Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 22
Jónas Sigfússon í Forsæludal bæingar", mættu síður en aðrir, þrátt fyrir misjöfn veður og á stundum kafaldsófærð. Aldrei kom óg svo heim, að ég reyndi ekfki að ná fundum Einars vinar míns. (Þ»ótti mér ætíð jafn- igott að koma í beitingaskúrinn til þeirra feðga. Þar ríkti samheldni og óbilandi bjartsýni á útgerðina og mannlífið almennt. Sakna ég nú mjög vina í stað, en þó eiga vissu- lega aðrir um enn sárara að binda. Björgvin Halldórsson þekkti ég ekki eins náið og Einar, en um margt voru þeir lílkir, að því er mér virtist. Björgvin var einstakt prúðmenni og óvenjulega viðmóts- þýður umgur maður. Er augljóst, að mikill mannskaði er að sviplegu og ótímabæru frá falli þeirra bræðra. Mér eru minnisstæðir margir atburðir um svipleg slys á sjó- mönnum frá Norðfirði s.l. 20—30 árin. Þar hafa oft á tímum fallið hinir mætustu menn i blóma lífs- ins. Ég nefni þar engin nöfn, en ljóst má öllum vera, er til þekkja, að oft hefur verið reynt á ýtrustu mörk mannlegrar getu, þeirra er eftir lifðu. Þrátt fyrir margvíslegt mótlæti og fórnir munu Norðfirð- ingar áfram sækja sjóinn. Ég bið æðri máttarvöld að lina þjáningu og söknuð eiginkonu, Einars, Rósu Skarphéðinsdóttur og fjögurra barna þeirra, svo og bróð- ur þeirra, er nú lifir einn úr hópi 5 bræðra. Ekki sízt bið ég um styrk til handa föður þeirra bræðra Halldóri Einarssyni. Halldór hefur áður mátt sjá á balk ástvinum sínum, þar sem eru tveir synir og ástkær eiginkona. Þessi síðasti missir er mikill — næstum óbærilegur — en ósk mín er, að Halldór sjái vonina og fram- tíðina í börnum Einars og Rósu, þrátt fyrir allt mótlætið megi manndómur og hinn harði lífs skóli erfiðismannsins Halldórs Ein- arssonar, svo og endurminningarn ar um synina, sem ég veit að eru Ijúfar, sefa sáran söknuð hans. Þeir, sem eftir lifa, verða þrátt fyrir allt að halda áfram lífsbar- áttunni. Með því móti verður sigr- azt á erfiðleikunum og jafnvel hinni dýpstu sorg. Reykjavík, 19. desember 1971. Friðjón Guðröðarson. Fæddur 4. sept. 1913. Á sólríkum júlídegi síðastliðinn brá skyndilega skugga yfir Vatns- dalinn. Jónas í Dal hafði látizt af slysförum. Svo skammt er bilið stundum milli lífs og dauða, að glaður og reifur fór Jónas að heiman frá sér í klukkustundar ferð, en kom heim liðið lík. Ðkkert dauðsfall gat kom- ið vinum og ættingjum meira á óvart og látið þá staldra við og spyrja: Er þetta Guðs vilji. ÍFyrir nánustu ættingja var þetta þrek- raun, sem krafðist styrks og skiln- ings. Inn úr Vatnsdal vestanverð- um Skerst þrönigur dalur á milli hárra grasivaxinna hálsa. Forsælu- dalur heitir hann og fremsti bær- inn ber nafn dalsins. Þar bjó Jónas. Nafn sitt hefur dalurinn fengið af því, að þar skín ekki sól um 13 vik- ur á ári. Þrátt fyrir þetta mikla sól- arleysi er dalurinn hlýr og vinaleg- ur, og vetur og sumur veitir hann skjól gegn stormum og hreggi. Jónas Sigfússon fæddist í For- sæludal þann 4. sept. 1913. Foreldr ar hans voru hjónin, er þar bjuggu, Sigríður Ólafsdóttir — en langafi hennar var Bólu-Hjálmar — og Sig fús Jónasson, sem jafnframt bú- skapnum stundaði bókband og var einn í hópi beztu bókbindara lands- ins. Jónas ólst upp í stórum syst- kinahóp, en þau voru 7 talsins. Hann fór aldrei langt til dvalar að heiman, en tók við hálfri jörðinni að föður sínum látnum árið 1952 og bjó þar á móti móður sinni og systur sinni, Sigríði, en móðir hans lézt árið 1960. Hann dvaldi því all- an aldur sinn á óðali sínu í daln- um, sem hann unni. í viðmóti var Jónas hlýr og traustur, en hlédrægur og bar ekki hug sinn á torg. Hann trúði á lífsmátt moldarinnar og yrkti jörð sína. Hann var ókvæntur og barnlaus ien svo barngóður að börn löðuðust ætíð að honum. Eina syst- urdóttur sína má segja að hann hafi alið upp og reynzt henni bæði faðir og móðir. Öll voru þessi systkini vel gefin og skáldmælt vel, sum eru þegar kunn fyrir kvæði sín og vísur í héraði. En Jónas flíkaði ekki sín- um kveðskap, þótt ég efist ekki um, að hann hafi getað gert vísu. Éig, sem þetta rita, er fæddur og uppalinn í Sunnuhlíð, næsta bæ við Forsæludal. Við Jónas vorum jafn- gamlir og fermingarbræður. Ég þekkti Dalsheimilið mjög vel og vil því hér um leið minnast lítillega konunnar, Sigríðar Ólafsdóttur. Hún var kaupstaðastúlka að upp- runa. alin upp á Blönduósi, en flutt ist ung fram í dalinn með manni sínum. Engri konu hef ég kynnzt, sem veitti af meiri gestrisni en Sigríður, þar var veitt af hjarta- hlýju. Sigríður unni mjög blómum og triám. Garðurinn framan við bæjarhúsin var fallegur og vel hirtur. Ég er Sigríði þakklátur fyr- 22 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.