Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Síða 19

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Síða 19
Guðrún Daníelsdóttir Búð, Þykkvabæ Fædd 10. feörúar 1890. Dáin 25. nóvember 1971. Guðrún Daníelsdóttir, yngst af börnum Daníels Þorsteinssonar föðurafa míns, fæddist í Kaldár- holti í Holtum tíu árum fyrir síð- ustu aldamót. Ung og fríð og allra kvenna gjörvulegust er hún tengd fyrstu endurminningum mínum sem Effa frænka hafði lifað langan dag og margar minningar koma í hugann á kveðjustund. Ég man, þegar við börnin hennar úr Borg- arnesi komum í fyrstu s'kiptin til höfuðstaðarins. Þá var Effa ævin- lega til halds og trausts. Við hsim- sóttum hana í Hellusundið og fengum rjómakökur ásamt límon- aði frá töfraverksmiðjunni Sanitas. Það var mikil veizla. Ótalin eru sporin hennar í alls kyns erindum fyrir fólkið sitt. „Það er hægt að biðja Effu“, var viðkvæðið, og Effa brást aldrei. Seinna var ég svo lánsöm að búa með þeim systrum Vigdísi og Efe- míu og kynntist þá frekar gæzku þeirra og mannviti. Effa var fræða- sjór í ættfræði, sagnfræði og skáld skap. Hún kunni vel að segja frá, var hnyttin í tilsvörum og talaði enga tæpitungu hvorki um menn né málefni. Effa hélt reisn sinni og andleg- um kröftum fram til hins síðasta, svo og sæmilegri líkamsheilsu. Hún brá sér upp í Borgarfjörð á liðnu sumri til fundar við frænd- fólkið. Norðurárdalur, og þó eink- um bernskustöðvarnar í Hvammi, voru henni mjög kærar. Gengin er góð kona á vit frænda sinna og vina og þætti mér ekki ólíklegt, að þar stæði fremstur í flokki fræðaþulurinn góði — Gísli Konráðsson. Elsa Sigríður Jónsdóttir. barns í foreldrahúsum í Gutt- ormshaga. Svart og sítt hár henn ar, dimmbrún augu hennar, fölt andlit hennar birtist mér í rökk- urmóðu endurminningarinnar eins og glaðlegur draumur, sem gott er að vakna við íí morguns- árið. Þá var hún orðin gjafvaxta mey og hún var búin að læra til fullnustu þarflega iðngrein. Að nútíma hætti hefði hún kallazt klæðskeri, en á 2. tug aldarinn- ar nefndist hún saumakona. Þessu starfi fylgdu oft langdval- ir fjarri heimilinu. Og mikið hlakkaði ég til, þegar von var á Gunnu frænku heim úr sauma- skapnum einhvers staðar utan úr veröldinni, kannski fjarlægri sveit, jafnvel annarri sýslu. Mað- ur stökk fimur eins og köttur upp um hálsinn á henni til þess að ikyssa hana og faðma, þegar hún kom hlæjandi inn úr dyrun- um. Ætli það hafi ekki verið í ein- um svoleiðis saumaskaparleið angri, sem hún kynntist fyrst manninum sínum Hafliða bónda Guðmundssyni í Búð í Þykkva- bæ. Ég man enn jægar hann kom að sækja hana miðsumars 1918, og ég verð að segja það eins og það er: verri grikk var ekki hægt að gera mér en taka Gunnu frá mér með þeim ófrávíkjanlega ásetningi að skila mér henni aldrei til baka. — Þetta varð ég nú samt að þola. Árið 1918 var Þykkvibærinn engan veginn í aðgengilegri nánd við Hagavík í Holtahreppi. Veg- leysur og sundvötn aðskildu heimilin tvö, það igamla, sem nú var kvatt, það nýja sem heilsaði. Þegar foreldrar mínir fóru í brúð kaupsveizluna, voru þau ferjuð á báti yfir Djúpós, en hestarnir þeirra sundlagðir. Fáum árum síðar, haustið 1923 fékk ég í fyrsta sinn að heim- sækja Guðrúnu frænku í Búð. Ég fór ríðandi. Þá voru Þykkva- bæingar að ljúka við eitt mesta mannvirki, sem þá var unnið á íslandi, að stífla Djúpós. Ég reið eftir stíflugarðinum með þurran farveg á hægri hönd en bólginn og ólman strauminn til vinstri. Mikið lið vaskra manna var enn að ganga frá mannvirkinu, treysta það og snyrta. Hafliði, eiig inmaður Guðrúnar, var í fremstu víglínu og foringjasveit byggðar- lagsins í stríðinu við straumvötn- in, sem nú voru loksins gersigr uð. Og enn í dag, í langan manns- alduf, hefur hann verið einn fremsti félagsmálaleiðtogi Djúp- árhrepps, sem að líkindum er nú bezt setna og tekjuhæsta bænda- byggð landsins. — Við hlið hans hefur Guðrún Daníelsdóttir stað- ISLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.