Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Blaðsíða 23
ir þá móðurlegu umhyggiu, sem
hún svo oft veitti mér, þegar ég
kom kaldur oig hrakinn af heiðinni
Eitt sinn spurði ég Sigríði, hvort
henni hefði aldrei fundizt þröngt
um sig í dalnum eftir víðáttuna á
Blönduósi til hafs og byggða.
„Ég unni dalnum“, svaraði Sigr-
íður. „Hér hiálpast að kyrrðin, hlý.i
an og niðurinn í ánni að gera dal-
inn stóran. Hér vil ég vera og bera
beinin“.
Og henni varð að ósk sinni. í
fall'egum grafreit niður undir gil-
inu hvílir hún hiá manni sínum, og
nú er Jónas einnig lagztur þar til
hvíldar. Blessuð sé minnimg þeirra.
Guðl. Guðmundsson.
f
Jónas fæddist í Forsæludal 4.
september árið 1913. Þar dvald-
ist hann ævina alla, en lézt af
slysförum 24. júlí s.l. og var jarð-
settur í heimagrafreit jarðar sinn
ar og ættar þ. 30. sama mánaðar.
Foreldrar Jónasar voru hin
kunnu merkishjón Sigríður ,01-
afsdóttir og Sigfús Jónasson, bók
bindari og bóndi í Forsæludal.
Jónas var þriðja barn foreldra
sinna, en alls voru þau systkin
átta, og ólust öll upp heima í
Forsæludal.
Forsæludalur er fremsta jörð-
in í Vatnsdal, og taldist afskekkt
í æsku þeirra systkina, einkum
að vetrinum. Þá var hvorki lagð-
ur vegur né sími þar inn í dal-
botninn, þótt nú sé hvort tveggja
fyrir hendi. Þau Forsæludalssyst
kin urðu mjög að þreyta þol sitt
við þessa staðhætti jarðarinnar í
sambandi við barnaskólafræðslu
sína. En þótt leiðin væri löng og
gangan oft erfið í ákólann, gekk
þeim námið vel og þau nutu
þess. Yfir Forsæludalsheimilinu
var menningarblær. Sigfús bóndi
var mikill fræðaþulur, bæði á
bundið og óbundið mál. Hann
var sérstæður persónuleiki einn
af listam.önnum samtíðar sinnar
í íslenzkri bændastétt. Sigríður
húsfreyja var líka sérstæð kona.
Öriæti hennar við gesti var mjög
á orði haft og nutu þess margir,
einkum yfir sumarmánuðina, því
þau hjón, bæði, löðuðu að sér
fólk með framkomu sinni. Seið
magn dalsins er líka mikið þarna
innfrá.
Rímgáfu og skáldhneigð hlutu
þau Forsæludalssystlkin í vöggu-
gjöf, sem og fleiri afkomendur
Bólu-Hjálmars. Kunnust á því
sviði eru þar Ingibjörg húsfreyja
á Refsteinsstöðum og Ólafur, er
kenndur er við Forsæludal. Bæði
landskunnir hagyrðingar.
Þegar systkinahópurinn í For-
sæludal dreifðist kom það eins
og af sjálfu sér að Jónas færi
hvergi. Hann tók við forstöðu
búsins, að foreldrunum látnum,
ásamt Sigríði systur sinni, er
stjórnaði innan húss. Hjá þeim
uxu upp þrjú systrabörn þeirra,
og eru enn þar heima. Tryggð
þessa fólks er mikil og fastheldni
við átthagana. Starfið heldur ef-
laust áfram, þótt skipt hafi að
nokkru um forustu.
Jónas Sigfússon var dulur mað
ur og hæglátur. Hann stillti orð-
ræðu sinni mjög í hóf og flikaði
ekki skoðunum sínum umfram
það, sem nauðsyn bar til. Hann
leitaði sér ekki skólamenntunar
umfram barnaskóladærdóm-
inn, en var þó vel að sér. Fram
á fullorðinsár var hann góður og
fórnfús ungmennafélagi, en ekki
afskiptasamur um sveitarmál-
efni. Þó var hann nokkuð til
þeirra kvaddur og vann þá að
þeim af meðfæddri sanngirni og
trúmennsku.
Jónas í Forsæludal var hinn
dagfarsprúði maður, sem alltaf
var igott að deila geði með. og
hógværð hans brást ekki, hvort
sem með eða móti blés. Hann
krafðist ekki mikils af öðrum,
sjáífum sér til handa, en beir
sem þekktu hann, vildu honum
vel og treystu honum. Fg hríd,
að hann hafi engan óvildarmann
átt.
Dauða Jónasar Sigfússonar bar
að óvænt og um aldur fram. Hið
skvndileea fráfall hans virtist
ekki í samræmi við líf hans. En
við útförina svemaði diÚD kvrrð
sveitina og grafa»-beðinn. Þar
ríkti sii mvkt, er einkenndi hann,
og trúleet er. að í vitund þpirra
möreu. er þar voru staddir. v’rði
m'nning þessa vóða drengs sveip
uð hlýju og fegurð þessa sumar-
ds;gs. Grímur Gíslason.
Tryggvi
J ónsson
Tryggvi Jónsson, Bræðratungu
21 í Kópavogi andaðist h. 10. nóv.
s.l.
Hann fæddist að Fjallhaga í
Dýrafirði 18. maí 1895. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Gabríelsson
og Jensína Jónsdóttir. Þau voru
bæði af bændaættum úr Önundar-
undarfirði. .Systir Jensínu var Guð-
finna í Miklabæ í Skagafirði, kona
séra Björns Jónssonar.
Þeir voru fimm bræðurnir á
Skaga, synir Jóns Gabríelssonar og
Jensínu: Sófónías, sem bjó allan
sinn búskap á Læk í Dýrafirði,
Jens, sem bjó í Minnagarði í Dýra
firði, Óskar, sem kunnur varð af
atvinnurekstri og félagsmálastörf
um í Hafnarfirði á siðari hluta
ævinnar, Gabríel, sem dó ungur,
og Tryggvi, sem hér er minnzt.
Jón Gabríelsson var ötull og fylg
inn sér við sjósókn og vandi syni
sina unga við sjóinn auk þess, sem
búskapurinn á landi var svikalaust
stundaður.
Tryggvi stundaði nám í Hvítár-
bakkaskólanum veturinn 1912—13
og næsta vetur var hann nemandi
í Kennaraskólanum. Hann var góð-
ur námsmaður og hlaut góðar eink
unnir, en þó hvarf hann frá námi
og stundaði sióinn vestra.
Haustið 1916 réðst hann þó til
barnakennslu norður í Ögursveit.
Kennslan fór þá að nokkru fram
á Kleifum í Seyðisfirði en þar bjó
þá Eggert Reginbaldsson og Júlí-
ana Haraldsdóttir kona hans. Fór
svo að ástir tókust með kennaran-
um og heimasætu á Kleifum, Mar-
grétu Eggertsdóttur. Þau giftust
1918 og hafa síðan átt farsæla sam
leið allt til þessa.
Ekki stundaði Tryggvi kennslu
nema þennan eina vetur. Hann fór
til Revkiavíkur og vann þar verzl
unarstörf við fyrirtæki Garðars
ISLENDINGAÞÆTTIR
23