Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 27

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 27
Sigríður Sveinsdóttir fyrrverandi húsfryja, Flögu brautryðjandastarf að skógræktar- niálum í Fljótsdal. Upp eftir Jökulsá gengur tals- vert af silungi úr Lagarfijóti. !Fyrr- um, þegar byrjað var að leggja silungsnet frá Hrafnkelsstöðum í ■ána, þar sem hún rennur meðfram túninu, kastaði straumurinn því flötu upp að landi og veiddist því lítið þannig. Tcik þá Metúsalem og Páll bróðir hans það til bragðs að 'bera grjót í ána og gera þannig grjótgarð út í hana. Kastaðist nú straumröstin frá landi. en lygna myndaðist í bléi við garðana. Voru silunganetin síðan lcgð í þessa lygnu og tók nú að veiðast vel. Þegar séð varð að bægja mátti ánni frá austurbakkanum á þenn- an hátt, tóku þeir bræður til óspilltra málanna við að fjölga þessum grjótgörðum, breikka þá og lengja, og var það geysilegt magn af grjóti sem borið var og ekið í ána, en upp komu sandleir- ur á milli garðanna, og sáði Metú- salem fræi í suma þeirra. Ekki munu þó hafa orðið verulegar bús- nvtiar af þessum framkvæmdum. Árið 1914 til 1917 bvggði 'Metú- salem íbúðarhús úr steinsteypu á Hrafnkelsstöðum. Efni það er kaupa þurfti. flutti hann á hesta- kerru frá Reyðarfirði upp yfir Fagradal niður að Lagarfljóti. en síðan á ísi upp eftir fljótinu. þeg- ar hann var til staðar. eða á báti upp að Brekku. Nú stendur þetta luís autt og yfirgefið. er hefur hlúð að tveimur kynslóðum, og hafði að geyma innan sinna veggia slíka mildi og mannkærleika. Slík eru örlcg þess er ekki samrýmist nú- tíma kröfum um þægindi og að- búnað. Ekki lagðist þó gamla jörð- in í eyði, þar sem Hiörtur Eiríks- son Kjerúlf, sonarsonur Metúsal- ems, var búinn að kaupa hana áður en afi hans lézt. Var það gamla manninum mikið gleðiefni að vita það að jörðin yrði áfram í eigu fjölskyldunnar. Svo mjög unni hann jörð sinni og hinni fcgru sveit, Fljótsdal. þar sem hann vildi framar öllu lifa og starfa í blíðu og stríðu og hold hans hvílir nú undir fagurri hlíð Valþjófsstaða- fjalls. Hjörtur býr nú ásamt íjöl- skyldu sinni í húsi því er Jón M. Kjerúlf, föðurbróðir hans, byggði rétt hjá gamla bænum, og bjó í Fædd 2. okt. 1879 Dáin 2. jan. 1972 Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum, sterkum hlyni, hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólarsíkini. Hún vildi vel í vinskap ætt og kynning, hún bar það hlýja hugarþel, sem hverfur ekki úr minning. (Einar Ben.) Áfram geisar aldarstraumur, óð- fluga og óstöðvandi ber hann okk- ur öll áfram í skaut hins eilífa og ékunna. Aldrei erum við áþreifan- legar á þetta minnt, en er við kveðjum einhvern samferðamann- inn í hinzta sinn. Á slíkri kveðju- stund rifjast upp í hugann margar ásamt konu sinni, Láru Ólafsdótt- ur Kjerúlf og börnum þeirra. en hann lézt 29. sept. 1970. Kona Jóns heitins og börn þeirra, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað eigin helmili, eru flutt í Egilsstaði og á Reyðarfjörð. Annað nýbýli, Vall- holt. var byggt i landi Hrafnkels- staða og býr þar sonur Metúsal- ems. Eiríkur M. Kjerúlf. ásamt konu sinni, Droplaugu J. Kjerúlf og börnum þeirra. Ég vil taka mér í munn orð ..Klettafjallaskáldsins“, þar sem hann segir m.a. í einu kvæða sinna. ..Bognar aldrei. brotnar i bylnum stóra seinast". Þannig var Metú- salem, ætíð sterkur og hraustur unz hann að síðustu féli fyrir Elli kerlingu. sem alla sigrar að lok- um. Mig langar að láta fylgja hér með lítil ljóð eftir Metúsalem. er lýsa ást hans á því hreina og fagra í tilverunni og eru þau prentuð hér nákvæmlega eins og hann hefur skrifað þau i sina kvæðabóík: djúpstæðar minningar liðinna ára, minningar sem vekja hugann til umhugsunar um manngildi og kær leika, hjálpsemi, fórnfýsi og dreng skap. Þessi merka kona skildi eftir sig þau djúpstæðu spor i liugum þeirra, sem henni kynntust, og að- dáun og virðingu, að aldrei gleym- ist. Minningarorð um slíka konu sem Sigríður var er meiri vandi að flytja en ég er fær til, enda þótt ég engan veginn vilji hiá mér leiða að minnast hennar noklkrum orð- um. þó af vanmætti sé. Sigríður fæddist 2. október að Sandfelli í Öræfum árið 1879, dótt- ir presthjónanna síra Sveins Ei- ríkssonar frá Hlíð i Skaftártungu og maddömu Guðríðar Pálsdóttur prófasts í Hörgsdal á Síðu. Með Braglistin. Kveður rómi kærum sniöllum kvæðadís með töfrum öllum, höfuðstaf og stuðlaföllum, streymir þá um mína sál minning forn og móðurmál. Tlcfum gát á helgum dómi hefð s?m var og er vor sómi eins og kveði lag með lióði lindin tær og fossinn góði. Fyrsta vísan úr kvæði er heitir Grasaferðin. Þegar sól fagnar sumri sækir vorið í dalinn. Þá yrkir lóan mín ljúfa Ijóð um bláfjallasalinn. Þessi sólskríkjusæla að syngja og njóta er gaman • og eiga allan þann unað. sem ást og vor leggja saman. Þannig eru flest kvæða hans, ort í anda vors og blóma. Það var vor i lífi hans og sumar í sál hans. Drottinn blessi minningu hins mæta manns. Bragl BJörgvinsson. 27 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.