Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 2
ar hagi. Halldóra er kjarnakona, sem á ekkert skylt við meðal- mennsku. 5. Sveinlaug 7 1/2 árs, sem nán- ar verður greint frá hér á eftir. 6. Eiríkur 6 ára. Fórst með vél- bátnum „Kára“ haustið 1923. Ókvæntur. Þegar Helgi Ásmundsson, faðir þeirra systkina brá búi árið 1894 og íluttist að Karlsskála fór Svein- laug í Gunnlaugshús til Gunnlaugs Björgúlfssonar og Ólafar móður- systur sinnar, þar átti hún heima til fullorðinsára. Árið 1907 í des- ember sennilega 28. giftist hún Hallgrími Stefánssyni. Þau voru gefin saman á Karlsskála, enda Hallgrímur þá heimilisfastur þar. Hann fæddist 30. jan. 1885. Þau byrja búsakp á Helgustöð- um í sambýli við Ólaf bróður Svein- laugar og Gunnlaug fóstra Svein- laugar og Ólafs. Gunnlaugur hef- ur nú misst konu sína og er kvænt ur aftur Valgerði Stefánsdóttur systur Sveinbjargar konu Ásmund ar á Bjargi, en Guðný kona Ólafs var systir Hallgríms manns Svein- laugar. Það voru því náin frænd- semis tengsl á milli fólksins, sem nú hóf búskap á Helgustöðum. Nokkrum árum seinna dvaldist ég á Hlelgustaðaheimili sumarlangt og tvívegis hluta af vetri og kynnt- ist þá þessu fól'ki. Sambúðin var með þeim ágætum að segja má að vinátta tengdi engu síður en frænd semi. Gunnlaugur Björgúlfsson var tvíkvæntur eins og fyrr segir. Hann átti engin börn, en ól upp og fóstraði 8 börn. Um hann segir Ás- mundur í bók sinni „Á sjó og landi“. Hann var einn af þeim fáu mönnum, sem öllum vildi igott gera og var vel kvæntur í bæði skiptin". Gott þótti mér að deila geði við Hielgustaðafólkið, ekki síst við þau Hallgrím og Sveinlaugu. Við Hall- grímur urðum ágætir kunningjar, enda var hann sérstaklega géðfelld ur maður. Frá Helgustaðaheimili var jafn- an rekin nokkur útgerð. Vélbátur- inn Kári var um árabil gerður út þaðan. 30. nóvember 1923 fórst Kári með allri áhöfn. Þar missti Svein- laug mann sinn frá 6 börnum, það elzta 13 ára, en það yngsta á fyrsta ári. Með Kára fórust einnig bróð- ir hennar Eiríkur, bróðursonur hennar, Gunnlaugur elzti sonur Ó1 afs og Guðnýjar og Valgeir bróð- ursonur Valgerðar konu Gunn- laugs Björgúlfssonar, var hann fóstraður upp hjá þeim. Þeir síð- ast töldu 17 ára. Á Helgustaðaheim ili voru á 11 börn innan 15 ára aldurs. Auðsætt er hvílíkt áfall þetta var fyrir heimilið. Ólafur Helgason var nú einn eftir full- vinnandi karlmanna á þessu fjöl- menna heimili, því Gunnlaugur bóndi var þá mjög farinn að heilsu. Hann lézt 20. ágúst 1929. Vissulega hefði Sveinlaug frek- ast kosið að hafa öll börnin sín hjá sér, en þess var ekki kostur eins og málum var komið. Halldóra systir hennar og maður hennar Jó- hann Þorvaldsson tóku fljótlega tli sín tvö börnin, Guðnýju 10 ára og Ríkharð á 1. ári, Helga fjögurra ára fór til Ásmundar á Bjargi. Næsta ár er hún áfram á Helgu- stöðum og bjó með þrjú börnin. Á manntali 31. des. 1924 er Svein,- laug á Helgustöðum og börn henn ár þrjú, Ari, Gunnar og Anna. Um þetta leyti hætti hún búskap og fluttist á Eskifjörð til systur sinn- ar Halldóru í Jóhannshús, en svo var hús þeirra Jóhanns ávallt nefnt. Ari varð eftir á Helgustöð- um en Gunnar fór að Karlsskála til föðursystur sinnar Jónínu og Guðna manns hennar. Anna fylgdi móður sinni í Jóhannshús og var Sveinlaug þar með þessi þrjú börn sín í fjögur ár. Haustið 1929 gerðist Sveinlaug ráðskona hjá Magnúsi Erlendssyni fiskimatsmanni á Eskifirði, er þá hafði fyrir einu ári misst konu sína. Anna fylgdi móður sinni þangað. Á þessu heimili dvaldi Sveinlaug næstu 17 árin. Fyrst hjá Magnúsi og síðar hjá Þórlindi skipstjóra syni Magnúsar, sem þá var kvæntur Guðnýju dóttur henn- ar og þau tekin við heimilishaldi. Eftir skamma sambúð þeirra Guð- nýjar og Þórlindar veiktist Guðný af sjúkleika þeim, er dró hana til dauða. Dvaldist hún mikið á sjúkra húsum síðustu æviárin. Það kom því eðlilega í hlut Sveinlaugar að annast einkason þeirra, Bjarka, er hann var í bernsku, enda tókust með þeim innileikar, sem aldrei bar skugga á. Guðný lézt í desem- berlok 1943. Sveinlaug var á heim- ili Þórlindar næstu árin, einnig eft ir að hann kvæntist öðru sinni. Börn hans af seinna hjónabandi voru einnig ömmubörn hennar, kölluðu hana alltaf ömmu. Á þessum árum var ber'klaveik- in sá vágestur, sem herjaði víða um landið, en óvíða hygg ég að hann hafi höggvið stærri skörð í raðir ungs fólks, en í Helgustaða- hreppi og á Eskifirði. Sveinlaug og hennar nánustu frændur fóru ekki varhluta af þessum ófögnuði. Þrjú börn hennar dóu úr berklum, þá uppkominn. Guðný lézt í árs- lok 1943 eins og áður segir, þá þrítug að aldri, og áður hafði hún orðið að sjá á bak Helgu, er hún var 22ja ára og Ríkharði er dó inn- an við tvítugt. Börn Sveinlaugar sem á lífi eru, eru öll búsett á Eskifirði. Ari og Gunnar báðir vélstjórar, Ari kvænt ur Ástu Jónasdóttur, en Gunnar Helgu Kristjánsdóttur. Anna er gift Einari Kristjánssyni banka- gjaldkera. Heimili Sveinlaugar var hjá Önnu og Einari frá 1947 til dauða- dags. Að vísu var hún hjá Gunn- ari um tíma, er Helga kona hans var veik. Eins hljóp hún undir bagga með þeim á Helgustöðum, henni fannst Helgustaðasystlkinin vera sem sín börn, enda voru þau henni afar góð“. Þetta er tekið úr nýlega skrifuðu bréfi frá Önnu dóttur hennar til Önnu konu minn ar, en þær eru systkinadætur. Anna getur þess einnig hve vel hún naut þess, að vera hjá Bjarka dóttursyni sínum tíma og tíma. Hann er búsettur í Neskaupstað. En siðustu þrjú árin kom hún ekki til hans til dvalar. „í mikilli þakkarskuld fannst henni hún standa við þau hjón Halldóru og Jóhann, enda mikið, sem þau gerðu fyrir hana. Var af- arkært með þeim systrum alla tíð. Ánægjulegustu stundir henn- ar síðustu árin, vonTþegar gaml- ir kunningjar litu inn og svo þeg- ar litlu ömmu-ömmubörnin komu í heimsókn. Þá var hún alsæl“. Þetta er tekið úr áðurnefndu bréfi. Sveinlaug var að eðli9fari glað- lynd. Góðlátleg kímni var henni 2 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.