Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 18
gerði hann af ítrustu samviz<ku- semi. Honum léku í höndum hin ólíkustu störf. Hann kom sér upp góðri og vandaðri íbúð þó að efn- in væru ekki mikil, og naut hann þá sem oftar mikilsverðrar aðstoð ar sinnar ágætu konu, sem kunni til hlítar þá vandlærðu list for- mæðra sinna, að gera mikið úr littu. Trausti sagði mér eitt sinn að hann hefði verið rengdur af skatta yfirvöldum, sem ekiki vildu trúa að hægt væri að byggja svo ódýra íbúð, sem hann gerði, en hann þurfti nálega enga vinnu að kaupa. Hann smíðaði, múraði, málaði og dúklagði jöfnum höndum. Trausti var r.ösklega meðalmað ur á hæð, friður sýnum, kvikur í hreyfingum og léttur á fæti. Hvíldi yfir honum sérstæður þokki. Hann var mikið snyrtimenni í klæða- burði og reglusamur á öllum svið um. Hann var geðríkur en þó dag- farsprúður. Hann var glettinn og gamansamur og hafði glöggt auga fyrir öllu spaugilegu. Hann var að eðlisfari framúrskarandi greiðvik inn og hjálpsamur. Vildi hann hvers manns vanda leysa og spar aði þá hvorki tíma né fyrirhöfn. Hann var úrræðagóður og ráðholl- ur og var oft til hans leitað, ef vanda bar að höndum. Hann var frábær heimilisfaðir, umhyggju samur og nærgætinn og sívaíkandi fyrir öllu, sem til hagsbóta mátti verða, höfðingi heim að sækja og veitull í bezta lagi, og gæfumaður. Hann eignaðist góða og glæsilega konu. sem unni honum hugástum og bjó honum fa'gurt og friðsælt heimili. Þau eignuðust tvö mann- vænleg börn, sem voru yndi hans og eftirlæti. Hann komst í dágóð efni og igat veitt sér og sínum ílest það, sem almennt eru gerðar kröf ur til í dag. Trausti eignaðist vin- áttu og virðingu fjölmargra sam ferðarmanna sinna, sem mátu að verðleikum drengskap hans og manngildi. Trausti er fallinn frá langt um aldur fram. Vinir hans og sam- starfsmenn hefðu kosið að njóta ná vistar hans miklu lemgur, en þakka nú við leiðarlokin hinum látna heiðursmanni samfylgdina og óska honum góðrar ferðar yfir landa mærin. Björn Jónsson. Efemía Gísladóttir „Þú siglir ei þennan sjó í dag þá siglir á guðs þíns fund“, lætur Matthías Jochumsson hinn gamla þul segja við Eggert Ólafs- son. Þessi aldni þulur hefur löng- um minnt mig á Gísla Konráðsson sagna- og fræðimann. Nú hefur enn einn afkomandi Gísla Konráðssonar lagt upp í sigl- inguna miklu. Frænka mín, Efe- mía Gísladóttir lézt að Elliheimil- inu Grund 3. nóv. s.l. og var útför hennar gerð þann 10. nóv. s.l. Efemía hafði mikið dálæti á lang- afa sínum, enda féllu áhugamál þeirra í líkan farveg. Efemía Gísladóttir fæddist 13. apríl 1887 í Innri-Fagradal í Saur- bæ í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Vigdís Pálsdóttir og séra Gísli Einarsson. Móðir Vigdísar var Sig- ríður Samsonardóttir, ættuð úr Víðidal, en Páll Pálsson faðir henn ar var bóndi og alþingismaður í Dæli, sonur Páls alþingismanns í Árkvörn. Séra Gísli Einarsson var bróðir Indriða Einarssonar skálds, og móðir hans var Efemía Gísla- dóttir Konráðssonar. Faðir séra Gísla var Einar Magnússon Magn- ússonar prests í Glaumbæ, en Ein- ar var bóndi í Krossanesi í Skaga- firði. Efemía var fyrstu æviár sín í Fagradal en ólst svo upp i stórum systkinahópi hjá foreldrum sínum, fyrst í Hvammi í Norðurárdal, en fluttist síðan með þeim að Staf- holti. Hún stundaði nám í Kennaraskól anum og lauk kennaraprófi 1910. Var kennari í Þverárhlíð næstu þrjú árin, en varð að hætta kennslu vegna augnveiki, sem hún fékk upp úr mislingum. Það urðu henni mikil vonbrigði og tjón fyrir ís- lenzka kennarastétt. Ung að árum heitbatzt Efemía borgfirzkum bóndasyni. í annað sinn hlutuðust örlögin freklega til um framtíðardrauma hinnar ungu konu. Efemía missti vin sinn og tregaði hann alla daga síðan. En hun axlaði byrðar lífsins af hug- rekki og stillingu eins rg hún átti kyn til. Hún fann hamingju oig gleði í að hjálpa og líkna öðrum á langri ævi. Hún var stoð og stytta foreldra sinna í ellinni og seinustu ár þeirra í Stafholti hvíldi heimilishaldið að miklu leyti á Efemíu. Vigdís móð- ir hennar dó árið 1932. Þegar séra Gísli hætti prestsskap fluttist Efe- mía með honum í Borgames og annaðist hann síðustu æviárin, en hann lézt 1938. Eftir lát föður síns fluttist Efe- mía til Reykjavíkur og hélt heim- ili fyrir frænku sína og nöfnu ekkju Jens Waage, dóttur Indriða Einarssonar. Þær frænkur bjuggu saman um margra ára skeið, allt þar til Efemía Waage andaðist. Eftir það bjó Efemía hjá systur sinni Vigdísi Blöndal og síðustu æviárin á Elliheimilinu Grund. Efemía eignaðist marga góða vini á lífsleiðinni, en við frænd- fólkið hennar fáum seint gleymt þeirri umhyggju og hlýju, sem Magnús E. Árnason kennari sýndi henni í ellinni. 18 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.