Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 16

Íslendingaþættir Tímans - 12.05.1971, Side 16
Tómasína Ingibjörg TómasdóttLr Fædd 27. apríl 1884. Dáin 25. janúar 1971. Við þá fregn að hún væri horf- in sjónum, horfinn sá möguleiki að mæla hana málum og njóta yls frá auðugu hjarta hennar, titraði tregasár strengur í hverju brjósti, sem unni henni, tilfinning saknað- arins var lík og þegar hárfínn hörpuómur líður út í þögnina, ilm ur blómsins hverfur og mildur geislinn hnígur að djúpi. Ástvinir áttu hér mikið að missa, en eru þó auðugir eftir, því að þeir og aðrir, sem áttu hér samleið um lengri eða skemmri veg, geyma minningu, sem mun fegra líf þeirra fram að hinzta kveldi. Hver sem slík áhrif hefur á föru neyti sitt og umhverfi má með réttu heita óskabarn. Góðar vættir g áfu Tómasínu Tómasdóttur í vöggugjöf það gull, sem í höndum hennar á langri ævi leið reyndist hvoru tveggja kyndill og lyfsteinn, sem lýsti og græddi og varð þannig hennar eigin og annarra auðlegð. Slíkir rnenn rnunu eigi hverfa, þótt móðir jörð feli í skauti sér það, sem henni er helgað. Þeir lifa með okkur í verkum sínum, og vinarástúð og perlunum fjölgar á festi minning- anna. Tómasína Ingibjörg Tómasdóttir fæddist þann 27. apríl árið 1884 að Hróarsstöðum í Fnjóskadal. For eldrar hennar voru Tómas Jónas- son bóndi og skáld á Hróarsstöð- um og kona hans, Björg Emilía Þorsteinsdóttir frá Hlíðarenda í Bárðardal. Tómas var af Reykja- ætt í Fnjóskadal. Jónas faðir hans var Bjarnason, Jónssonar Péturs- sonar frá Reykjum. Kona hans og móðir Tómasar var Sigríður Jóns- dóttir, fósturdóttir Tómasar Jóns- sonar bónda á Veturliðastöðum. Ein af systrum Tómasar á Hróars- stöðum var Sigríður kona Hall- gríms Ólafssonar bónda í Fremsta- felli í Köldukinn, en þau voru for- eldrar Jónasar Hall friðdómara í Norður-Dakota, föður Steingríms Hall tónskálds. Önnur systir Tóm- asar var Guðrún, gift Bjarna Jó- hannessyni ættfræðingi frá Sel- landi í Fnjóskadal. Þriðja systirin var Guðný kona Guðlaugs Jóhann- essonar bónda á Þröm í Eyjafirði. Þau voru, sem kunnugt er, foreldr ar sr. Sigtryggs á Núpi og þeirra systkina. Tómas missti föður sinn árið 1852, en móðir hans var þá látin fyrir nokkrum árum. Allmörg næstu árin mun Tómas hafa verið vinnumaður eða lausamaður í Fnjóskadal, Bárðardal og Eyjafirði. En þegar hann kvæntist heimasæt- unni á Hlíðarenda, tók hann þar við búi, en fluttist vorið 1874 að Hróarsstöðum í Fnjóskadal og bjó þar til æyiloka. Þau Tómas og Björg eignuðust margt barna og komust sex á full- orðinsaldur: Sigrún, Jón Emil, Helga, Ármann, Jónas og Tómas- ína. Hún fæddist að föður sínum látnum og var eftir honum heitin. Tómas Jónasson var fluggreind- ur og um margt hinn merkilegasti maður. Hugur hans mun snemma hafa hneigzt til bókar, þóa ð eigi væri kostur skólagöngu. Má það teljast mikill skaði að hæfileikar þessa sérstæða manns fengu ekki notið sín sem skyldi sökum efna- skorts og erfiðrar aðstöðu. Lætur að líkum að búsýsla hafi ekki ver- ið beint við hæfi Tómasar. Dag- bækur hans og minnisblöð frá ár- unum 1857—1883 munu sýna mjög glögglega hvert hugur hans stefndi, —- til bóklegra fræða og skáldskapar. Tómas var prýðilega skáldmæltur og er nokkuð til af skáldskap hans. Væri verðugt að safna slíku til varðveizlu og taka saman þátt um þennan bókmennta- mann í bændastétt. Akureyrar- blöðin munu hafa flutt efni eftir Tómas, einkum minningargreinar og erfiljóð. En hann mun einnig hafa ritað ýmislegt um uppeldis- mál, búskap og garðrækt. Birtist sumt af því í sveitablöðum, sem út voru gefin í heimahögum hans. Tómas hafði án tilsagnar komizt svo niður í dönsku og ensku að hann get lesið bækur á þeim mál- um sér að gagni. Þrátt fyrir kröpp kjör tókst honum að afla sér merkra bóka. Bókareikningar hans sýna, að hann hefur keypt dýrar orðabækur og ýms rit á dönsku og ensku, einkum um skáldskap og heimspeki. Einnig mun hann hafa verið áskrifhndi að ritum eftir Shakespeare og fengið þau í hend- ur allmörg. Þá má sjá að hann hefur keypt biblíuna á ensku vafa- laust til hjálpar við enskunámið. í bókmenntafélagið gekk hann árið 1864 og efalaust hefur hann not- fært sér þær bækur íslenzkar, sem völ var á. En mesta áhugaefni Tóm- asar var leikritagerð. Frá hans hendi eru til fjögur leikrit og er „Yfirdómarinn“ þeirra þekktast og vinsælast. Tómas á Hróarsstöðum lézt ár- ið 1883, aðeins 48 ára að aldri. Við það áfall sundraðist heimilið. Ekkj an varð að skiljast við börn sín og fela þau öðrurn á hendur, utan yngstu dótturina, Tómasínu, sem fylgdi henni að Steinkirkju í Fnjóskadal. Þar gafst þeim mæðg um hið bezta athvarf hjá hjónun- um Sigtryggi Guðlaugssyni og Þor- björgu Hallsdóttur og börnum þeirra. Tengdust þar þau bönd traustrar vináttu, sem ekki slitn- uðu í straumi áranna. Er Ólöf Sigtryggsdóttir frá Steinkirkju og sr. Sigtryggur Guðlaugsson flutt- ust að Þóroddsstað í Köldukinn, þar sem sr. Sigtryggur þjónaði í nokkur ár, fór Tómasína með þeim, en hvarf síðan vestur til ísa- fjarðar. En þangað voru þá fluttar systur hennhr, Sigrún og Helga og einnig var þar" busettur bróðir hennar, Jónas, tónskáld og söng- stjóri, sem með störfum sínum að margþættum menningarmálum, markaði djúp spor vestur þar, svo sem kunnugt er. Dvöl Tómasínu á ísafirði varð ekki löng. Fnjóskadalur heimti dóttur sína aftur heim. Þar ófust 16 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.