Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 9
Suðurnesja og mun þa® hafa ver- ið frumkvæði að skipulagi og föst- um ferðum á þessari leið. Ekki leið á löngu að hann fengi keppi naut, sem var Steindór Einarsson, en Einar hélt sínum hlut á hverju gekk og hafði fargjöld læigri. Árið 1930 hætti Einar bifreiða- akstri og fór aftur að gera út skip í félagi við aðra, enda mun hugur hans alltaf hafa hneigzt að sjómennsku og útgerð fisfki- skipa. Árið 1934 keypti hann vél- bátinn Örninn, nýjan eikarbát frá Svíþjóð 36 lestir, ef ég man rétt og gerði hann einn út í 7 vertíðir eða öllu heldur 7 ár, því eitthvað var báturinn við veiðar á sumrin. Þessar vetrarvertíðir allar, var óg hjá Einari og vann við bátinn. Þá kynntist ég þeim hjónum vel og eina eða tvær vertíðir hafði ég fæði og húsnæði ó heimili þeirra. Ég á hlýjar minningar um góðvild þeirra í minn garð, og trygglyndi þeirra og vinfesta fannst mér fá- gæt. Þau gleymdu ekki gömlum vini. Þessar vertíðir vann Einar ekki sjálfur við bátinn, nema að stjórna því sem við kom útgerðinni, en hann var fiskimatsmaður og verk- aði fisk yfir vorið og sumarið. Hann átti allstórt geymsluhús, sem enn mun standa og stakkstæði þar hjá. Þar geymdi hann veiðarfæri og þurran fisk á sumrin. Enginn gekk um þetta hús nema, hann sjálfur og það var reglulega skemmtilegt að líta þar inn, hver hlutur á sínum stað og allt í röð og reglu, sem bezt mátti verða. Og snyrtimennsfka og þrifnaður Einars náði til fjármálanna. Hann var orð- heldinn og áreiðanlegur í viðskipt- um og það var til þéss tekið; hvað hann var fljótur að reka sín erindi í baníkanum, var kominn heim aft ur eftir fáa klukkutíma, en sumir aðrir útgerðarmenn voru marga daga í sömu erindagerðum. Einar mun hafa borið gott síkyn á fjár mál og hagfræði, og var talinn einn af efnuðustu útgerðarmönn- um í Keflavík á þeim tíma. Einar Guðmundsson var vínmað ur nokkur, var við vín einn eða tvo daga og svo ieið stundum iamgt á milli. Hann var ekki út um borg og bý undir víni. Hann dralkk sitt brennivín heima hjá sér og kona hans umbar það fullkomlega, enda skorti hana aldrei neitt. Stundum ræddi ég við Einar, þegar hann var undir áhrifum víns og þá kom það fram, hvað hann var mikill trúmaður. Hann trúði á handleiðslu og forsjá æðri máttarvalda, var mikill vinur kirkjunnar og dáði sóknarprest sinn séra Eirík Brynj- ólfsson. Þau hjón voru lík að mörgu leyti. Bæði voru þau höfðingjar í lund, bæði stóngjöful við toág- stadda, en skaplyndi þeirra var ólíkt. Einar var skapmaður mikill og vildi ékki láta hlut sinn, ef í odda skarst og stífur á sinni mein- ingu, ef honum þótti á sig hall- að, en Elísabet ákipti aldrei skapi og heldur hefði hún látið hlut sinn, en missa geðró sina. Þessi minningarorð eru tileinkuð Elísabetu Sveinsdóttur, en ég hef nú sagt miklu meira frá manni hennar og er það ekki oft, svo að konan sem þurrkar rýkið, sem alltaf Ikemur þó aftur, er ekki um- töluð. þó hún vinni sín störf á heimilinu af alúð og samvizkusemi, dag eftir dag og áratug eftir ára- tug? Elísabet var igrandvör til orðs og æðis og vann sín störf í kyrr- þev innan vébanda heimilisins, fór vel með allt, sem hún hefði und- ir höndum, þó nóg væri til. Ekki lét hún á sér bera utan heimilis, nema ef hún fór á toarnasamkom- ur með drengunum sínum. En gott var og traustvekjandi fyrir þá, sem erfitt áttu, að heimsækja hana og finna ylinn frá handtaki hennar og mildu brosi. Aldrei vildi hún vita það, að hún væri kona velmegandi útgerðarmanns, heldur vildi hún ræða um smæð sína og vanmátt. Slíkt var lítillæti hennar og auij- mýkt. Ég þykist þó muna það, að< sumar konur útgerðarmanna vissu um stöðu sína og stand í þjóðfé- laginu. Frændgarður Elísabetar Sveins dóttur er nú orðinn stór. Sigríð- ur systir hennar átti sjö börn og meðal barna hennar eru þeir bræð ur Elentínus skipstjóri og Sverrir alþingismaður. Allt þetta fóJk sem ég kynntist fyrr á árum er gott íólk. Svo er fyrir að þakka, að Elísa- bet Sveinsdóttir var eklki einstök í sinni röð. Mikil fjöldi af slíkum gæðakonum hafa verið til í landi voru frá upphafi og eru enn. Þeim ber að þakka, því að þær hafa allar sem ein reist þann grunn, sem ís- lenzk menning og kristindómur standa á. Björn Egilsson Sveinsstöðum. V'egna breytinga við prentun Islendingaþátta eru höfundar minningar- og afmælisgreina beðnir að skila vélrituðum handritum, ef kostur er. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.