Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 32
80 ára: Jón G. Kjerúlf fyrrverandi verðlagseftirlitsmaður Tungu Reyðarfirði Einhvern veginn hefur það vilj að þannig til, að ég hef aldrei haft tök á því að heimsækja Jón Kjer- úlf, á Reyðarfirði, á þessum svo kölluðu merkisdögum í lífi hans, og svo ikann enn að fara. IÞess vegna vil ég nú biðja íslendinga þætti Tímans að bera þessum vini mínum kveðju mína, ásamt nokkr- um ávarpsorðum, þegar hann nú fyllir áttunda áratuginn. Jón Guðmundsson Kjerúlf fædd ist á Fljótsbákka í Eiðaþinghá 14. desember 1891. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Jónsdóttir bónda Magnússonar á Kleif í Fljóts dal og Sigríðar Sveinsdóttur frá Götu, sem var afbýli frá Skeggja stöðum í Fellum (nú Holt) og Guð- mundur Andrésson Kjerúlf bóndi á Melum í Fljótsdal, en hann var sonur Jörgens Kjerúlf læknis á Brekku og konu hans Önnu Jóns dóttur bónda á Melum. (Um ættir þessar má lesa í Ættum Austfirð- inga og íslenzkum æviskrám P. E. Ólasonar). Guðmundur var bróðir Þorvarð ar læknis Kjerúlf á Ormarsstöðum í Fellum, og árið eftir fráfall hans, eða 1894, fluttist hann að Ormars- stöðum og bjó þar í 5 ár. Frá Orm arsstöðum fluttist hann svo að Sauðhaga á Völlum og þá var þessi fjolskylda komin í næsta nágrenni við mig, því að foreldrar mínir fluttu sama vorið frá Sauðhaga að Víkimgsstöðum, að ég held, að nokkru fyrir tilmæli þeirra Valla neshjóna. Frú Guðríður Óafsdótt- ir Hjaltested, ekkja Þorvarðar læknis, er þá gift séra Magnúsi Bl. Jónssyni í Vallanesi og mun hún mjög hafa þráð að hafa þetta fólk nálægt sér, vegna fyrri tengda og góðra kynna. Ég hef oft látið að því liggja, að ég hafi átt alveg sérstaklega igott nágrannafólk, til allra ótta, á æsku- og uppvaxtarárum mínum á Víkingsstöðum. Þarna á þessum 32 ,,Tanga“ var þéttbýlt og þröngbýlt í þá daga. Gripir margir á hverj um bæ, því að búskapur og af- koma mátti sjálfsagt teljast góð, en þrátt fyrir þetta nábýli, sem svo möngum hefur orðið að fóta kefli, fyrr og síðar, fór svo vel á með þessum heimilum. að ó betra varð ekki ikosið og talar það sínu máli um gerð þessa áigæta fólks. Fylgdi því þó öllu heilsteyptur, per sónulegur blær. sem gerir minn- inguna um það ljósa og ánægju lega. Vilborg óg Guðmundur eignuð ust 8 börn: Tvær dætur dóu í æsku, en upp komust auk Jóns, Anna, er giftist Sveini Pálssyni Pálssonar prests í Þingmúla. var hann fóstursonur hinna kunnu hjóna Þuríðar og Nikulásár í Arn- kelsigerði á Völlum. Guðbiörg gift ist Oddi Kristjánssyni húsasmíða meistara ó Akureyri, Sigríður átti Guðmund Guðmundsson á Freys- hólum (lézt 1932), Sólveig giftist Gunnari Jónssyni lögregluþióni á Akureyri, síðar siúkrahússróðs manni o.fl., Andrés 'kvæntist Hall- dóru Jónsdóttur ættaðri úr Reýkja vílk og búa þau á Akri í Reykholts dal. sem er nýbýli úr Reyholti. Hann kvnnti sér í æsku gróður- húsarækt og kornrækt, bæði hér heima hiá Klemenz á Sámsstöðum og úti í Noreigi. Hvatti hann á sín um tíma Jón bróður sinn til að fara í komrækt á Hafursá. Taldi að þar væru skilyrði góð, sem sí@- ar sannaðist. Vorið 1909 flytja þau Vilborg og Guðmundur frá Sauðhaga að Hafursá í Skóigum, næsta bæ við Hallormsstað. Þar hafði búið við góð efni og góðan orðstír Sigurð- ur Einarsson og Sólveig Kjerúlf, systir Guðmundar. Sigurður var þá látinn og heimili Sólveigar for- stöðulaust. Vildi hún gjarnan stuðla að því, að þessi fjölökylda næði verulegri fótfestu á fallegri og góðri jörð, eins og Hafursá var talfn. Heimili þeirra Vilborgar og Guð mundar gerðist nú stórt og um fangsmikið. Auk þeirra systkina ólust þar upp að noikkru leyti þau hálfsystkinin Dagur Gunnarsson síðar bóndi á strönd og Guðbjörg í Stóra-Sandfelli, einnig Einar Markússon f. bóndi á Keldhólum og Þórir Ásmundsson nú bóndi á Jaðri II. Þá er þess og að minnast, að Sólveiig enti þarna ævidaga sína ásamt heilsulausri dóttur sinni. Þetta heimili var orðlagt fyrir gest risni og menningarlega heimilis hætti. Guðmundur var hverjum manni dagfarsprúðari, skynsamur og yfirlætislaus. Sóttist Vkki eftir vegtyllum né fjármunum umfram heimilisþarfir og Vilborg, þessi ágæta húsmóðir, ræðin og skemmtileg, frjálsleg og 'þægileg við hvern sem var. Hér var bóka- og blaðakostur meiri en annars staðar það ég vissi og heimiliskenn ari á veturna, lengri og skemmri tíma, því að hinir eiginlegu barna Framhald á bls. 30 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.