Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 10
Valgerður Guðrún Val-
geirsdóttir frá Suður-Bár
Kveðja frá eiginmanni og börnum
Fædd 17. apríl 1899.
Dáin 14. ágúst 1971.
Lífsins þá sungið er síðasta lag,
saknaðar strengirnir óma.
Himinninn grét yfir gröf þinni í
dag,
en geislar á skýjunum ljóma.
Það húmar að um heiðan
sumardag,
er hörpustrengir sorgarinnar
óma.
Það fölnar allt, er hljóðnar
lífsins lag,
lögmál jarðar býður slíka dóma.
Og lífið streymir áfram eins og
fyrr,
þó einstök rós til jarðar dáin
falli,
og fjöldinn glaður á sinn
óskabyr,
þó aðra í burtu héðan dauðinn
kalli.
Nú ertu horfin héðan, vina mín,
með hryggð í 'geði lítum sætið
auða,
þá leitar hljóður hugur minn til
þín,
sem hafin ert frá böli þungra
nauða.
Ég vildi flytja þökk til þín frá
mér
og þakka okkar björtu og góðu
kynni.
Ég veit, að drottinn veitir
blessun þér
og vakir yfir þér í eilífðinni.
Þú vildir hjálpa öllu, er átti
bágt,
af ást og mildi, líkna, verma og
græða
og reisa þá, er lífið beygði lágt,
lækning veita þeim, er sárin
blæða.
Og börnin hjá þér áttu öruggt
skjól,
oft var leitað hjá þér svars og
ráða,
það var sem okkur vermdi
himinsól,
þú veittir ljós og yl og hvöt til
dáða.
Sú hönd er köld, er hlýju veitti
bezt,
og mildir geislar hinzta beðinn
lengur,
mynd þín er í muna okkar fest,
minninganna ómar bjartur
strengur.
Þig vefur örmum mjúklátt
moldar-skaut,
og mildir geislar hinztu beðinn
skarta,
en sál þín frjáls, er farin héðan
braut
til fegri heima bak við myrkrið
svarta.
Við þökkum allt frá lífsins liðnu
tíð,
hin ljúfu blóm í kransi
minninganna.
Við þökkum allt þitt móður-
starf og stríð,
þú stóðst þinn vörð sem hetjan
prúða og sanna.
Vor þökk er kærleikskveðía heit
til þín,
til konu og móður, fyrir liðnu
árin.
Við bjóðum góðar nætur,
mamma mín,
og minnumst hans, er þerrar
angurstárin.
10
ISLENDINGAÞÆTTIR