Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 20
ið, blíðlynd, stór og sterk, vak- að yfir velferð bónda síns og barna þeirra, sem eru 6 og öll á lífi, Kristján, Páll Guðrún, Há- kon, Ólafía og Daníel — ég held öll búsett í þyiklkvabæ, nema Guð rún. iSystkini Guðrúnar sálugu voru öll dáin á undan henni, en þau voru Jóhann V. Daníelsson, kaup- maður á Eyrarbakka, Álgústínus Daníelsson, bóndi á Eyrarbakka, Sigurður Daníelsson, gestgja'fi á Kolviðarhóli, Þorsteinn, sem dó um þrítuigt og bjó í Guttorms- haga með bræðrum sínum, Sig- urður, gullsmiður á Eyrarbakka, Daniel bóndi í Guttormshaga og Vilhjálmur vinnumaður á sama stað. Móðir Guðrúnar og föður amma min var Guðrún Sigurðar- dóttir ættuð frá Skammbeinsstöð um í Holtum ag Lækjarbotnum í Landsveit. Ættfræði mín er annars öll í molum og lengra hætti ég mér ekki út í þau fræði. En ég vil ljúka þessum fáu kveðjuorðum til frænku minnar látinnar með djúpri virðingu fyr- ir vammlausu, ævilöngu dags- verki hennar, sjaldigæfri hjarta hlýju og góðvild, sem náði ekki aðeins til náinna vina og vanda- manna, heldur til allra, sem hug- ur hennar og hönd komust í snertingu við. Þjóðin öll stendur í þakkarskuld við fólk af hennar gerð. Mann'kostir þess deyja ekki út, heldur erfast frá (kynslóð til kynslóðar. Guðm. Daníelsson. t Hérna féll í hárri elli heiðursfrú — frá niðjaigrúa. Því skal valdar þakkir gjalda, þá um leið er fullnað skeiðið. Hér í Búð að börnum hlúði; bónda unni og styðja kunni hún til dáða og hollra ráða. — Huga klökkum fylgir þökkin. Lífsins dagur — ljós og faigur, langt var starf — til margra þarfa. Hollráð geymdi í hugansi leyndum: hjónabandi fylgir vandi. Þetta boðorð bezt nam stoða búsins önn, og veitti að sönnu ljós í ranninn, lit á annir, léði gestum hressing 'beztu. Kvödd frá (Búð er konan prúða, konan styrka og notinvirka. Hálfa öld — með hreinan síkjöldinn — húsum réði í starfi og gleði. Víst hjá m'engi varir lengi vinhlý minninig, hennar kynning. — Árin streyma, en eilífð geymir yndið skæra og vini kæra. Auðunn Bragi Sveinsson. t mér sjálf með einstakri nær- gætni, og svo var ég heppinn, að enginn smitaðist á heimilinu. Þessa atvi'ks minnist ég með al veg sérstöku þakklæti. Guðrún Daníelsdóttir fæddist í Kaldárholti í Rangárvallasýslu hinn 10. febr. 1890. Hún var kom in af merku bændafólki. Guðrún hlaut igott uppeldi og lærði fata- saum með þeim ágætum, að hún var mjög eftirsótt saumakona, bæði fyrir dugnað og vandvirkni. Hinn 22. júní gekk hún að eiga eftirlifandi mann sinn, Haf liða Guðmundsson, Búð í Þykkva bæ, og bjuggu þau þar allan sinn búslkap af alkunnri rausn. Haf- liði hefur verið einn af þekkt ustu forystumönnum sveitar sinn ar og sýslu, en slík störf eru þeim einum framkvæmanleg, sem njóta styrkrar aðstoðar um búsforráð heima fyrir. .íinn.13. okt. 1933 baðst ég í fyrsia sinn gistingar í Búð í Þykkvabæ. Ekki kom mér þá til hugar, að þar ætti ég eltir að veroa næturgestur nuklu oftar en á noKkrum oðrum bæ á fiakki mmu um iandtö, eða samtais í 116 nætur. En sú staðreynd tal ar sinu máli um aðbúð igesta á þvi sæmdarhemuli. Þegar ég í þetta fyrsta sinn heilsaði hinni gjörvulegu hús- freyju, fann ég hiylegt handtak, en sérstaka atnygli mma vakti sú milkla igóðvild og mildi, sem geisl aði frá henni. Þessi háttprúða kona virtist mér hlédræg, eða ef til vill feimin, en ekki hafði ég verið gestur þeirra hjóna í mörg skipti, þegar hún mun hafa átt- að sig á, að ég var ósköp venju- legur maður, sem óhætt var að ræða við. Siðan var mér ekki tek ið aðeins sem góðum gesti held ur eins og bróður. Sumarið 1949 bar svo við, að ég lagðist veikur í Búð af talsvert ill'kynjaðri um- gangspest og lá þar í 10 daga. Vissulega er ekki þægilegt að fá slíkan gest, og mun fáum vel kominn, en þess varð ég síður en svo var. Húsfreyjan hjúkraði Þau hjón eignuðust 4 syni. sem allir eru kvæntir og búsett ir í Þykkvabæ, og 2 dætur. Hef- ur önnur þeirra lenigst af dval izt heima fyrir ógift, en hin gift og búsett í Reykjavík. Eru börn þessi foreldrum sínum til verð ugs sóma. Fyrir allmörgum árum tók Guðrún erfiðan sjúkdóm, sem var henni mjög fjötur um fót, en hún bar hann með sinni al- kunnu þolinmæði og þrautseigju til dánardægurs, hinn 25. nóv. 1971, að hún fékk hægt andlát eftir árangurs- og kærleiksríkt ævistarf. Útför hennar var gerð frá Þykkvabæjarkirkju hinn 4. des., og varð legstaður hennar í nýrri útfærslu kirkjugarðsins, sem víigður var við þetta tæki- færi. Mikill mannfjöldi var við staddur, þar á meðal 'allmargir úr öðrum sveitum. Minni látnu vin konu þakka óg langa og góða vin áttu, 'en vini mínum Hafliða og f jöl- skyldu þeirra votta ég samúð mína og (konu minnar. Enda „þótt dagur sé að kvöldi kominn“, þá fylgir kveðjustund ástvina jafnan sökn uður. Ásgeir L. Jónsson. 20 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.