Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 21
Bræðurnir Eiiiar og iijörgvin Halldórssynir frá Neskaupstað Nóttin er dimm klukkan 3.30, þegar Stígandinn N.K.-33 leggur írá brygigju í Neskaupstað áleiðis i róður. Gæftir hafa verið mjög stirðar hjá Norðfjarðarbátum í haust og sjómenn grípa hvert tæki færi sem gefst til þess að sækja á miðin. í þetta sinn — aðfara- nótt sunnudagsins 12. des. 1971 virðist gefa til róðra, og þá er hald ið af stað. Áhöfnin er: ibræðurnir Einar og Björgvin 'Halldórssynir svo og Trausti SteMnsson, allir búsettir í Nesikaupstað. Keyrt er út frá N-orðfirði í st-efnu ASA frá Norðfjarðarhomi og línan lögð ca. 20 sjómílur úti. Legið er yfir línunni til kl. 9.30, og þá byrjað að draga. Allt geng- ur vel til að byrja með og veð- ur og sjólag viðunandi. Veður hefur hert allnokkuð, en sjólag er þó á þann veg, að ekki þykir ástæða til að hætta við að draga línuna og áfram er haldið. Æfðar hendur hinna vönu sjó- manna vinna verk sín af festu og kunnáttu, brátt yrði verkinu lokið og línan öll um borð. Svo varð þó ekki. Klukkan er 13.30 e.h. sunnudag- inn 12. þ.m., er upp rís ólag, sem Skellur á báti þremenninganna ag leggur hann á hliðina. Stuttu síð- ar hvolfir bátnum, og von bráðar se-kkur hann. Skipverjar hafa allir komizt frá hinum sökkvandi báti, en aðeins einum þeirra auðnast að komast í annan gúmbjörgunarbát- inn. Bræðurnir Einar og Björgvin freista þess að ná til björgunarbát- anna, en það á ekki fyrir þeim að liggja að snúa aftur heim til Norð- fjarðar, þeir drukkna báðir og hverfa í djúpið eins og fabkostur þeirra. Þannig -er í stuttu máli aðdrag- andi og atvik, að því hörmulega slysi, er varð þegar Stígandinn NK-33 fórst, og með honum bræð- ur tveir á bezta aldri, alvanir sjó menn og drengir góðir. Einar Halldórsson fæddist 5. okt. 1935 í Mjóafirði, -Björgvin Halldórs son fæddist 30. ágúst 1941 í Nes- kaupstað. Þeir bræður voru synir hjónanna Kristinar Einarsdóttur, en hún lézt fyrir aldur fram árið 1962, og Halldórs Einarssonar út- gerðarmanns á Norðfirði, áður í Mjóafirði. Er mér barst fregnin um svip- legan dauða þeirra bræðra, brá mér mjög. Einhvern veginn fannst mér þetta ótrúlegt. Þessir menn voru aldir upp við sjósókn frá blautu barnsbeini og þekktu vel duttlunga Ægis kon- ungs, en trúlega verður enginn fullnuma í hans ^kóla. Aldrei verð- ur við öllu séð í starfi sjómanns- ins og iafnvel hinir reyndustu menn lúta í lægra haldi tfyrir óvæntum og allsendis ófyrirsjáan- legum duttlungum hafsins. -Þegar óg 14 ára, fór í skóla að heiman, átti ég manga góða vini á mínu reki, skóla- og leikfélaga. Fyrstu árin -geklk vel að vori að endurnýja hin gömlu kynni, en eðlilega breyttist þetta eins og ann að í tímans rás. Þótt undirlegt megi virðast héldust, og haldast einn, bezt 'kynni mín við þá af félöeun- um, sem sjósókn stunduðu. Einn minna albeztu vina í þessum hópi var Einar Halldórsson. Einsi eins og við nefndum hann öll, var einstak- ur drengskaparmaður, dagfars- prúður, trölltryggur og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Einar var maður prúður og orðvar. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, og aldrei öfundaðist hann yfir velgengni annarra, enda full- komlega sáttur við sitt hlutskipti, hamingjusamur maður er undi glaður við sitt. Þegar við Einar gengum saman í bamaskóla kom gjörla í ljós þrautseigja og æðru- leysi hans. Það var nokkuð lang- sótt og oft torsótt leiðin innan frá Bjargi og út í Barnaskóla, í skamm degismyrkri og misjöfnum veðr um. Ekki bar á því, að Einari og félögum hans innan úr Nausta- hvammi þætti ferðin neitt sérstakt afrek, en hún gat tekið frá % klst. til 2 klst. eftir veðri og færð. Minn ist ég þess ekiki, að þeir „innstu- iSLENDINGAÞÆTTIR 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.