sé til önnur veröld æðri okkar, hlýtur slíkur maður að eiga góða heimvon í nýjum heimi. Þangaé fylgja honum þá hlýjar kveðjur og erfiði hans og lífsstarf allt muh verðskuldaða umbun hljóta. Helgi Seljan. 12 Hellum. Þau fluttust að Bólstað í Austur-Landeyjum vorið 1923, og bjuggu þar í 26 ár, og eignuðust 9 börn. Eina stúlku eignaðist Jar- þrúður áður en hún kynntist Björgvini, svo börn hennar urðu 10. Öll voru börnin mjög góð móð ur sinni og reyndu eftir beztu getu að létta henni lífsbyrðarnar til hinztu stundar, en ekki var nú samt allt líf Jarþrúðar dans á rós- um, og misjafnt er á mennina lagt. Efnalega komust þau hjón vel af enda bæði ráðdeildarfólk og reglu söm, drenglunduð í viðskiptum við aðra menn. Þannig gerðu fólki farnast ætíð vel. Nú er þar kom- ið að ég fer að hafa náin kynni af hjónunum á Bólstað. Þau eru glæsíleg á velli, og full af lífs- prótti. Jarþrúður mjög vel greind kona, allra kvenna velvirkust og létt í hreyfingum. Maður hennar Ijolgreindur, hrókur alls fagnaðar, bóndi af iífi og sál. Framtíðin blas ir Við full af fyrirheitum, en ápenima á hjúskaparárum þeirra l^éna dregur ský á hinn heiða himin. Veikindi sækja. þau heim, er fylgja þeim síðan langtímum saman, og verða þeirra mestu erf- iðleikar á lífsleiðinni. Son missa þau 2ja ára gamlan, þriðja barn þeirra, síðan stúlku 16 ára, og síð- ar stúlku 20 ára. Þetta sýnist nú vera nokkurt álag, en það er ekki öllu lokið. Ofan á þetta bætist að Jarþrúður missir heilsuna. Það er liðagigt, sem leggur hina áður frísku konu í rúmið, og þau hjón bregða búi af þeim sökum árið 1949 og flytjast til Reykjavíkur. Jarþrúður varð að fara um í hjólastól síðustu 25 árin, ef hún hafði fótavist, en aldrei féll henni verk úr hendi, ef hún mátti því við koma. Við sem hjá stöndum getum gert okkur í hugarlund hvtlík raun þetta hefur verið jafn hug- mikilli konu og Jarþrúður var, og þar til viðbótar að vera langtím- um sárþjáð. En það merkilega var að allir sem heimsóttu hana, hvort sem það var á heimili hennar eða á sjúkrahús, sóttu til hennar lífs- þrótt og kjark til atlögu við hin erfiðustu viðfangsefni. Aldrei heyrðist Jarþrúður tala um sínar þjáningar, og henni auðn aðist að halda sinni hetjulund og heilli hugsun til liinztu stundar. Ég, sem þessar línur rita, á Jar- þrúði margt að þakka fyrir langa samveru. Hún var mér hinn góði kennari, ekki með prédikunum, eða umvöndunum, heldur með sínu eigin lífi, því henni var það ljóst, að það er fyrst og fremst sannleikur sem lifað er. Hún var heilsteypt og sönn hetja í raun, og skildi ætíð hismið frá kjarnanum. óx upp úr erfiðleikunum, alltaf tilbúin að veita þeim veiku og smáu lið. Nú síðustu árin var Jaí- þrúður upptekin við að hlúa að litlu lífsblómunum sínum, barna* börnunum, og ég veit að þaú senda ömmu sinni hlý hugskeyti yfir á eilífðarlandið . Blessuð sé minning hennar. Ingólfur Jónsson. ÍSLBNDINGAÞÆTTiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.