Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1972, Blaðsíða 15
enda Jón oróinn mjög veikur cg við kvæmur, þótt hann hefði fótavist fram á siðustu daga. Óskum við honum allrar bless- unar á hinum cikkur svo ckunnu slóðum, sem við vafalaust hverfum til um síðir. Sigurlinni Pétursson. Með Jóni frá Katanesi er geng- inn til grafar maður, sem ekki fór að jafnaði almannaleiðir, „batt eklki bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamenn" og var á margan hátt sérstæður persónuleiki. Jón fæddist á Geitabergi í Svina- dal í Borgarfjarðarsýslu. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Ólafur Jónsson og Guðrún Rögnvaldsdótt ir. Bæði voru þau af ætt Borg- firðinga og Mýramanna otg var ætt in blönduð nokkrum prestum og prelátum úr því héraði og öðrum byggðum landsins og verður slíkt ekki rekið hér, en Jón var frænd- margur í Borgarfjarðarhéraði. Ungur að árum fluttist Jón með foreldrum sínum að Katanesi, bæ á hreppsenda á Hvalfjarðarströnd og ólst þar upp. Sá bær varð þjóð- kunnur á siðustu árum síðustu ald ar, vegna skrímslis þess, er þar átti að vera í lítilli tjörn skammt frá bænum. Orðstir þess setti um skeið allt á annan endann um Suð- ur- og Vesturland eins og kunnugt er, því um ,,Katanesdýrið“ hefir margt verið ritað og rætt. Við Katanes hefir Jón verið kenndur fiá barnæsku. Auk þess að hann ólst þar upp að mestu. bjó hann þar um 30—40 ára skeið. eftir að hann var búinn að prófa sjómennsku á Suðurnesjum og verkamannavinnu með tilheyr- andi atvinnuleysi „á mölinni" í Reykjavík. í Katanesi búnaðist hon um vel. ræktaði tún þar sem áður voru óræktar mýrar. ræsti fram hina frægu skrímslistjörn, svo að hún varð að sléttu engi, byggði upp bæjar og fénaðarhús, girti tún, engjar og haga. og kom upp börnuni sínum og jók efni sín með hverju ári og varð sæmilega vel stæður bóndi. Þegar svo var komið og liann var farinn að eld- ast oig lýjast til erfiðisvinnu, brá hann á nýtt ráð og flutti sig til Reykjavíkur. bjó þar síðan til ævi- lofca og stundaði þar fasteignasölu og nokkra lánastarfsemi og varð talsvert kunnur maður af því starfi. Sannarlega má það teljast til nokkurra tíðinda að ráðsettur bóndi, kominn á efri ár, og ómennt aður að öllu, nema eigin reynslu og hyggindum, skuli hætta sér út á hina hálu braut og reíilstigu ivúsabrasks og fjármálaspekulants sjónarmiða höfuðstaðarins, sem aikunn er að því að hai'a reynzt miður holl mörgum sveitamann- inunt sem i einfeldni sinni og ókunnugleika heftr lent á þeim viðsjálu brautum. En bóndinn frá Katánesi stóð sig vel í þessu nýja starfi. og lét ekki hlut sinn fyrir neinum og lét engan plata sig. .Tón frá Katanesi hafði í æsku til- einkað sér þau hyggindi er í hag koma og aukið þau með reynslu sinni og þekkingu með árunum. Frá upphafi hefir hann verið gædd ur þeim hæfileika að vera góður sölumaður. fundvís og laginn á að koma því í verð sem selja þurfti og glöggskyggn á úrræði, þar sem aðrir eygðu litla eða enga mögu- leiká, auk þess að vera glöggur á menn ^g málefni o;g hvernig við skyldi snúast hverjum þeim vanda er að höndum bæri. Þessir hæfileik ar hjálpuðu honum til þess að standa siig með ólíkindum vel í hinu nýja startfi. Ég kvnntist ekki Jóni frá Kata- nesi fyrr en á síðustu árum hans. Hann hafði þá að mestu dregið sig út úr veraldarvafstri og vildi þá gjarnan njóta einhverrar upplyft- ingar og hressingar eftir erilsama ævi með ferðalögum o.fl. því efni og ástæður leyfðu þá orðið að láta slíikt eftir sér, en vegna heilsu sinn ar gat hann þá litt notið þess. Hug ur hans hneigðist þá til rannsókna á ætt sinni og uppruna og sann- aðist þar hið gamla spakmæli að ,.allt leitar til síns upphafs“. Var hann í þessú sem öðru furðu glögg ur og athugull. Heilsa hans Ihékk á veikum þræði hin síðustu miss- eri, en hann var svo heppinn að njóta aðstoðar og umhyggju sam- býliskonu sinnar Svanlaugar Pét- ursdóttur (Zophoníassonar), svo að hann gat í ró og næði sinnt þessum hugðarefnum sínum. í ættfræðinni áttum við Jón sömu hugðarefni og glímdum þar við upplýsingar um sama fólkið og úr sama byggðarlagi. Þess vegna tókust með okkur nokkur kynni. Ég kunni að mörgu leyti vel við Jón frá Katanesi. Hann var prúður og spaklátur í tali og framgöngu, athugull og virtist leita sannleik ans í hverju máli. Honum var létt nð Ikasta fram stöku og hann gat verið glettinn og stundum nein- yrtur í tali um það, sem honum þótti miður fara. Oftast var hann þó hóg\'ær í dómum um samferða- menn og hann var áberandi lang- minnuigur á það, sem honum hafði einhverntíma verið gott gjört. Hitt duldist efeki, að tiltölulega ffáir af samferðamönnum hans á lífsleið inni höfðu orðið aðnjótandi þeirr- ar tryggðar hans og vináttu, enda mun sú hafa verið neyndin að lítt hafi verið hlaðið undir Jón frá Kata nesi, eða honum hossað af samtíð sinni. Það sem liann komst fór hann á eigin spýtur. Guðm. Illugason. 15 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.