Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 29
80 ára: Þórður Halldórsson Þann 22. nóv. síðastliðinn varð óttræður merkisbóndinn og um langt skeið forustumaður sveitar sinnar í ýmsu tilliti, Þórður Hall- dórsson nú á Laugarholti i Naut- eyrarhreppi N.ís. Að honum standa sterkir ættstofnar. Faðir hans var Halldór bóndi Jónsson á Rauðamýri, alkunnur dugnaðar- maður og brautryðjandi í land- búnaði. Var hann að tilstuðlan Jóns forseta Sigurðssonar sendur utan til búfræðináms. En Halldór var son ur Jóns bónda á Laugabóli í ísa firði, Halldórssonar, þess er lét reisa Nauteyrarkirkju. Er þessi ætt leggur vel kunnur. Móðir Þórðar var Ingibjörg, er átti fyrir móður Hólmfríði Vigfúsdóttur, er var syst ir hins kunna fræðimanns dr. Guð- brandar Vigfússonar í Oxford. En hvort því veldur uppruni eða annað, vel ber Þórður háan aldur og veit ég ekki, hvort margir jafn- aldrar hans eru brattari andlega og likamlega, þeir er háð hafa jafn þunga glímu við lífið og tilveruna og hann. Ungur kom Þórður Hall- dórsson að Laugalandi, en þar byrj ar hann búskap 1915 á hluta jarð- arinnar, en eignast hana alla á skömmum tíma. Eitthvað var af húsum uppistandandi á Laugalandi, er hinn nýi ábúandi kom þar fyrsta sinni, en allt var það á fallanda fæti. Ræktun var þá hvarvetna Skammt á vegi, og var hér ekki um þá undantekningu að ræða, er sannað gæti regluna. Fljótlega er hafizt handa um stækkun túns, og er þá ekki um önnur áhöld að ræða en þau ein, er bændum voru löngum tiltæk, rekuna og ristu- spaðann. En hér varð að fleira að huga, og því er það, að 1917 fer Þórður við íjórða mann út í Æð- ey og fær þar lánaðan mikinn og góðan farkost, „Þorskinn11, og er LAUGALANDI honum róið á ísafjörð. Erindið er að sækja timbur í nýjan bæ; og í þeirri veru er gengið á vit Arna Jónssonar verzlunarstjóra við Ás- geirsverzlun. Verða þær málalýktir, að Þórður fær húsaviðinn og hleð- ur bátinn. í bændasamfélaginu íslenzka lifði löngum skilningur bænda á högum hvers annars. Þótti þá rétt að breigðast vel við, ef einhver þurfti einhvers með. Þetta fékk hinn ungi og stórhuga bóndi á Laugalandi að reyna í drengskapar- legu viðbragði nágranna síns, Jó- hanns Ásgeirssonar á Skjaldfönn. Hann hafði látið fylgjast með ferð um þeirra Þórðar inn Djúpið, og er far þeirra kenndi grunns, í mynni Selár, þá er sól var skammt farin himins, stendur hann i fjör- unni með hesta sína undir reiðingi, þess albúinn að flytja heim varn- ing Þórðar. Verður slíkt jafnan minnisstætt mönnum. Tímarnir breytast og mennirnir með. Þar kom viðhorfum manna, að ekki þótti það hús, er nú var lítillega á minnzt, fullnægja kröf- um tímans og var þá ekki annað fyrir hendi en reisa nýtt. Það gerði Þórður á árunum 1945—‘47. Var það hús 2ja hæða steinhús. Stend- ur það enn á Laugalandi, traust- legt til að siá og látlaust í snið um. í því húsi búa nú sonur Þórð- ar. Halldór, og kona hans Ása Ket- ilsdóttir, bónda Indriðasonar frá Fjalli í Aðaldal. Þess er vert að geta, að 1968 byggir dóttir Þórðar. Guðrún, íbúð arhús á Laugaholti, nýbýli úr landi Laugalands. Var þar með iörðinni skipt í þrennt, því litlu áður var stofnað af syni hans garðyrkiubýl ið Laugarás, einnig nýbýli úr landi Lausalands. Standa nú 3 íbúðar- hús úr steini á því landi, er Þórð- ur keypti fyrrum húsalaust að kalla. Má geta sér þess til, að varla hafi hinn áttræði atorkumaður set- ið hjá í þeim leik, eða verið þar áhorfandi aðeins. En samhliða öllu þessu bygginga vafstri býr Þórður lengst af stóru búi. í fjósi hans eru stundum 12 kýr mjólkandi og fé hefur hann iSLENDINGAÞÆTTIR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.