Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR l.TBL. - 5. ÁRG. - SUNNUDAGUR 23. JAN. - NR. 68. TÍMANS Sveinlaug Helgadóttir Fædd 4. ágúst 1886. Dáin 31. ágiíst 1971. Haustið 1901, er ég fluttist að Karlssikála við Reyðarf jörð, þá ný- orðinn átta ára, var þar fjölmennt eða 49 manns heima á Karlsskála og í Gunnlaugshúsi. Þarna var samkomuhús og margt af krökkum og ungu fólki, sem skemmtu sér á ýmsan hátt, eins og venja er til um æskufólk. Meðal annars var þar mikið dans- að. Éig hafði aldrei fyrr séð stigið dansspor, var því eðlilega dálítið utanveltu vegna vankunnáttu í þessari íþrótt. Minnist ég þess að þá gekk fram hressileg ung stúlka og mælti á þessa leið: „Það er ger samlega ótækt að strákurinn, orð- inn átta ára, skuli ekki kunna að dansa“. Að þassum töluðu orðum gerðist hún minn danskennari. Kennslustarfið rækti hún af mikl- um dugnaði. Þessi unga stúlka var Sveinlaug Helgadóttir, sem nú er nýlátin. Líf hennar varð ekki alltaf áhyggjulaus dans, eins og fram mun koma í þessum minningar orðum. Sveinlaug fæddist að Kirkjubóli í Vaðlavík 4. ágúst 1886. Foreldr- ar hennar voru Helgi Ásmundsson bóndi þar og kona hans Þuríður Hjálmarsdóttir. Árið 1892 fluttust foreldrar hennar að Ýmastöðum í sömu sveit. Dvöl þeirra þar varð þó ekki löng, því 1894 7. febrúar dó Þuríður móðir Sveinlaugar. Helgi Ásmundsson brá fljótlega búi eftir lát konu sinnar, og um vorið 1894 flutti hann með öll sín börn að Karlsskála við Reyðar- fjörð. Skal hér lítillega sagt frá börn- um Helga og Þuríðar og greint frá aldri þeirra, þegar Helgi brá búi eftir konumissinn 1. Ás- mundur 21 árs. Reisti áriö 1905 nýbýli í Breiðuvíkurlandi, er hann nefndi Bjarg. Var hann siðar við þann stað kenndur og venjuleg ast nefndur Ásmundur á eða frá Bjargi. Kona Ásmundar var Svein- björg Stefánsdóttir ættuð frá Norð firði. Ásmundur var fróður maður og ritaði ýmislegt á efri árum þar á meðal endurminningar sínar „Á sjó og landi“, sem ísafold h.f., gaf gaf út árið 1949. Heimildir um ald- ur systkinanna og fleira er fengið úr þessari bók Ásmundar. Hann lézt í Reykjavík árið 1948. Jvaldist þar hjá syni sínum Halldóri múrarameistara síðustu ár ævi sinnar. 2. Ari 17 ára. Dó úr berklaveiki árið 1903, ókvæntur. Ari þótti sér- stakur efnismaður, hafði verið for- maður og fiskaði svo af bar. 3. Ólafur 12 ára. Hafði að mestu alizt upp í Sandvík hjá Gunnlaugi Björgúlfssyni, sem kvæntur var Ólöfu Aradóttur hálfsystur Þuríð- ar móður þeirra. Þegar hér var komið hafði Gunnlaugur stofnað nýbýli í Karlsskálalandi, skammt fyrir innan Karlsskála, þannig að túnin voru innan sömu girðingar. Girðing um Karlssikálatún allt var þá hlaðinn grjótgarður. Þetta býli var þá jafnan nefnt Gunn- laugshús, en fékk síðar nafnið Kambar. Ólafur kvæntist síðar Guð nýju Stefánsdóttur og hann gerð- ist bóndi á Helgustöðum við Reyð- arfjörð og bjó þar alla ævi. Hann lézt árið 1964. Guðný ekkja hans er enn á lífi, nú níræð. 4. Halldóra 9 ára. Giftist síðar Jó- hanni Þorvaldssyni formanni og út gerðarmanni á Eskifirði. Hún ein er nú á lífi þessara systkina og er enn vel ern. Hún var ein aðalstoð og stytta Sveinlaugar systur sinn- ar þegar bágast horfði um henn-

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.