Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 4
Halldór Kristinsson símamaður 2. október s.l. var borinn til hinztu hvílu einn af starfsbræðr- um mínum, Halldór Kristinsson, símamaður og bifreiðastjóri hjá Pósti og síma, en hann andaðist á Landspítalanum eftir langa og oft þjáningasama legu. Halldór fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1925 og var því aðeins 46 ára er hann lézt. iForeldrar Halldórs voru Halldóra 'Þorkelsdóttir og Kristinn Jónasson. Hann naut ekki samvista við for- eldra sína, honum var nokkurra mánaða gömlum komið í fóstur til Jónínu Guðmundsdóttur og Einars Jónassonar skipstjóra í Hafnarfirði oig ólst þar upp. Fyrir rúmu 'ári fór Halldór að finna fyrir sjúkdómi þeim er síðar dró hann til dauða og læknavisind in ráða ekki enn við. Oft sá ég að þjáningar Halldórs voru miklar, en hann bar þær með afbrigðum vel og lét engan sjá þær. Hann ^ vissi fljótlega eftir að hann lagðist Hinn 13. maí 1939 steig Runólf- ur mesta gæfusporið í lífi sínu. Þann dag öðlaðist hann þá verð- skulduðu hamingju að kvænast eft irlifandi konu sinni, Sveinbjörgu Pálínu Vigfúsdóttur Gunnarssonar, bónda að Flögu í Skaftártungu, hinni mestu ágætis- og sæmdar- konu. Einkadóttir þeirra er Sigrún Þuríður, gift Leifi vélstjóra Guð- mundssyni, en þeirra börn eru: Runólfur Birgir 13 ára og Hjördís 9 ára. Á heimili þeirra Runólfs og Sveinbjargar var jafnan gest- kvæmt. Þar þótti jafnan gott að koma, enda enginn áhalli milli gest gjafanna um móttökurnar, og hús- bóndanum Ijúft að veita gestunum fræðslu úr hinum ótæmandi minn- að hverju stefndi, en hafði ekki mörg orð um það og dáðist ég að því þreki og þeirri karlmennsku, sem hann hafði til að bera. Halldór réðst til Pósts og síma 1. júní 1945, sem línumaður og bifreiðastjóri og starfaði þar til dauðadags. Hann var mjög góður starfsmaður, einn af þeim mönn- ingasjóði sínum, hvort heldur var um ættir eða sagnaþætti, ósvikinn arfur úr heimahögum. Ekki leyndi sér heimilisrækni Runólfs, umhyggja fyrir fjölskyld-- unni; konan, dóttirin og síðan dótt urbörnin, hvert af öðru og öll sam- an skyggðu á sjálfa sólina. Þar var gagnkvæmt ástríki. Það er því að vonum, að söknuðurinn sé mikill, enda þótt að segja megi, að dagur væri að kveldi kominn. Við hjónin vottum eftirlifandi fjölskyldu innilegustu samúð og biðjum henni allrar blessunar á komandi tíma, en þér Runólfur, vinur okikar, svili og mágur, þökk- um við innilega langa, heilsteypta vináttu. „Hittumst heil á Kili“. Ásgeir L. Jónsson. um, sem aldrei féll verk úr hendi. Hann hafði yfir sérstökum „hum- ör“ að búa og flugu oft af hans munni skemmtileg svör og fyndin, sem seint gleymast þeim, er til heyrðu. Hann bjó yfir miklu jafn- aðargeði, tók við verkefnum, erfið um sem öðrum, með bros á vör. Og Halldóri þurfti ekki að segja nema einu sinni fyrir hverju verki, hann sá það út um leið og fram- kvæmdi eins og það lá fyrir hverju sinni. Að slíkum mönnum er ávallt söknuður og þeirra er minnzt eft- ir að þeir eru horfnir sjónum. Halldór ók nú á seinni árum ein um af stærstu vöruflutningabílum landsins, sem er í eigu Pósts og síma og flutti hann símaefni út um allt land. Hann hefur að sjálfsögðu oft lent í ýmsu misjöfnu, bæði veðri og færð, en alltaf skilaði hann sér heilum í höfn. Eftir að talstöðvar komu í lang- ferðabíla, eignaðist Halldór marga vini í loftinu. Fannst mörgum þeirra hressilegt að beyra í honum, jafnvel þótt í fjarska væri, en rödd hans og málfar hljómaði mjög vel á vængjum ljósvakans og var hann oft á þeirra máli nefndur ,,kóng- ur loftsins". Að sjálfsögðu eignað- ist Halldór marga aðra vini á ferða lögum sínum og þeir eru margir, sem nutu hans ljúfmennsku, greiðasemi og ráðlegginga og munu þeir nú minnast hans með söknuði. Halldór kvæntist 1. marz 1947 eftirlifandi konu sinni, Svövu Sig- urðardóttur og eignuðust þau fjög ur börn: Einar, sem er elztur, toll- þjónn í Reykjavík, kvæntur Dag- björtu Jónsdóttur, Gúðfinn, sölu- mann í Reykjavík, Þóri Rafn, 15 ára og Kristínu 12 ára. Kona Hall- dórs er ein af þeim sterku stoð- um, sem sjaldan bresta, og stóð hún með manni sínum í blíðu og 4 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.