Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 11
Guðríður Hansdóttir Guðríður Hanadóttir fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1903, en hún lézt hinn 15 júlí s.l. og vantaði því aðeins einn mánuð á 68. ald- ursárið. Hún var dóttir hjónanna Hans pósts Hannessonar, Hans- sonar, sem einnig var póstur, og Kristínar Árnadóttur frá Breið- holti. Báðir voru þeir feðgar landskunnir sómamenn á sinni tíð. Móðir Guðríðar var Kristín Hjálmsdóttir bónda í Þingnesi Jónssonar bónda ó Hóli í Lund- arreykjadal Einarssonar bónda í Kalmanstungu, sem margir m'erk- ir tónlistarmenn kunna að rekja ættir sínar til. Móðir Kristínar var Guðríður Jónsdóttir írá Deild artungu, en þaðan er mikill ætt- bogi kominn. Guðríður ólst upp i foreldrahúsum í Hanshúsi, sem svo var kallað og var innan við Skólavörðu þar sem nú er Leifs- gata 25, og var hún næstelzt fjög urra systkina. Faðir hennar hafði þá töluverðan búskap og milkil umsvif þar sem hann hafði á hendi póstflutninga austur á Rangárvelli, en þá póstleið hafði hann lengst af. Allur póstflutn- ingur var fluttur á klyfjahestum í póstkoffortum, seinna fékk hann svo fjaðravagn með tjald- himni yfir til sumarferðanna og gat tekið í þá marga farþega. Einnig höfðu þau Hans og Krist- ín nokkrar kýr í fjósi og gátu selt mjólk til nágrannanna. Allt- af var margt fólk í Hanshúsi með an Guðríður var að alast upp og kynntist hún þar fjölþættu at- hafnalífi og hafði þar sveitina á aðra h.önd en bæjarlífið á hina. Vestan Skólavöröu reis borgin að austan við Barónsstíg, þar sem æskuheimili hennar stóð var gróðurland og ræktuð tún, þar sem heyjað var handa kúm og^ hestum búsins. Þar er nú hluti Norðurmýrar og Hlíðahverfis. Eftir að ég fór að iara til ISLENDINGAÞÆTTIR Reykjavíkur kom ég oft í Hans- hús til föðursystur minnar og þar minnist ég Guðríðar fyrst sem ungrar lífsglaðrar stúlku, syngjandi við vinnu sína, hispurs laus og hreinlynd, en glaðværð og lífsþróttur seytlaði frá henni eins og hressandi blær, það var óþarfi að vera með ólund í ná- vist hennar. Eftir að hún varð fulltíða áttum við skemmtilegar samverustundir í ferðalögum á hestum á meðan þeir voru helzta farartækið, en mjög snemma eft- ir að bílar fóru að flytjast til landsins mátti sjá þá við Hans- húsið, þar sem áður voru hestar og vagnar, jafnvel lystivagn Dana drottningar, hinnar fyrstu sinnar stéttar, er heimsótti ísland, en það var 1921 sem faðir Guðríðar ók henni til Þingvalla, en nú tóku bræður hennar við og stýrðu bílunum og fékk óg þá oft að fljóta með þeim frænd- systkinum mínum. Hinn 6. des. 1930 giftist Guð- ríður ágætum manni, Júlíusi Jónssyni, sérleyfishafa, sem ók leiðina Kjalarnes—Kjós í fjölda mörg ár og hafði raunverulega sömu atvinnu og faðir hennar eða landferðir með fólk og flutn- ing. Þau höfðu búið saman í far- sælu og ástríku hjónabandi í rúm 40 ár er Guðríður lézt eftir þung bær veikindi, sem hún bar með mikilli hugprýði, án þess að nokk ur heyrði hana kvarta. Kjarkur hennar og dugnaður var frábær. Þau Guðríður og Júlíus eignuð- ust fjögur góð og myndarleg börn, en þau eru: Hans, bryti, kvæntur Önnu Hjartardóttur, Jón Gunnar, kvæntur Þuríði Beok, Birna, gift Hlöðver Odds- syni, offsetprentara, og Kristín, gift Guðmundi Ingólfssyni, hús- gagnabólstrara. Barnabörnin eru nú þegar orðin átta. Ég held, að Guðríður hafi verið mikil gæfukona í lífinu, þrátt fyr ir heilsubrest seinni árin, sem hún reyndar bar með hetjuskap. Hún átti mjög góðan, umhyggju- saman og ástríkan eiginmann, fallegt myndarheimili að Lauga- teigi 42, þar sem þau bjuggu 25 síðustu árin. Þau áttu því barna- láni að fagna sem því miður allt- of fáir geta státað af. Á heimili þeirra var aldrei ,öðru að mæta en fyrirmyndar rausn og gest risni. Þar ríkti glaðværð og sam- heldni meðan börnin voru heima og innilegt samband á milli fjöl- skyldunnar eftir að þau flugu burt. Guðríður hafði mikið yndi af tónlist og hún vildi hafa gleði og fjör í kringum sig og undi sér vel í hópi góðra kunningja. Ég veit, að Guðríður frændkona 1 mín hefði ekki kært sig um neitt oflof, en þótt ég sleppi því gæti ég sagt um hana mikið hrós, þótt 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.