Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 8
maðurinn, og leiðandi í öllu starf- inu. Hafðir kynnzt og verið þátt- ta'kandi í leikfimi, og fjölbreyttu íþróttalífi á Akureyri. Þú samein- aðir alla beztu kosti íþróttamanns- ins, hverjum manni liðugri og mýkri, stæltur, sterkur, dreng- lyndur. Þú varst okkur strákunum hin fullkomna fyrirmynd, draumur okkar var að líkjast þér, þú varst alls staðar fremstur. Síðar, er þú varst kennari okk- ar í barnaskóla, kenndir þú okkur leikfimi og ýmiss konar íþróttir, þá var líf og fjör og mikið kapp. Þá er ég komst til fullorðins ára og raunar fyrr, varð samstarf okkar mjög náið, við vorum ná- grannar. og mikill samgangur og samstarf milli bæjanna. Við unn- um hvor hjá öðrum, og hver með öðrum að ýmsum störfum, eftir því sem nauðsyn krafði. Það var gott til þín að leita, þú varst ávallt reiðubúinn að leggja lið ef með þurfti, þú varst alltaf hinn greiðvikni, hjálpfúsi nágranni. Við fórum saman í göngur. vor og haust, deildum 'gleði Oig erfiðleik- um gangnamannsins, rákum sam- an fjárhópinn heim af réttinni. glöddumst sameiginlega yfir lagð- prúðu, fallegu fé og bárum sam- an bækur okkar um fjárræktina. Við rákum saman í kaupstaðinn, og gengum saman á eftir klyfja- hestunum heim aftur. Við komum í fjárhúsin hvor til annars, rök- ræddum um fóðrunina og alla hennar vandrötuðu dularvegi. Einn ig á sjónum áttum við samleið, horfðum hrifnir og hugfangnir út yfir blikandi haf. Drógum bandóð- an fisk, spenntir og sigurglaðir. En mjótt var stundum mundangs- Leiðrétting Sú prentvilla hefur slæðzt inn i minn- ingargrein um Sigurö Björnsson frá Grjótnesi, Islendingaþættir 2. marz, aö móðurbróöir hans, Björn bóndi þar, er sagöur Sigurösson, eins og mót- býlismaöur hans. En á Grjótnesi bjuggu Birnir tvier, Björn Sigurösson, faðir Siguröar, og Björn Guömunds- son, móðurbróöir hans. - GG. hófið. iMér er sérstaklega minnis- stæð ein sjóferð af því tagi. Við fórum á sjóinn snemma morguns, það var á einmánuði. Við vorum þrír á bátnum. Veöur var stillt, lóaði ekki á steini, en dumbungur í lofti. Þegar leið af hádegi fór að mugga, við vorum komnir á djúp- mið. Allt í einu fóru þykkar logn- öldur að rísa og það fór að brima við Rauðanúp. Við settumst undir árar, fjúkið lör vaxandi, öldurnar hækkuðu. eitir skamma stund var komið brim með öllu landi, en lognið hélzt. Við sóttum róðurinn fast, hver mínúta var dýrmæt. Þeg ar við vorum að beygja inn í Lón- in, lor að livessa. Eftir fáar mínút- ur var komið norðan hvassviðri og hríð. og æðandi brotsjóir livert sem litið var. Það mátti ekki tæp- ara standa. Enn er fleira að minnast. Innan fjögurra veggja stofunnar. eða bað- stofunnar, átti andinn sín óðul. Þar voru löngum glaðar og fróðleg- ar samverustundir. þá var búsum- stangið látið lönd og leið. Þá flaug hugurinn vítt cg breitt. og lítil tak- mörk fyrir því hvar ræðan gat Ikomið niður. Þú varst veitandinn, ég þiggjandinn. Þú varst víðsýnn og fróður. hafðir glögga yfirsýn yfir menningarmál. félagsmál og þjóðmál, enda virkur þátttakandi En svo lengdist bilið á milli okkar verulega, ég fluttist lengra burt. Samt komst þú nckkuð oft, dvaldir þá eina nótt eða tvær. Þá voru vinafundir. Þú varst hinn tryggi, trausti heimilisvinur. Þú færðir fréttir og fróðleik, kunnir frá mörgu að segja. Oft var frá- sögn þín krydduð gamanmálum, með þau kunnir þú einnig vel að fara, en aldrei kenndi þar beiskju eða kala. Við þig var jafnan hollt að blanda geði, sökum vitsmuna þinna og mannkosta. Ég minnist þín í ræðustól, þar Sómdir þú þér vel. Þú varst mál- snjall, ræða þín skýr og rökföst. Réttsýnn og till.cgugóður. Öll óheilindi voru þér víðs fjarri. Jafnan studdir þú lítilmagnann, og barst klæði á vopnin, ef deil- ur hörðnuðu. En árin færðust yfir, starfrf- kraftarnir biluðu, þú varst að hætta störfum. Þá lá leiðin til höfu'í'borgarinnar, þú settist að á Dvalarbeimili aldraðra sjómanna. Þar fékkst þú vistlegt herbergi til íbúðar og umráða. Úr glugg- aum blöstu þær við sjónum Við- ey og Esjan. Bárurnar gjálfruðu svo að segja við húsvegginn. Stundum blikuðu spegilslétt sund í skini sólar. Þú varst alinn upp við sjóinn, þér mun hafa verið nærvera hans kær. Samt leitaði hugiírinn norður, í hina „nótt- lausu voraldar veröld“. Sléttunni og fólkinu þar, varst þú tengdur órúfandi böndum. Nú urðu samíuh'dilr fáir, þá urðu bréfin tengiliðurinn, þeim var fagnaö gagnkvæmt. Nú hefir þú tekið þig upp í Ifina síctivstu ferð, ferðina sem fyrir öllum liggur að lokum, þú hefir flutt yfir móðuna miklu inn á landið ókunna. Ég bið Guð að blessa þig í hinum nýju heim- kynnum. Við systkinin þ.ökkum þér fyrir samfylgdina löngu og góðu. Guð veri með þér. Stefán Kr. Vigfússon. t 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.