Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 26
Runólfur Sigtryggsson fyrrum bóndi að Kleif Breiðdal 22. nóvember 1971, andaðist á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík Runólfur Sigtryggsson fyrrum bóndi að Kleif í Breiðdal. Runólf- ur fæddist að Egilsstöðum í Fljóts- dal 27. september 1894. Foreldrar hans voru hjónin Sigtryggur Þor- steinsson og Hallfríður Runólfsdótt ir. Þau bjuggu lengst að Klaustur- efni ungra vísindamanna í bók menntum á komandi tímum. Ásta Sigurðardóttir er öllum harmdauði sem þekktu hana fyrr og síðar. Við félagar hennar sendum börn um hennar. ei/ginmanni og öðrum ástvinum okkar samúðarkveðiur. Rithöfundafélag fslands. f K V E Ð J A í dagsins önn í dimmu vetrar drjúpir hugur. Löng er bið þess er verða mun eitt sinn öllum. Kvöld um vor, vegur i blómum, vængjaþytur í lofti, sólris 1 eldi; sporlétt von þess er vakir. Gengin að vetri vegferð á enda, sárum fótum, sviðnar iljar; svo er vegurinn allur Ásta. Krisfján Bender. oen í joKuidal og Brunnahvammi i Vopnafirði. Þannig ólst Runólfur upp í fjallabyggðum við frelsi ör- æfanna og sumardýrð, en fékk einnig að reyna feikn þeirra og harðneskju. Árið 1919 gekk hann að eiga eft irlifandi konu sína Þórunni Jóhannsdóttir frá Hvammi í Fá- skrúðsfirði. Voru þau gefin saman í Hofteigskirkju á Jökuldal. Þau dvöldu í dalnum fyrsta ár- ið, en fluttu þá að Hvammi, og litlu síðar að Kleif í Breiðdal, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Þau fluttust til Reykjavíkur 1949 og dvöldust þar æ síðan. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, og þau eru: Birna gift Sig- urði Guðmundssyni, Sigtryiggur, kvæntur Guðbjörgu Sigurpáls- dóttur, Árný gift Vilhjálmi Þorbjörnssyni, Rósmundur kvænt ur Guðrúnu Finnbogadóttur, Jóhann kvæntur Sigríði Guð- björnsdóttur. Árið 1940 misstu þau Frímann son sinn, andaðist hann snögglega á afmælisdaginn sinn, þegar hann var 17 ára, mesti efn- is piltur. Sorgin barði öðru sinni að dyr- um hjá þeim, er dóttursonur þeirra, Rúnar fórst úti í Englandi með sviplegum hætti, er hann var þar á ferð með íþróttaflokki í keppnisferð, tvítugur að aldri. Barnabörn þeirra eru nú 23 á lífi og barnabarna börnin 18. Hér sér maður dæmi þess hvern ig borgin stækkar á kostnað hinna dreifðu byggða því fjölskylda Run ólfs býr öll í Reyikjavík. Kynni okkar Runólfs hófust þeg ar hann fluttist að Kleif, bættist hann í hóp þeirra manna, sem komu heim til mín haust og vor á leið sinni til smalamennsku á Þorvaldsstaðaafrétt. Gangna- menn komu að kvöldi og gistu, því að ekki veitti af að taka daginn snemma, ef átti að draga og ikoma fénu frá sér í björtu. Gangnadag- urinn fyrsti var skemmtilegasti dagur ársins, og biðum við strák- arnir eftir því með óþreyju að verða með á.fjall. Við litum upp til gangnamanna, og menn eins og Runólfur, sem komu á hverju ári, urðu okkar menn, og bundumst við þeim vináttuböndum er héldust æ síðan. Ruólfur var dulur mað- ur í skapi, hæglátur, rammur að afli, þéttur fyrir, ef því var að skipta, vinfastur og óáleitinn. Og ætla ég að hann hefði reynzt ör- uggur stafnbúi á langskipum forn- aldarinnar, ef hann hefði verið uppi á beirri ííð. Runólfur minn, þú hefur gert þín hinztu fjallaskil, og lagt á móð una miklu. En skilið eftir það. sem dýrmætast er hverjum manni — hinn stóra og gjörvufega hóp afkomenda, er þú munt lifa í um ókomin ár. Svo sendi ég þér kærar kveðiur og bið eftirlifandi konu þinni og afkomendahópnum stóra gengis og blessunar. Sigurður Jónsson frá Þorvaldsstöðum. 26 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.