Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 23.01.1972, Page 3
_ ^ Runólfur Asmundsson „Náttúran skapar manninn” Öræfin á íslandi. Ætli þetta sé e'kki eitthvert kaldranalegasta nafn á mannabyggð í veraldarsögunni. Ég minnist þess frá unglingsárum mínum á Norðurlandi, að um mig fór hálfgerður hrollur, þegar minnzt var á Öræfasveitina, sem maður vissi það ieitt um, að hún var innikróuð af mestu jökulvötn- um landsins, er voru ýmist illfær eða ófær nema fulginum fljúgandi. Það var því með eftirvæntingu og nokkrum ugg, að ég fulltíða maður, lagði í fyrsta sinn leið mína austur yfir Skeiðarársand til þess- arar ævintýrasveitar. Síðar lá leið mín það oft um Öræfin, að mér eðlileg, en aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Hún var ein af þeim, sem hafði skap- bætandi áhrif á þá, sem í návist hennar voru. Ekki kvartaði hún þó á móti blési, og raunirnar að því er varðaði ástvinamissi bar hún af mikilli stillingu, enda er það ekki háttur þessa frændfólks að bera íilfinningar sínar á torg. Ég heimsótti Sveinlaugu jafnan, er ég var á ferð fyrir austan hin síðustu ár. Samræður okkar fóru yfirleitt fram í léttum tón, og af hennar fundi fór ég oftast í góðu skapi. Öllum afkomendum Sveinlaug- ar óska ég velfarnaðar og er þess fullviss að minningarnar um móð- urina, ömmuna og langömmuna verður þeim gott veganesti á ófar inni leið. Persónulega eru efst í huganum þakklæti fyrir margar ágætar rabbstundir, er við áttum saman. Síðast en ekki sízt ber mér að þakka góðverkið, sem hún vann, þegar hún kenndi honum Frissa að dansa. Friðrik Steinsson. gafst færi á talsverðum kynnum af sveitinni og íbúum hennar. Og hvílík kynni: Ein svipmesta nátt- úrufegurð, sem sést í sveit á ís- landi. Eina sveitin, er hefur hvort tveggja í senn, seiðmagn hálendis- ins og blíðu sveitasælunnar. Hvergi á landinu hefi ég kynnzt jafn lang- varandi veðurblíðu og sums staðar í Öræfum, enda þótt þar geti og brugðið til stórviðra. Þessi einangr aða sveit í jöklanna skjóli hefur ekki svikizt undan því lögmáli nátt úrunnar, að móta börn sín eftir eigin mynd. Þar býr hreinskilið, drenglundað og hjálpsamt fólk, með gestrisnina í guðastóli og kann ráð til að leysa hvers manns vanda. Þetta er margra alda arfur, sem einangrunarneyðin hefur þroskað til meiri fullkomnunar en almennt gerist. Hjartahlýja, æðruleysi, yfir- vegun og karlmennska er aðals- merki Öræfinga. í þessum gróðurreit manndóms og mannkosta fæddist Runólfur Ásmundsson hinn 20. apríl 1894 að Hnappavöllum, ósvikinn sonur æskustöðvanna. Foreldrar hans voru Þuríður Runólfsdóttir og Ás- mundur Davíðsson, sæmdarhjón, er þá dvöldust í húsmennSku, en fluttust litlu síðar að Hofi, þar sem þau hófu búskap og bjuggu lengst af, en síðast í Sandfelli. Runólfur var elztur 6 barna, og eru aðeins tvö þeirra lifandi. Run- ólfur dvaldist æskuárin á Hofi, en frá fermingu og fram undir tví- tugt vann hann að sveitastörfum hér og þar í Öræfum. Þá hvarf hann til sjómennsku á Eyrarbakka og síðan í Þorlá’kshöfn, en þar var hann jafnframt ráðsmaður í 9 ár hjá Þorleifi alþingismanni Guð- mundssyni frá Háeyri. í janúarmánuði 1925 tók hann þátt í björgun enskra togarasjó- manna úr sjávarháska í Þorláks- höfn. Hlaut hann fyrir það heiðurs pening og áletrað vasaúr frá Breta konungi. Árið 1927 fluttist hann til Reykjavíkur og gerðist togarasjó- maður í nokkur ár, en stundaði síðan landvinnu: Var um skeið vigt armaður við kolaverzlun Þórðar Ólafssonar, en árið 1949 gerðist hann starfsmaður Olíufélagsins h. f., og vann hjá því til 1970, að hann kenndi vanheilsu, er endaði með sjúkrahúsvist á Landakoti, þar sem hann andaðist. í upphafi þessarar greinar er manngerð Runólfs þeigar óbeint lýst. Til viðbótar skal þess þó get- ið, að hann var eftirsóttur starfs- maður sökum dugnaðar, reglusemi og trúnaðar. Þessi vinfasti dreng- skaparmaður er eftirsjá hverjum þeim, sem honum kynntist eða með honum starfaði. ISLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.