Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Side 24

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Side 24
Oddur Eysteinsson Gíslasonar. En þá veiktust þau Margrét bæði af berklum og dvöldu um skeið á Vífilsstaðahæli. Það var mikið áfall og ærin lífs- reynsla á þeim árum að veikjast af berklum. Og þá áttu þau tvær dætur, ívíbura. Árið 1920 fluttu þau Tryggvi að Kleifum en strax á næsta ári til Dýrafjarðar. Þá höfðu Dýrfirðmg- ar stofnað kaupfélag og veitti Ósk- ar, bróðir Tryggva, því forstöðu. Tryggvi vann hjá honum við kaup- félagið um skeið. Þetta voru slæmir tímar fyrir verzlun, ekki sízt bændaverzlun. Árið 1919 voru allar vörur í háu verði og menn bjartsýnir. Veturinn 1919—‘20 var snjóþungur með af- brigðum og eftir honum fylgdi mikið verðfall á íslenzkri fram- leiðslu. Þá varð margur fyrir þung um áföllum. Þar á meðal var Kaup félagið á Þingeyri. Það varð engin ánægja af að stjórna því og bera ábyrgð á rekstri þess þau árin. Þeir bræður hurfu aftur að sjó- mennskunni þegar þeir hættu að vinna við Kaupfélagið. Tryggvi varð þá fljótlega háseti á vélbát- um á Flateyri og þangað flutti hann heimili sitt 1925. Þar ótti hann svo heima allt til 1948, ýmist sjómaður eða verkamaður. Hann var mörg sumur sjálfum sér ráð- andi á lítilli trillu, sem hann átti og hafði yndi af þeirri sjó- mennsku. Tryggvi flutti frá Flateyri til höfuðstaðarins og gerðist þá starfs maður tóbakseinkasölu ríkisins og þar vann hann meðan kraftar ent- ust. Þau Margrét eignuðust 5 dætur, sem allar eru á lífi, en þær eru: Elín. gift Kristjáni Kristjánssyni á ísafirði. Sieríður, sem hefur verið van- heil frá bernsku. Unnur, gift Birni Sigurðssyni húsasmíðameistara í Kópavogi. Anna, igift Þórði Magnússyni, verzlunarm. Kópavogi. og Ragn- heiður, gift Þórði Guðnasyni, vél- smíðameistara, Kópavogi. Tryggvi Jónsson var léttur í máli og gleðisinna, hafði kímni skyn gott og neitaði sér ekki um að halda til haga því ,sem hann fann að var fengur í og verða mátti til skemmtunar. Samt var 'Fæddur 29. desember 1904 Dáinn 16. nóvember 1971. í þjóðsögum Jóns Árnasonar er brugðið upp litríkri frásöign af gæðingnum Snóksdals^Brún og eig anda hans Daða sýslumanni í Snóksdal, er sýnir okkur glöggt hverju snilld og hæfni manns og hests frá áorkað, þegar samstilltur er vilji beggja. Þarna er að finna mikla sögu, sagða í örfáum orðum, um mann og hest. Við eigum einn- ig frá síðari tímum margar sagnir og þekkjum af eigin raun margan gæðinginn úr Dölum og þar hafa verið og eru enn margir snjallir hestamenn. Einna athafnamestur á því sviði af seinni tíma mönnum var Oddur Eysteinsson frá Snóks- dal. Oddur fæddist að Hólmlátrum ó Skógarströnd 29. desember 1904. Foreldrar hans voru hjónin, Jó- hanna Oddsdóttir og Eysteinn Jóns hann alvörumaður í lífsskoðun, hugsaði mikið um andleg mál og rök lífs og dauða og las margt um þau efni. Það haf óg fyrir satt, að hann hafi jafnan heldur viljað muna og hugsa um það sem betra var, og mun það vera viturra manna háttur. Hann var maður af þeirri gerð, að svipmót hans fest- ist í minni samferðamanna. Ég kynntist Jensínu Jónsdóttur, móður Tryggva, dálítið í elli henn- ar, og fannst til um reisn hennar og andlegt atgjörvi. Það var bæði styrkur og huggun að vita af slíkri konu. Síðan hefur mér oft fund- ist ég þekkja erfðir hennar hjá niðjum hennar, góðar erfðir og gæfulegar. Fátt er ánægjulegra en að vita af góðu fólki, sem treysta má til gæfu og gengis. Nú hefur Tryggvi Jónsson skíl- að arfinum og hann er gott að kveðja. H.Kr. son, er þá voru þar í húsmennsku. Þau hjón eignuðust 13 börn, og var Oddur næst elztur þeirra syst- kona. Hjónin í Snóksdal, Elín Jó- súadóttir og Kristján Jónsson tóku Odd til sín strax á fyrsta ári, og gengu þau honum í foreldra stað. í Snóksdal óx Oddur upp ásamt börnum þeirra hjóna. Þegar hann hafði þroska til, tók hann þátt í öllum bústörfum og reyndist dug mikið hraustmenni. Ljúfur og hátt prúður í umgengni, en frekar fá- skiptinn. Snemma hneigðist hugur hans að hestum og hestamennsku, og ungur fór hann að fást við tamningar. Fyrst þar heima, en síð ar þeigar honum hafði aukizt þjálf- un, fór hann að taka að sér tamn- ingar fyrir aðra. Oftast voru það erfiðustu trippin, sem lentu í hans þöndum, einkum þau, sem aðrir treystu sér ekki við. Lítt mun hann hafa hugsað um tíma þann og erfiði, sem í þetta fór. Aldrei gafst Oddur upp. Það vár fjarlægt honum að hætta við hálfnað verk, og eniginn hestur fór ósigraður úr hans höndum. Oddur var einn af stofnendum hestamannafélagsins Glaðs í Döl um, sem var stofnað árið 1928. Hann var mjög virkur í þeim fé- 24 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.