Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 25
Asta Sigurðardóttir skáldkona lagsskap, ein'kum í sambandi við hestamót félagsins. Þar var hann 'knapi á flestum ef e'kki öllum kappreiðum félagsins, ýmist á sín- um hestum eða annarra, allt fram til hins síðasta. Hann gerði og mik- ið að þvi að sækja hin ýmsu hesta- mót hér og þar um landið og var oft þátttakandi í þeim. Hann ha'fði glöggt eiga fyrir öllu, sem að hest um og hestamennsku laut, og ég hygg, að það hafi ekki margt far- ið fram hjá honum, þegar hestar voru annars vegar. Oddur átti heima í Snólksdal til ársins 1935, að hann fluttist að Kolsstöðum í sömu sveit til hjón- anna Jóhönnu Magnúsdóttur og Guðlaugs Magnússonar, er þar bjuggu og dvaldi þar til ársins 1947. En það ár brugðu þau hión búi og fluttust til Reykjavíkur. Oddur fylgdi þeim eftir og bjó á'fram hjá þeim að Ljósvallagötu 26, og í þeirra skióli var hann til æviloka. Á yngri árum var Oddur nofckrar vertíðir í Vestmannaeyj- um og Grindavík, en hin fjöl- breyttu sveitastörf voru hans aðal vinna á meðan hann dvaldist í sveit. Eftir að hann fluttist til Revkiavíkur. vann hann aðallega hjá Afurðasölu S.Í.S., en þó stund- um í brúarvinnu að sumrinu. Nokk ur seinni árin var hann hestahirð- ir hiá hestamannafélaginu Fák í Reykjavílk. Áhið 1964 átti ég nókkurn hlut að því, að hann réðst norður í Hrútafjörð að tamningastöð, er þar starfaði, og ég hafði með að gera, og við tamningar vann hann hvert sumar eftir það í Hrútafirði og Dölum. Gaman var að fylgjast með tamnimgu hjá Oddi og sjá hve fljótt trippin náðu reisn og hvað þau gengu frjálst. Hið frábæra starf hans við stöðina verður aldrei fullþakkað. Sannast að segja undr- aði mig það, að svo hljótt skyldi vera um jafn afbragðsgóðan tamn- ingamann, því að mínum dómi hefði hann aldrei átt að gera neitt annað en íemja hross. Þegar litið er yfir ævi Odds, kemur i ljós, að hann hefur ökki haft mikið umleikis í lífinu. Hann hafði einstakt lag á því að láta lít- ið á sér bera. Hann var ákaflega dulur, en traustur og ábyiggilegur. Hann þekkti marga, en batt tryggð Kveðja frá Rithöfundafélagi ís- lands. Einn félagi okkar, Ásta Sigurð- ardóttir skáldkona er fallin frá. Hún lézt að heimili sínu Nesvegi 12 hér í borg þriðjudaginn 21. des ember. Ásta var snæfellsk að upp- runa, fædd að Litla-Hrauni 1. apr íl 1930. Himgað til Reykjavíikur kom hún ung að árum, settist í KennaraSkólann og lauk þaðan prófi með ágætum 1950. Litlu síð ar, eða 1951 birti hún í Lífi og list fyrstu smásögu sína, Sunnu- við fáa, og ég held, að vinahópuc hans hafi ekki verið stór. Hann var 'glaðlyndur og léttur í máli og ein- staklega blíður við börn, enda voru þau fljót að hænast að honum. Með veru sinni fyrir norðan batt hann tryggð við nokkra menn. Fyr ir þeirra hönd vil ég færa honum þakkir fyrir óigleymanlegar stund- ir, er þeir áttu með honum, eink- um í sambandi við ferðalög og hesta. G<óði vinur, þér þakka ég fyrir trúfesti þína við mig. Drengskapur og heiðarleiki eru mannkostir, sem ég met mikils, og þá áttir þú í rík um mæli. Maður og hestur, þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna markaða baug. Þar finnst, hvernig æðum alls fjörs er veitt úr farvegi einum, frá sömu taug. Þeir eru báðir með eilífum sálum, þó andann þeir lofi á tveimur málum. — og saman þeir teyga í loftsins laug lifdrykk af morgunsins igullroðnu skálum. E. B. Jón Kristjánsson. dagskvöld til mánudagsmorguns og vakti þá þegar óskipta athygli allra þeirra, sem fylgdust með nýj ungum í íslenzkum bókmenntum. Ásta birti fleiri sögur í blöðum og tímaritum og gaf eina þeirra út sérprentaða, Drauminn, en allar báru þær vitni um frábæra rit- leikni þessarar gáfuðu skáldkonu. 1961 gaf Helgafell út smásagna- safn hennar sem bar heiti fyrstu smásögunnar Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns. Skáldkonan var auk þess í betra laigi dráttþög sem sjá má á bókum hennar og annarra sem hún slkreytti. Margslungin lífsátökin ollu þess- ari viðkvæmu konu miklu hjarta- brimi, og stundum var skammt milli glits og dökkva. Því urðu rit verk hennar máski minni að vöxt- um en vinir hennar hefðu óókað, en nóg til þess, að hún setti svip á bákmenntir samtíðar sinnar og engan myndi undra þótt þessi sér- kennilegi höfundur yrði viðfangs- ISLENDINGAÞÆTTIR 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.